SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 20
20 26. júní 2011 F lest þekkjum við þá tilfinningu að missa náinn ástvin en að missa tvo nána ástvini sama dag er sjaldgæft. Mæðgurnar Jó- hanna Sigfríður Guðjónsdóttir og María Valgerður Jónsdóttir létust hinn 1. júní síðastliðinn. Jóhanna sem var fædd 1954 lést eftir langvarandi veikindi en María sem var fædd 1916 hafði verið heilsuhraust alla sína ævi eða þartil fyrir tveimur árum að hún fór á hjúkrunarheimili, þá orðin 93 ára gömul. María sem ólst upp í Efsta- landskoti í Eyjafjarðarsýslu flutti í bæinn og átti eftir að ráða sig sem ráðskonu hjá Guðjóni Guðjónssyni húsasmíðameistara, sem var 18 árum eldri en hún. Með tím- anum fóru þau að draga sig saman og fæddust þeim tvö börn, þau Guðjón Stein- grímur og Jóhanna Sigfríður, en María átti þegar dóttur að nafni Svala Mambert. Byggði húsið einn Þegar María réð sig sem ráðskonu hjá Guðjóni var það inní hús sem hann hafði byggt sjálfur á Eiríksgötu 25. Guðjón vann alla ævi sem trésmiður hjá Völundi en í frítíma sínum byggði hann þriggja hæða hús sem varð heimili hans og Maríu og af- komenda þeirra. Húsið var byggt árið 1933 og þegar dóttir þeirra varð ástfangin af Pétri Rönning Jónssyni þá flutti hann inn í húsið og þau stofnuðu fjölskyldu á einni hæðinni. „Þetta hefur verið seinlegt hjá honum að standa í þessari byggingu einn,“ segir Pétur um tengdaföður sinn. „Hann hrærði víst steypuna í bala hérna niðri og hífði hana upp með höndunum og setti síðan í mótin.“ Pétur tekur á móti blaðamanni Morgunblaðsins á snyrtilegu heimili sínu á Eiríksgötunni sem tengda- faðir hans byggði. „Hann vann í ein 60 ár hjá Völundi. Hann var skemmtilegur karl og vann hjá þeim alveg fram á níræðisald- urinn. Einhverntímann þarna undir lokin bauð eigandinn þeim í utanlandsför til Ibiza þarsem allt var borgað fyrir þau og þau skelltu sér á diskótek og nutu alls sem sú eyja hefur uppá að bjóða. En það kom að því að yfirmennirnir spurðu hann hvort ekki væri kominn tími á einhverja endurhæfingu hjá honum þegar hann var enn að vinna þarna 83 ára gamall. Þá vantaði orðið á hann nokkra putta, hann orðinn hálf-heyrnarlaus og blindur á öðru auganu en áfram vann hann. Þá svaraði hann að kannski væri þetta bara orðið gott og hætti að vinna. Hann vann ekki hand- tak eftir það, las bara Morgunblaðið alla daga. Morgunblaðið hefur komið inná þetta heimili hvern einasta dag frá því að þetta hús var byggt. Hann las Morgun- blaðið með þeim hætti að hann tók alltaf opnuna af blaðinu og las þannig hvert ein- asta orð á þeirri opnu áður en hann sótti sér þá næstu. Þannig las hann blaðið frá upphafi til enda, hverja einustu setningu blaðsins. Hann átti það til þegar hann var að lesa minningargreinar um fólk sem var að láta lífið uppúr sjötugu að segja upphátt hversu mikil ósköp af þessu unga fólki sé að deyja. Svo horfði hann stundum upp til himins og spurði hvort það væri nokkuð búið að gleyma sér,“ segir Pétur. Ekkert annað að sækja Þar sem við sitjum þarna í rólegheitum í stofunni hjá Pétri kemur síðan Guðjón Steingrímur inn til okkar, mágur Péturs, sonur Guðjóns sem byggði húsið og eldri bróðir Jóhönnu Sigfríðar. Hann býr á hæðinni fyrir ofan og hefur einnig alltaf búið í húsinu. „Já, við erum margir hérna í húsinu sem höfum aldrei farið að heim- an,“ segir Pétur. „Já,“ bætir Guðjón Stein- grímur við, „maður fæðist hérna á fæð- ingardeild Landspítalans. Svo fer maður í Austurbæjarskóla sem er hérna bakvið húsið norðanmegin, hinumegin við göt- una sunnanmegin er Landspítalinn ef það kemur eitthvað uppá og svo er fimm mín- útna gangur niður í miðbæinn ef maður þarf að sækja sér eitthvað. Ég