SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 33
26. júní 2011 33
Skannaðu kóðann til
að lesa frétt um sýn-
inguna Hlutirnir okkar
í Hönnunarsafninu.
Kaffistell frá því í kringum 1950 eftir Benedikt Guðmundsson. Þetta er
renndur íslenskur leir og stellið er handmálað.
Borðstofuhúsgögn eftir Sigvalda Thordarson frá um 1960. Tekkið varð
vinsælt hér eins og víðar í Evrópu á áratugunum frá 1950-1970. Borð-
stofuhúsgögnin sem hér eru sýnd voru lengi framleidd og þetta sett
var keypt árið 1964. Skenkar sambærilegir þessum urðu einnig vin-
sælir og má finna þá í mismunandi útfærslum eftir ólíka hönnuði.
Þessi svefnherbergishúsgögn frá
fjórða áratugnum eru úr búi
hjónanna Vigdísar Reykdal og Ein-
ars Sveinssonar arkitekts, húsa-
meistara Reykjavíkur. Leiða má að
því líkum að þau séu smíðuð eftir
teikningum Einars og er settið
dæmi um afar vandaða smíð.
Spira, svefnbekkur og sófi
eftir Þorkel G. Guðmunds-
son, frá 1965. Þorkell hann-
aði sjálfur ullarefnið á sófann
og var hann framleiddur í
ýmsum litbrigðum í mörg ár.
Þorkell fékk einkaleyfi á
þeirri lausn sem felst í því að
breyta sófanum í rúm.
safnar aðeins gripum gerðum eftir aldamótin
1900. „Við þekkum ekki nógu vel þessa sögu,“
segir hún og sér fyrir sér að íslensk hönn-
unarsaga verði kennd sem hluti af listfræði-
kennslu í Háskóla Íslands.
Vel væri hægt að hugsa sér að einhver af þess-
um húsgögnum yrðu framleidd á ný en vinsæld-
ir danskrar hönnunar frá svipuðum tíma eru
miklar. „Til þess þyrftum við að þekkja þetta
betur og segja: Við viljum íslenskt,“ segir Harpa.
Nýrri gripir eru líka á sýningunni og þar eru
sýnd verk eftir íslenska hönnuði í alþjóðlegu
samhengi, en margir hérlendir hönnuðir hafa
starfað í samstarfi við erlend hönnunarfyrirtæki
á síðustu árum. Ennfremur eru erlendir gripir á
sýningunni til að setja hlutina í alþjóðlegt sam-
hengi.
Sýningin stendur til 16. október næstkom-
andi.
Armstóll frá því um miðjan fjórða áratuginn eftir Ólaf B. Ólafs. Stál-
grindin er fjaðrandi en eikarbotninn ljær stólnum hornrétta línu sem er
brotin upp af sveigðum krómpípunum. Íslenska salún-áklæðið er í senn
þjóðlegt en líka framandi fyrir svo evrópskan stól.