SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 44
44 26. júní 2011 Beryl Bainbridge – The Girl in the Polka-dot Dress bbbmn Enska skáldkonan Beryl Bainbridge lést fyrir rétt tæpu ári og keppt- ist þá við að ljúka við skáldsögu þá sem hér er gerð að umtalsefni. Hún náði því ekki en fól rit- stjóra sínum og samstarfsmanni til margra ára að ljúka verkinu sem kom svo út í lok maí. Í sem skemmstu máli segir bókin frá ferðafélögum, ensku stúlkunni Rose, sem er reyndar um þrí- tugt, en einkar barnaleg í hugsun, og Banda- ríkjamanninum Harold. Þau þekkjast lítið en ör- lögin hafa hagað því svo að þau eru á leið frá Baltimore til Kaliforníu í leit að dularfullum manni, Fred Wheeler. Rose vill finna hann til að höndla hamingjuna, en Harold til að drepa hann. Ferðalagið er draumkennt og lok þess ekki síður þar sem þau eru viðstödd þegar Robert Kennendy er myrtur – Rose í hvítum kjól með svörtum doppum, eins og alræmt er meðal samsæriskenningasmiða. Siri Hustvedt – The Summer Without Men bbbbn The Summer Without Men segir frá konu á sex- tugsaldri, Miu, sem fer af hjörunum þegar eig- inmaður hennar til margra ára segir við hana að hann vilji taka pásu frá hjónabandinu til að eiga regluleg mök við íturvaxinn franskan kollega sinn, konu, sem er tuttugu árum yngri. Þetta tekur svo á Miu að hún er lögð inn á geðsjúkra- hús og þegar hún nær áttum fer hún til fjörgam- allar móður sinnar í smábæ langt frá stórborginni og sumarið fer í að drekka kaffi með gömlum konum og kenna unglingsstúlkum ljóðagerð. Hún tekur líka til við að skoða líf sitt, róta í gömlum tilfinningaflækjum, skyggnast í spegil og reyna að átta sig á þeirri konu sem blasir við. Eins og búast mátti við slitnar upp úr sambandi eiginmannsins við frönsku daðurdrós- ina þegar mesti bríminn fer af þeim og þá blasir við spurningin: Á Mia að taka við karli aftur? Af lýsingunni má ráða að þetta sé nokkuð dæmigerð skvísubók, en þó ekki – pælingarnar eru dýpri, mikið um tilvitnanir í ljóðskáld og heimspekinga. Sjónarhornið er mjög fem- inískt, sem er vel, en textinn dálítið loðmollulegur á köflum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 5. - 18. júní 1. Um borð í loftbelg - Hello Kitty / Edda 2. Allt á floti - Kajsa Ingem- arsson / Mál og menning 3. Rosabaugur yfir Íslandi - Björn Bjarnason / Ugla 4. 10 árum yngri á 10 vikum - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 5. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 6. Fimbulkaldur - Lee Child / JPV útgáfa 7. Brandarabók Andrésar fyrir alla fjölskylduna - Gréta Björg Jakobsdóttir / Edda 8. Handbók um íslensku - Jó- hannes B. Sigtryggsson / JPV útgáfa 9. Mundu mig, ég man þig - Dorothy Koomson / JPV út- gáfa 10. Matur sem yngir og eflir - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka Frá áramótum 1. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 2. Djöfl- astjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 3. Betri næring - betra líf - Kolbrún Björnsdóttir / Ver- öld 4. Léttir réttir Hagkaups - Frið- rika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 5. Morð og möndlulykt - Ca- milla Läckberg / Undir- heimar 6. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 7. 10 árum yngri á 10 vikum - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 8. Svar við bréfi Helgu - Berg- sveinn Birgisson / Bjartur 9. Konan í búrinu - Jussi Ad- ler-Olsen / Vaka-Helgafell 10. Mundu mig, ég man þig - Dorothy Koomson / JPV út- gáfa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Lesbókbækur O sama bin Laden var varla horfinn í vota gröf þegar fyrsta greiningin á þýðingu andláts hans kom út á bók – reyndar rafbók. The Enemy eftir Christopher Hitchens, sem fékk sér bandarískan ríkisborg- ararétt eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001, talar eins og búast mátti við tæpi- tungulaust. Hitchens vakti fyrst athygli með