SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 12
12 26. júní 2011 Mánudagur Gunnar Hólmsteinn Vil þakka Seðla- banka Íslands fyrir skjót (3 vikur) svör við beiðni CLARA um að flytja 115 krónur (1 dollari) til Bandaríkjanna. Leyfið var góðfúslega veitt (á blaðsíðu 4 í svarbréfinu). Til marks um ánægju mína gerist ég hér með tólfti aðdáandi Seðlabankans á Facebook. Hallgrímur Helgason Á sumardagsins fyrsta fund fellur hrímkalt haust. Lífið varir litla stund en listin enda- laust. Miðvikudagur Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir átti mjög skraut- legt þriðjudagskvöld í gær sem hófst með frábærum kvennafundi um ESB og endaði á Þingholtsstræti á trúnó með rosa mikið Húbbabúbba – elska sum- arnætur! Fésbók vikunnar flett Minnislyklar eru ekki bara minnislyklar eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa þurft að nota slíkt. Víst getur verið gaman að vera með fáránlega nettan minnislykil í vasanum, en málið vandast þegar á að nota hann og það tekur nokkra daga að afrita gögn á lykilinn eða af honum. Það skiptir verulegu máli hvaða búnaður er á lyklinum – minnið er yfirleitt eins en stjórnbúnaðurinn er mjög mismunandi, ekki síst nú þegar ný gerð minnislykla er að koma á markað, svona eins og sá sem sést hér fyrir ofan, lykill frá Kingston sem styður nýjan USB- staðal, USB 3.0. USB 1.1 þekkir náttúrlega enginn lengur, allir eru með USB 2.0 tengi á vél- um en svo eru allmargar tölvur komnar með USB 3.0 tengi og fjölgar hratt. USB 1.1 skilaði allt að 12 Mbitum á sek., USB 2.0 allt að 480 Mbitum og USB 3.0 allt að 5 Gbitum (5.000 Mbitum). Kingston-lykillinn er óneitanlega hlunkur, gildur um sig, en hann er líka hraðvirkur og traustbyggður. Hægt er að nota hann í allar gerðir USB-tengja og hann svínvirkar, en þá fyrst áttar maður sig á hve miklu munar ef maður kemst í tölvu með USB 3.0. Þeir sem eru með Windows 7 ættu líka að velta fyrir sér að nota USB 3.0 lykla við ReadyBoost – þeir sem eru með lítið minni og/eða hægvirk- ar harðan disk sjá mikinn hraðamun. Myndavélin er 8,1 M dílar og mjög fínt LED flass. Takið eftir því að myndavélarlinsan er nálægt miðju á bakinu sem gerir símann myndavél- arlegri. Mjög ljósnæmur skynjari er í símanum sem gerir kleift að taka myndir í lítilli birtu án þess að nota flassið. Skjárinn er frábærlega bjartur og skýr, 3,7", 854×480 dílar. Með bestu farsímaskjám sem ég hef séð. Það gekk fínt að horfa á kvikmyndir í honum, upplausn og hljómur í besta lagi enda stæra Sony- menn sig af nýjum vídeóhugbúnaði. Þegar við bæt- ist fínn hljómur er hér kominn framúrskarandi spila- stokkur sem er líka fínn snjallsími. Í honum er pláss fyrir um 7 GB af músík og myndum. Hljóð og mynd og sími Það felast ýmis tækifæri í því að allir noti sama stýrikerfið fyrir farsíma og ýmsir sem áttu í erfiðleikum sækja í sig veðrið eins og til að mynda Sony Er- icsson sem nýtir kunnáttu í hljóð- og myndmiðlun vel í nýrri símalínu. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Kingston Ultimate G2 Hraðvirkur og traustbyggður hlunkurEitt af því fyrsta sem maður tekur eftir er kúpt bakið á símanum. Vissulega ferhann betur í hendi fyrir vikið, en bakið hefði líka mátt vera aðeins stamara. Í símanum er innbyggt FM útvarp og Blátönn og svo er hann náttúrlega með þráðlausu neti. Á símanum er USB-tengi, minijack fyrir heyrnartól og HDMI- útgangur til að spila vídeó beint í sjónvarpi og til þess fylgir snúra. Stýrikerfið á símanum sem ég prófaði var Android 2.3.2 en líkt og flestir stór- framleiðendur hefur Sony gert smábreytingar á viðmótinu, bætt við fídusum til að bjóða upp á eitthvað annað en hinir sem kemur yfitrleitt vel út, til að mynda hvað varðar Facebook.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.