er viss um að ég kæmist í Napóleonssvítuna á geðdeild- inni hérna á spítalanum sem þú sérð útum gluggann ef maður færi yfir á geði, þannig að maður hefur ekkert annað að sækja,“ segir Guðjón og hlær. „Það hefur annars verið voðalega mikið sama fólkið í þessum húsalengjum hér frá því ég man eftir mér,“ heldur Guðjón áfram. „Það er mikil saga í þessum húsum. Hérna í húsinu okkar hefur margt fólk búið og gaman að segja frá því að þótt þetta sé mikið sjálf- stæðismannahús þá leigðu hér í húsinu menn eins og Ólafur Jóhann Ólafsson rit- höfundur og mikill vinstrimaður, Steinar Waage leigði hérna og Svavar Gestsson á meðan hann var ritstjóri Þjóðviljans uppúr 1970. Stundum voru hérna jafnvel tvær fjölskyldur í íbúð en það hefur reyndar ekki verið síðan uppúr miðri síðustu öld,“ segir Guðjón Steingrímur. „Fyrst þegar þetta hverfi var að byggjast var holtið meira og minna hálfniðurgrafnir kjallarar. Fólk ætlaði sér að byggja húsin upp hægt og rólega með árunum. En það gerðist frekar hægt þangað til Reykjavíkurborg setti þær reglur að þetta þyrfti að klárast á ákveðnum tíma og þá fór fólk af stað af miklum krafti til að klára húsin sín,“ segir Pétur „Já, og öll höfum við haldið okkur hér og hvergi viljað fara,“ segir Pétur brosandi. Sextán ára í sambúð „Hún Jóhanna mín tók mig að sér þegar ég var sextán ára og hún var jafnaldri minn og við eignuðumst okkar fyrsta barn strax þá. Ég flutti inn í húsið og við nutum að- stoðar allrar fjölskyldunnar. Við höfum stundum flakkað svolítið á milli hæða, Guðjón Steingrímur bjó fyrst niðri í kjall- ara en er núna kominn upp á efstu hæð- ina. Við Jóhanna flökkuðum líka á milli hæða í gegnum árin. Þetta hefur verið mjög samhent hér í húsinu í gegnum ár- in,“ segir Pétur en í því gengur inn þriðji ættliðurinn, sonur Péturs, hann Guðjón Davíð. „Hann sonur minn býr einmitt í kjallaranum með kærustunni sinni, ég er ekkert viss um að hann muni heldur flytja að heiman,“ segir Pétur. „Hún Jóhanna sá mest um uppeldið á þeim krökkunum og ég held að henni hafi tekist mjög vel til. Engin þeirra barnanna hefur farið í eit- urlyf, drykkju eða eitthvað svoleiðis. Maður er virkilega ánægður ef börnin manns komast í gegnum frumskóg ung- lingsáranna án þess að lenda í því. Það var vel haldið um þetta heimili hjá henni.“ Guðjón Davíð tekur undir með föður sín- um og minnist líka ömmu sinnar sem sá mikið um að halda ættinni saman með sí- felldum þorrablótum og fjölskyldu- veislum. „Ég er ekki viss um að ég myndi þekkja neinn í ættinni ef ekki hefði verið fyrir þessar endurteknu samkomur sem hún amma lagði alltaf mikinn metnað í,“ segir Guðjón Davíð, „það var í þessum veislum sem maður hitti skyldmenni sín. „Já hún amma þín var hörkudugleg kona,“ segir Pétur. „Hún bjó í þessari íbúð til 92 ára aldurs áður en hún fór á hjúkr- unarheimilið Skjól. Hún var á níræðisaldri þegar hún datt niður tröppurnar í Domus Medica þannig að allt fólkið í kringum hana var í áfalli við að sjá þessa gömlu konu hrynja niður. En hún stóð bara upp og sagðist ekki hafa tíma til að fara að láta skoða sig, hún þyrfti að fara í Hagkaup til að versla. Það keyrði líka bíll hana niður hérna fyrir utan einu sinni en ekki brotn- aði neitt í henni, hún var með sterk bein.“ „Talandi um bílaumferðina hér fyrir ut- Mæðgur féllu frá sama daginn Í húsi á Eiríksgötunni hefur sama fjölskyldan bú- ið frá því að það var byggt árið 1933. Núna búa þrír ættliðir í því og áfram munu nýir ættliðir fæðast, lifa og deyja í þessu húsi. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is María Valgerður Jónsdóttir Jóhanna Sigfríður Guðjónsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.