SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 13
26. júní 2011 13 M atthildur Torfadóttir er 64 ára og hefur lungann úr sinni ævi glímt við geð- hvörf. „Til þess að gera langa sögu stutta, þá greindist ég með geðhvörf þegar ég var tvítug en gat nokkurn veginn lifað eðlilegu lífi þó að það kæmu erfiðir tímar,“ segir hún. „Ég eignaðist fjögur börn og á nú sjö barna- börn, algjöra gullmola,“ segir hún og brosir. „Ég kom fyrst í Klúbbinn Geysi fyrir fimm árum en skömmu áður hafði ég veikst og fór eftir það ekki til vinnu aftur. Ég var að vinna í Foldabæ með eldri konum sem greinst höfðu með alzheim- er. Mér fannst mjög erfitt að vera ekki að vinna en það var bæði aldurinn og eins er ekkert gott að fá vinnu ef maður er með geðröskun. Ég kom því hingað nokkrum sinnum og fannst það mjög gott. En síðan leið dálítill tími þar til ég fór að koma reglulega aftur. Fyrir þremur árum fór ég að koma á hverjum degi og það finnst mér mjög gott. Ég sakna þess að geta ekki unnið og lít á þetta eins og vinnuna mína. Ég mæti hingað í Skipholtið á hverjum degi um níuleytið og er fram yfir há- degi.“ Matthildur nýtur sín í eldhúsinu. „Þar er ég best,“ segir hún hlæjandi og við- urkennir að hún leiðbeini stundum unga fólkinu. „Hér eru samt allir jafningjar. Frá því að ég greindist hef ég alltaf fundið fyrir fordómum og ég er sjálf með for- dóma gagnvart mínum sjúkdómi, þrátt fyrir að ég telji mig vera búna að vinna mig út úr því. Hér er hins vegar enginn með fordóma og því er maður svo frjáls. Félagsskapurinn er svo góður og maður finnur ekki fyrir þessari hræðslu eins og úti í samfélaginu eins og: ,,Hvað veit hún um mig?“ eða: „Veit hann að ég hef veikst?“ Hér þekkja allir til einhverra geðraskana og hafa flestir upplifað geð- röskun sjálfir. Geðraskanir eru vitaskuld hrylllilegir sjúkdómar en þeir eru ekki smitandi og það er ástæðulaust fyrir fólk að vera hrætt við þá. Það er alveg hægt að eiga gott líf þó maður hafi veikst en ég á reyndar mjög góða að.“ Það hefur margt breyst að sögn Matt- hildar frá því hún greindist fyrst. „Fólk með geðraskanir er orðið miklu sýnilegra en áður. Ungt fólk sem veikist í dag talar um það, svo þetta er ekki eins mikill feluleikur, sem er frábært.“ Matthildur mælir með verunni í Klúbbnum Geysi. „Ég hvet fólk með geðraskanir til að koma hingað og kynnast fólkinu. Það getur tekið tíma að venjast en ég mæli með þessum stað. Starfsfólkið er indælt og vinnur með okkur, svo það eru engin skil og hingað kemur alls konar fólk, ungt og eldra. Andinn í húsinu er alveg frábær.“ Klúbburinn eins og undrapilla Örn Nielsen gekk lengi fram og til baka fyrir utan Geysishúsið fyrsta daginn áður en hann loks mannaði sig upp í að ganga inn fyrir um níu mánuðum. „Það var eins gott. Klúbburinn Geysir hefur alveg breytt lífi mínu. Ég hafði lengi átt við þunglyndi að stríða og var félagsfælinn en hvort tveggja hefur breyst. Geysir er eins og undrapilla,“ segir hann og hlær. „Hér getur maður talað við hvern sem er og hver sem er talað við mann alvarlega eða í gamni. Fólk hér hefur reynslu af geðröskunum og þessi jafningjastuðn- ingur er mikilvægur.