SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 36
36 26. júní 2011 G amla samkomuhúsið sem geymir Matstofuna í Árnesi er að mestu nýuppgert. Eldhús og veitingastaður hefur verið endurnýjað, en samkomusalurinn er í sama horfi og áður, enda mjög vel farinn. Húsið skiptist í veitingahús, bænda- markað, samkomusal og Þjórsárstofu. Upplýsingamiðstöðin Þjórsárstofa, sem rekin er af hreppnum, er við innganginn. Í móttökunni í upplýsingamiðstöðinni er fögur snót í óða önn við að veita ferða- manni af erlendum uppruna upplýsingar um merkileg kennileiti og fagra staði á svæðinu í kring. Upplýsingafróða Heiðrún kynnir sig og bendir mér á að ganga í gegnum veitingastaðinn og inn á bænda- markaðinn sem er inn af veitingastaðnum. Þegar þangað er komið er mér heilsað með fallegu brosi og þéttu handabandi af Írisi Tosti, öðrum eiganda staðarins. Arnór Gauti Helgason, sambýlismaður Írisar og jafnframt meðeigandi, kemur í humátt á eftir og býður mig velkominn. „Kaffi?“ spyr Íris „Já takk,“ segi ég. Arnór og Íris kynntust á námsárum sínum á Hótel Sögu, þar sem Arnór lærði kokkinn og Íris þjóninn. Þau skötuhjú reka, meðfram veitinga- rekstrinum, bændamarkað þar sem seldar eru ýmsar kræsingar sem koma af bæj- unum í kring. „Það hefur verið frekar lítið að gera á veitingastaðnum frá því við opn- uðum fyrir rétt rúmum 3 vikum, en hins- vegar hefur verið brjálað að gera á bænda- markaðnum. Hann stækkar bara með hverjum deginum. Við leitumst við að hafa allt hráefni á veitingastaðnum og á markaðnum héðan úr sveitinni,“ segir Arnór. Maður kemst ekki hjá því að fá vatn í munninn þegar litið er á það sem er á boð- stólum á markaðnum: Nýbökuð brauð, grænmeti frá Flúðum, lífrænt ræktaðir tómatar frá Skaftholti, holdanaut frá Koti, grafinn lax sem verkaður er á matstofunni ásamt graflaxasósu, svo fátt eitt sé nefnt. „Anisgrafinn lax sem ég verka sjálfur er mjög vinsæll hjá okkur. Það er svona lakkrískeimur af honum og best er að borða hann með sýrðum róma blönd- uðum við sítrónusafa,“ segir Arnór. Við göngum inn á snoturt veitingahúsið þar sem aðstaðan er með glæsilegasta móti. Veitingastaðurinn getur tekið allt að 70 manns og þar er einnig stór og mikill útipallur sem hentar frábærlega þegar vel viðrar. Ég rek strax augun í listaverk sem prýða veggi staðarins, en myndhöggv- arinn Helgi Gíslason, faðir Árna, ljáði staðnum nokkur af verkum sínum. Arnór sá áður um mötuneytið hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, en var sagt upp þegar kreppan skall á. Þau skötuhjúin ákváðu í kjölfarið að flytja sig um set og setjast að í Árnesi þaðan sem Arnór er ættaður. „Kannski erum við ekki í alfaraleið, en okkur langar til að búa til rúntinn hérna uppeftir og fá fólk til að skoða Þjórsárdal- inn,“ segir Arnór. Dalurinn er eiginlega bara gleymdur, hann týndist. Ég er ættaður héðan og ég man að dalurinn iðaði af lífi þegar ég var hér sem barn. Hér var svaka uppbygging og mikið að gerast en svo á ákveðnum tímapunkti sofnaði þetta svæði og við viljum bara koma dalnum, Árnesi og sveitinni allri aftur á kortið og rífa hann upp til fyrri frægðar,“ segir Arnór. Náttúruperlur Þjórsárdals Íris tekur í sama streng og bóndi hennar. „Okkur langar að gera þetta að alfaraleið. Gullni hringurinn (Þingvellir, Gullfoss Geysir) hefur fengið mikla markaðs- setningu og við viljum að fólk kíki hérna við í leiðinni, því náttúruperlur Þjórsárdals eru ekki síðri en perlur Gullna hringsins,“ segir Íris. „Þjórsárdalurinn er mikil nátt- úruperla, fossarnir og Gaukshöfði, það er svo mikið að sjá hérna og við viljum bara að fólk viti af þessum fallega stað, sem er svo stutt frá bænum. Ef fólk vill komast úr ös- inni og stressinu í bænum, er svo lítið mál að renna hingað uppeftir og njóta náttúr- unnar, fá góðan íslenskan mat í góðu and- rúmslofti. Fólk getur komið og fengið sér bjór og salat á veröndinni eða komið á kvöldin og fengið sér steik og rauðvín“. Þjórsárdalurinn er gífurlega fallegur. Á þjóðveldisöld iðaði þar allt af lífi og margir bæir voru í þessum grösuga og fallega dal. Árið 1104 eyddist byggðin í Heklugosi en um 40 rústir hafa fundist víðsvegar um dalinn. Merkasta rústin er af stórbýlinu Stöng, sem er fyrirmynd að þjóðveldis- bænum, tilgátuhúsi sem byggt var árið 1974 vegna 1100 ára afmælis Íslands- byggðar. Falleg náttúra Þjórsárdals er fjöl- breytt og þar er fjöldi fallegra kennileita, s.s. Háifoss og Hjálparfoss, Gjáin og fleiri fallegar náttúruvinjar. Góðar gönguleiðir eru í dalnum og ýmis ferðaþjónusta. Í Ár- borg, þar sem matstofan Árborg er stað- sett, er tjaldsvæði og sundlaug, sem opin er á sumrin. Á veitingastaðnum er boðið upp á súpu og salat í hádeginu og 2-3 rétti á kvöldin. Veitingahúsið notast aðallega við hráefni Íris Tosti og Arnór Gauti Helgason eiga og reka Matstofuna í Árnesi. Þau kynntust á Hótel Sögu þar sem Anisgrafinn lax, bollabrauð og fiskisúpa með villisveppum og laxi. Anisgrafni laxinn er mikið lostæti sem Arnór verkar sjálfur. Skemmti- legt, einfalt, ferskt og úr héraði Hinn 28.maí síðastliðinn var Matstofan í Árnesi opnuð. Matstofan leggur áherslu á að bjóða upp á ferskt hráefni sem framleitt er af sveitungum á bæjunum í kring. Texti: Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Myndir:Árni Sæberg saeberg@mbl.is Samkomuhúsið í Árnesi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.