beittum skrif- um af vinstri væng stjórnmálanna. Þegar hann kú- venti vændu gamlir bandamenn hann um svik. Af spruttu heiftarlegar deilur og hann varð að finna sér nýjan vettvang fyrir skrif sín. Ekki er þó hægt að gefa sér fyrirfram hvaða afstöðu Hitchens tekur. Fyrir nokkrum dögum birtist umsögn eftir Hitc- hens um nýja bók, On the Dismantling of American Culture, eftir leikskáldið David Mamet þar sem hann gerir grein fyrir sinnaskiptum sínum og hvernig hann sneri baki við félagshyggjunni. Fyr- irfram hefði mátt ætla að Hitchens mundi gera góð- an róm að skrifum ferðafélaga um lendur hug- myndafræðinnar, en það er öðru nær. Hann tekur Mamet á beinið. Fastir dálkar Hitchens birtast þessa dagana á síðum tímaritsins Vanity Fair og þar gerir hann meðal annars grein fyrir erfiðri baráttu sinni við krabbamein af sömu beinskeytni og hann fjallar um önnur mál. Annars er óhætt að mæla með skrifum Hitchens því að hann er bráðsnjall penni, en ekki má gleyma að hann hefur lýst sjálfum sér sem „óþolandi og pirrandi“. Og ekkert er honum heil- agt, ekki einu sinni Móðir Teresa, sem hann hjólaði í undir fyrirsögninni Trúboðsstellingin. Hitchens gerir atlögu að öllum tilraunum til að setja bin Laden á stall hvort sem það var með því að halda fram að hugmyndafræði hans snerist með einhverjum hætti um að frelsa hina kúguðu öreiga þessa heims eða hann sjálfur væri einhvers konar frelsishetja, til dæmis í anda Che Guevara, svo not- aður sé samanburður úr formála inngangs að útgáfu á ræðum hryðjuverkaleiðtogans. Hugmyndafræði bin Ladens sé ekkert annað en íslamskur fasismi og hann miskunnarlaus morðingi, sem hafi stutt kúg- unaröfl, myrt saklausa borgara og aldrei lyft litla- fingri fyrir lítilmagnann. Hitchens er sérstaklega þakklátur fyrir að bin Laden hafi verið „afhjúpaður sem æxli á rotnandi líkama gjaldþrota og miskunnarlauss ríkisbákns og hann hafi verið allsendis ófær um að leggja nokkurt skiljanlegt mat á flóðbylgjuna – maður vonar að það sé flóðbylgja frekar en aðeins bára – krafna um ver- aldlega gerð borgaralegs samfélags þar sem valdhaf- arnir þurfa að gera gerðum sínum skil.“ Hitchens bætir því við að ekki sé hægt að hugsa sér „betri staðfestingu á lífskraftinum“ en þar sem honum er teflt gegn „sjúkri dásömun á dauðanum og á þess- um dauða í lífi, sem fylgir lamandi trúræði þar sem kvenleiki og tónlist og bókmenntir eru kæfð og ungum mönnum breytt í vélræna slátrara“. Hitchens finnst að mistök hafi verið að blása til „hnattræns stríðs gegn hryðjuverkum“, baráttan hefði ekki átt að blossa upp og fjara út heldur vera stöðugur, kröftugur logi þar sem allt væri gert til að grafa undan tilkalli hans til að vera málpípa hinna þjáðu í heiminum eða leiða byltingu þriðja heimsins gegn Bandaríkjunum. Þá kveðst hann aldrei hafa skilið hvers vegna menn sögðu af veikum mætti þegar stríðið gegn þessum óvini gekk illa bæði á hinum pólitíska vettvangi og hinum hernaðarlega að um væri að ræða „endalaust stríð“. „Stríðið gegn hjátrú og hugsunarhætti alræðis er endalaust,“ skrifar hann. „Það er háð í síbreytilegri mynd aftur og aftur í hverju landi og af hverri kynslóð. Í bin Ladenisma mætum við á ný hinni hræðilegu blöndu alræðispersónuleikans og glundroða níhilistans og anarkistans. Hægt er að vinna tímabundna sigra, en ekki til frambúðar … En það er í þessari baráttu sem við fáum vöðvana og sinarnar, sem gera okkur fært að verja siðmenninguna, og siðferðilegt hugrekki til að segja að hún sé þess virði að berjast fyrir hana.“ Christopher Hitchens telur móralskur styrkur til að berjast í þágu siðmenningarinnar sé einhvers virði. Uppgjör Hitchens við erkióvininn Í rafbókinni The Enemy gerir Christopher Hitchens upp óvininn Osama bin Laden, „íslamófasíska“ hugmynda- fræði hans og stríðið gegn hryðjuverkum. Karl Blöndal kbl@mbl.is Allur listinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.