SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 8
8 26. júní 2011 Ungt fólk í Evrópu er óánægt og trú þess á Evrópusambandið fer þverrandi. Þessi óánægja hefur komið fram í mótmælum á götum helstu stórborga Evrópu und- anfarið, frá Barcelona til Dyfl- innar, frá Lissabon til Aþenu. Meginástæðan er slæmar fram- tíðarhorfur. Atvinnuleysi er meira meðal ungs fólks en eldra fólks í ríkjum Evrópusambandsins og sums staðar er ástandið geigvæn- legt. Á Spáni er atvinnuleysi með- al fólks á aldrinum 15 til 24 ára 44,4% og 36,1% hjá sama aldurs- hópi á Grikklandi. Á Spáni er menntun engin ávís- un á atvinnu. Í nýjasta tölublaði Der Spiegel er talað við ungan mann, Oleguer Sagarra, sem grip- ið hefur til aðgerða. „Bjargi sér hver sem betur getur,“ segir Sag- arra þegar hann er spurður um hugarfar jafnaldra sinna. Hann var í hópi um 50 manna sem útskrif- uðust með háskólagráðu í eðl- isfræði í Barcelona fyrir ári: „Einn fann vinnu. Einn af yfir 50.“ Unga fólkið vill ekki byltingu, það vill beint lýðræði, umbætur atkvæðisréttarins og draga úr völdum fjármálafyrirtækja. Áletr- un á mótmælaspjaldi segir sína sögu: „Við erum ekki á móti kerf- inu, kerfið er á móti okkur.“ Reiðialda ungs fólks með lélegar horfur í Evrópu Grikkir mótmæla óformuðum niðurskurði stjórnvalda. Reuters M yntbandalag Evrópu er í uppnámi. „Tíu dagar til að bjarga evrunni og ESB setur traust sitt á Aþenu,“ sagði í fyrirsögn fréttaskýringar AFP um leiðtogafund Evrópusambandsins á föstudag. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði að verið væri að „bjarga 50 ára starfi“ og gaf til kynna að Evrópusambandið allt væri í húfi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að í Brussel hefði náðst „mikilvægt póli- tískt samkomulag um að koma á stöðugleika evrunnar“. En er það um seinan? Það er nið- urstaða þýska vikuritsins Der Spiegel sem birti á forsíðu í vikunni mynd af líkkistu, sem búið var að breiða gríska fánann yfir og ofan á henni var mynd af evru með sorgarborða. „Skyndilega og viðbúið,“ sagði í fyrirsögn og undir henni stóð: „Í minningu sameiginlegrar myntar.“ Sama hugsunin býr í raun að baki forsíðu breska blaðsins The Economist þar sem er mynd af jakkafataklæddum manni með skjalatösku sem horfir ofan í niðurfall. „Ef Grikkland fell- ur …,“ segir í fyrirsögninni og nærtækast að bæta við, „… fer allt í vaskinn“. Þeir sem þekkja Ilíonskviðu vita að rétt er að varast gjafir Grikkja. Þeir eru greinilega einnig varasamir í myntsamstarfi. Ár er síðan byrjað var að reyna að bjarga grískum efnahag og ekk- ert gengur. Í vikunni var samþykkt að koma Grikklandi til bjargar öðru sinni og hétu leið- togar ESB því að gera „allt sem þyrfti“ til að veita gjaldmiðlinum skjól. Áætlunin á þó eftir að fara í gegnum tvær atkvæðagreiðslur á gríska þinginu fyrir 30. júní og þykir fimm atkvæða meirihluti Georgiosar Papandreous forsætisráð- herra heldur naumur. Annars vegar þarf hann að fá þingið til að kyngja 28 milljarða evra nið- urskurði á fimm árum og hins vegar knýja í gegn sölu ríkiseigna, sem vonast er til að skili 50 milljörðum evra. Nokkrir þingmenn stjórnarflokks sósíalista eru á báðum áttum og það er spurning hvaða áhrif það mun hafa á þá þegar mótmælakór grísks almennings hefur upp raust sína fyrir ut- an þingið á næstu dögum. Ben Bernanke, yf- irmaður bandaríska seðlabankans, sagði að það „myndi ógna fjármálakerfum Evrópu, fjár- málakerfi heimsins og pólitískri einingu Evr- ópu“ ef björgunaraðgerðirnar brygðust. Í allri þessari umræðu er reynt að horfa fram hjá hinni undirliggjandi spurningu: Geta Grikkir greitt skuldir sínar? Flest bendir til þess að þeir geti það ekki og því verði einfaldlega að hætta afneituninni og afskrifa hluta af skuldum þeirra. Skuldir þeirra nema nú um 160% af vergum þjóðartekjum og telur The Economist að með því að minnka þær um helming yrðu þær Grikkjum viðráðanlegar. Vandinn er hins vegar sá að Þjóðverjum hugn- ast ekki að borga brúsann fyrir skuldir annarra evruríkja. Í Þýskalandi var mikil andstaða við að leggja niður þýska markið og það var aðeins pólitískt gerlegt með fögrum fyrirheitum um að ríki evrusvæðisins yrðu að standa á eigin fótum. Evrusvæðið yrði myntbandalag, en ekki til- færslubandalag þar sem peningar flæddu frá vel stæðum ríkjum til illra stæðra. Nú er hið gagn- stæða að verða raunin þrátt fyrir að pólitískir leiðtogar reyni að láta líta út fyrir að svo sé ekki. Er evran komin á síðasta snúning? Myntbandalag verður að til- færslubandalagi fjármuna „Þjóðir Evrópu, rísið upp!“ segir á kröfuspjaldi á mótmælafundi á Nept- uno-torgi í Madríd. Myntbandalagið er í uppnámi og hriktir í stoðum ESB. Reuters Georgios Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, gengur framhjá Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á leiðtogafundi ESB í Brussel á fimmtudag. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Milton Friedman spáði því að evran myndi ekki standast sína fyrstu prófraun áður en hún var tekin upp. 2002 bætti hann í og sagði: „Evrulandið leysist upp eftir fimm til 15 ár.“ Hann var ekki einn um að benda á að í samstarfi ólíkra hagkerfa myndi skapast spenna, og póli- tískur vilji til myntsamstarfs dygði skammt. Spádómur Friedmans 30%afsláttur Verð áður 1498 kr. kg. Grísahnakki á spjóti, hvítlauks- og rósmarín marineraður eða New York 1049kr.kg fyrst og fremst ódýrt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.