SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 25
26. júní 2011 25 Að öðru leyti kennir margra grasa í gall- eríinu, þar getur að líta gler, textíl, ker- amik, steina, málm, tré og postulín. „Við leggjum upp úr gæðunum, þetta eru ekki þessir dæmigerðu minjagripir. Þeir eiga vitaskuld alveg rétt á sér en okkur langaði að vera með aðrar áherslur. Hafandi sagt það teljum við líka mikilvægt að munirnir séu á viðráðanlegu verði,“ segir Heba og Þorkell bætir við að nauðsynlegt sé að horfa á heildarmyndina, hvað fari saman. Meðal listamanna sem eiga verk í galleríi- inu má nefna Dýrfinnu Torfadóttur skart- gripahönnuð, Pál Kristjánsson hnífagerðar- mann, keramíklistakonuna Koggu, Sigrúnu Einarsdóttur glerlistakonu í Bergvík á Kjal- arnesi, Snjólaugu Guðmundsdóttur text- íllistamann á Brúarlandi og móður Hebu, Þóru Hafdísi Þorkelsdóttur glerverkskonu í Borgarnesi. „Þetta er mjög breiður hópur og gaman að segja frá því að sumt af þessu fólki hefur haft samband við okkur af fyrra bragði,“ segir Þorkell og Heba bætir við að þau vilji gjarnan taka inn muni úr héraði. „Fólk má endilega hafa samband og sýna okkur hvað það hefur upp á að bjóða. Við tökum svo afstöðu til þess hvort það passar inn í heildarmyndina hjá okkur.“ Grunnþemað er að verkin séu íslensk en Heba og Þorkell segja einnig æskilegt að gleðin ráði ríkjum. Gallerí Gersemi sé öðr- um þræði óður til gleðinnar. „Við erum að gera þetta með hjartanu og njótum þess að selja muni sem færa fólki gleði,“ segir Þor- kell. Ánægð með viðtökur Það er kúnst að koma á fót galleríi og hjónin nutu aðstoðar Dóru Hansen innanhúss- arkitekts fyrir opnunina. „Dóra er hjá Inn- anhúsarkitektum 1a og er alveg frábær á sínu sviði,“ segir Heba. „Hún hefur mikinn áhuga á þessu svæði enda með bústað í Borgarfirðinum. Hún hefur líka hannað fyrir Hótel Hamar og nýja landshluta- upplýsingamiðstöð í Borgarnesi.“ Gallerí Gersemi hefur verið opið í rúman mánuð og Heba og Þorkell eru afar ánægð með viðtökur. Þau segja Íslendinga og út- lendinga skiptast í svo til jafnar fylkingar en mikið veltur vitaskuld á erlendum ferða- mönnum yfir sumartímann. „Við erum að- eins byrjuð að kynna okkur og þetta er greinilega farið að spyrjast út,“ segir Heba en með stuttu millibili hafa þau tekið á móti tveimur stórum hópum. Meirihluti gesta til þessa er konur, karl- arnir bíða gjarnan fyrir utan. „Þeir nenna ekki inn en koma svo auga á hnífana hans Páls í glugganum. Þá koma þeir rjúkandi inn,“ segir Þorkell sposkur á svip. Heba og Þorkell renna blint í sjóinn, segj- ast ekki hafa hugmynd um hvort markaður sé fyrir listhús af þessu tagi í Borgarnesi. „Oft er sagt að fyrirtæki þurfi þrjú ár til að koma undir sig fótunum og við erum reiðubúin að gefa þessu tíma. Þetta er fyrsta sumarið okkar og við erum undir það búin að traffíkin verði minni í vetur. Ætli við sjáum það ekki nokkurn veginn eftir tvær vertíðir hvort þetta er raunhæft eða ekki. Vonandi höfum við veðjað á réttan hest.“ Hnífar eftir Pál Kristjánsson. Skartgripir eftir Dýrfinnu Torfadóttur. Þessi veggur verður jafnan lagður undir ljósmyndasýningu. Ljósmynd eftir Þorkel Þorkelsson. Hann starfaði um langt árabil á Morgunblaðinu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.