SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 19
26. júní 2011 19 Hæstu fjárframlög til herafla árið 2010 (í milljörðum Bandaríkjadala) 700 600 500 400 300 200 100 0 Bandaríkin 4,8% Kína* Bretland Frakkland Rússland* Japan Sádí Arabía** Þýskaland* Indland Ítalía* Brasilía Suður Kórea Ástralía Kanada* Tyrkland* 2,1% 2,7% 2,3% 4,0% 1,0% 10,4% 1,3% 2,7% 1,8% 1,6% 2,8% 2,0% 1,5% 2,4% Heimild: SIPRI *Áætlað **Löggæsla og björgunarstarf innifalið Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu drægist saman um fjórðung í mesta nið- urskurði til varnarmála í 40 ár. Þetta kom fram í skýrslu endurskoðunarskrifstofu hins opinbera þar sem sagði að framlög til nýrra hergagna yrðu skorin niður um næstum því helming til þess að stoppa upp í 38 milljarða punda fjárlagagat. Bretar eins og litlu ríkin í Evrópu Vikublaðið The Sunday Times hafði af þessu tilefni eftir Dannatt lávarði, fyrrver- andi yfirmanni breska heraflans, að þessi niðurskurður væri „fordæmalaus“ og myndi færa Bretland „niður til litlu ríkjanna í Evrópu“. Hann bætti við: „Ef við viljum vera lítil þjóð er það gott og vel, en við getum ekki þóst vera millistórt veldi lengur.“ Í frétt blaðsins af niðurskurðinum sagði að yfirmenn breska hersins væru í losti út af honum. Bretar eru ekki einir um að skera niður til varnarmála. Niðurskurðurinn nær til allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Þjóðverjar hafa sett herskyldu á ís og ætla að skera útgjöld til varnarmála niður um 11 milljarða dollara á næstu þremur árum. Fækka á um 60 þúsund manns í þýska hernum, fara úr 240 þúsund í 160 þúsund manna her. Svíar afnámu herskyldu í fyrrasumar og fækkuðu nýliðum, sem teknir eru inn árlega um helming. Hol- lendingar ætla að skera niður niður um 15% í varnarmálaráðuneytinu. Ítalir ætla einnig að skera niður. Rasmussen varar við breikkandi bili Á öryggisráðstefnu í München í febrúar varaði Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, við niðurskurðinum og sagði að hann gæti haft alvarlegar af- leiðingar. „Ef skorið er of djúpt munum við ekki geta varið öryggið, sem lýðræðissam- félög okkar og velmegandi hagkerfi treysta á,“ sagði hann. „Við tökum áhættuna á því að bilið á milli Evrópu og Bandaríkjanna breikki. Rasmussen ítrekaði síðan áhyggjur sínar og orð Gates í viðtali við dagblaðið The Guardian 16. júní þar sem hann benti á að fyrir tíu árum hefðu útgjöld Bandaríkja- manna til varnarmála verið um helming- urinn af öllum varnarmálaútgjöldum Bandalagsins, en nú væri hlutur þeirra 75%. Sagði Rasmussen að stigju Evr- ópuríkin í NATO ekki fram væri hætta á að „bandalag okkar veikist“ og verði „tví- skipt“. Neyðast Bandaríkin til að ganga úr NATO? Daginn áður hafði Gates sagt á Bandaríkja- þingi að of lítil fjárframlög annarra NATO- ríkja myndu á endanum leiða til þess að Bandaríkin neyddust til þess að ganga úr bandalaginu. „Raunveruleikinn er sá að um leið og þeir skera niður á fjárlögum til varnarmála og … hafa ekki fjárfest í varn- arkostum sínum gerist það sjálfkrafa að auknar byrðar fjalla á Bandaríkin,“ sagði Gates. „Ég held því að þetta sé alvarlegt vandamál. … En ég held að okkar eigin fjármálavandi og það sem blasir við okkur við að fara yfir bandarísku fjárlögin til varnarmála stilli þessu máli upp á miðju sviði með allt öðrum hætti en verið hefur.“ Í áðurnefndum dálki Karlamagnúsar í The Economist var vikið að því að Gates hefði sérstaklega hrósað nokkrum ríkjum til að gera hlutfallslega meira en önnur í sprengjuherferðinni í Líbíu. Nefndi hann Noreg, Danmörku, Belgíu og Kanada. Þar er vitnað í ónefndan bandarískan embætt- ismann, sem veltir fyrir sér hvort það sé vegna þess að þessi ríki líti svo á að aðgerð- in í Líbíu snúist ekki um að stórveldi sé að hnykla vöðvana eða hið endalausa og illa skilgreinda „stríð gegn hryðjuverkum“, heldur sé í nafni mannúðar; fyrsti próf- steinninn á hina nýju stefnu Sameinuðu þjóðanna um „ábyrgðina á að vernda“. „Örlög Líbíumanna í stríðinu gegn Gaddafi eru ekki bara í húfi,“ skrifar dálkahöfund- urinn, „heldur skuldbinding Evrópu til að reka – og þegar nauðsynlegt er – beita al- vöruherafla. Ábyrgðin á að vernda krefst fyrst og fremst getunnar til að vernda.“ Bresk herþyrla hefur sig á loft. Aðgerðir NATO í Líbíu þykja hafa sýnt bresti í banda- laginu og hafa Bandaríkjamenn gagnrýnt evr- ópsku aðildarríkin harkalega fyrir hern- aðarlegan vanmátt. Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands, ræðir við Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalags- ins, og Bill Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Rasm- ussen og Gates hafa undanfarið gagnrýnt vanbúnað evr- ópskra aðildarríkja NATO harkalega. Reuters ’ Þess utan hefur öflugasta hern- aðarbandalag sögunnar aðeins haldið uppi aðgerðum í 11 vikur á móti illa vopnuðum her í strjálbýlu landi og þegar eru margir bandamenn byrjaðir að vera uppiskroppa með skotfæri og þurfa – enn einu sinni – á Bandaríkjunum að halda til að brúa bilið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.