“ Örn missti vinnuna í efnhagshruninu 2008 en hann hafði starfað við málun í fjöldamörg ár. „Að verða atvinnulaus hafði mjög slæm áhrif á mig en ég er bú- inn að vera atvinnulaus núna í þrjú ár. Í gegnum Geysi fékk ég 25% vinnu í gegn- um kerfi sem heiti Ráðning til reynslu eða RTR og það hefur hjálpað mér mikið. Aðra hverja viku fer ég og vinn fjóra tíma á dag hjá Kynnisferðum sem reka Um- ferðarmiðstöðina (BSÍ).“ Hann segir að þótt þetta séu ekki margir tímar sé þetta gífurlega þýðing- armikið fyrir sig. „Ég sé um að halda um- hverfinu snyrtilegu, set bæklinga á bækl- ingastandinn og svona eitt og annað sem til fellur. Þetta er hlutverk og ég þarf að mæta þarna og skila mínu verki, rétt eins og ég hef gert í vinnu alla mína ævi.“ Örn viðurkennir þegar gengið er á hann að hann sé ágætlega laghentur og það hefur oft komið Klúbbnum Geysi vel. „Ég hef mestmegnis verið í viðhalds- verkefnum hérna innanhúss og einnig í eldhúsinu en ég er ekki alveg eins sterkur á svellinu þar,“ segir hann og hlær. „Ég hef þó verið duglegur í uppvaskinu, þurrka af diskum og skúra.“ Örn á tvær uppkomnar dætur og á gott samband við þær. „Mér finnst að end- urhæfing líkt og er í Klúbbnum Geysi ætti að koma meira og fyrr inn í geðlækning- arnar. Ég á klúbbnum mikið að þakka og hann hefur hjálpað mér mikið varðandi þunglyndið. Ég reyndi einu sinni að drekka mig frá því en það gerir vitaskuld enginn. Það gerir vandann bara verri. En Klúbburinn Geysir, ég segi það bara aft- ur, hann er bara undrapilla.“ Stór skref til sjálfshálpar Klúbburinn Geysir starfar fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða og vinnur að því að efla hæfileika og styrk einstaklingsins. Í störfum innan Klúbbs- ins Geysis er alltaf lögð áhersla á stuðning og virðingu fyrir félögum og á jákvæða athygli þar sem horft er á styrkleika í stað þess að einblína á sjúkdóm- inn. Hér lýsa Matt- hildur Torfadóttir og Örn Nielsen reynslu sinni af starfsemi klúbbsins. Texti: Unnur H. Jóhannsdóttir Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is „Fyrir þremur árum fór ég að koma á hverjum degi og það finnst mér mjög gott,“ segir Matthildur Torfadóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir S. „Geysir er eins og undrapilla,“ segir Örn Nielsen. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Í dag, laugardag, verður Geysis- dagurinn haldinn hátíðlegur frá kl. 11.00 til 16.00. Klúbburinn Geysir stendur fyrir deginum, en hann starfar fyrir fólk sem á eða átt hefur við geð- ræn vandamál að stríða. Geysisdag- urinn er fjáröflunar-, skemmti- og fjöl- skyldudagur þar sem fyrirtækjum í Skipholti, götunni þar sem Geysir er til húsa, hefur verið boðin þátttaka ásamt nágrönnum og velunnurum klúbbsins. Ef veður leyfir er stefnt er að því að há- tíðin fari fram utandyra og hafa klúbb- félagar þegar lagst á eitt og beðið um gott veður. Vonandi gengur það eftir svo hægt verði að hafa karnivalstemn- ingu í Skipholtinu. Á meðal dag- skrárliða sem í boði verða má nefna: Nytjamarkað, 180 m örþon með frjálsri aðferð, húsbandið Keli og kiðlingarnir mun leika nokkur lög, auk þess sem veitingar verða seldar til styrktar Geysi og boðið verður upp á óvæntar, skemmtilegar uppákomur. Þú getur styrkt starf Klúbbsins Geysis með því að leggja inn á reikning hans: 0101-26-010009, kt. 501097- 2259. Margt smátt gerir eitt stórt. Tónleikar og örþon á Geysisdeginum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.