SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 6
6 26. júní 2011
James Bulger hafði marga þræði í hendi sér á vel-
mektarárunum í Boston og það var engin tilviljun að
hann lagði á flótta skömmu áður en lögregla hugðist
góma glæpaforingjann og höfða mál gegn honum á
sínum tíma. Vinur hans, starfsmaður alríkislögregl-
unnar (FBI), hvíslaði því að Bulger hvers kyns var og
kauði lét sig hverfa.
Beggja vegna borðsins
Eftir að hann var horfinn kom í ljós að Bulger var ekki
allur þar sem hann var séður. Auk glæpamennsk-
unnar hafði hann nefnilega starfað á laun fyrir FBI;
hafði látið stofnuninni ýmsar upplýsingar í té um
aðra glæpamenn, væntanlega gegn því að ekki yrði
ráðist til atlögu gegn honum sjálfum. Því vöknuðu
grunsemdir um að ef til vill væri það ekki helber til-
viljun að árangurslausar tilraunir stofnunarinnar við
að handsama Bulger voru einmitt árangurslausar.
Því hélt dagblaðið Boston Globe að minnsta kosti
fram í fullri alvöru.
Yngri bróðir glæpaforingjans, William M. Bulger,
var um árabil mikilsvirtur stjórnmálamaður í Boston.
Hann er lögfræðingur að mennt en sat á ríkisþinginu
fyrir Demókrataflokkinn og var í forsæti efri deildar
löggjafarþings ríksins í tæpa tvo áratugi. Hann hætti
í stjórnmálum 1996 og var þá skipaður forseti rík-
isháskólans í Massachusetts. Bulger yngri sagði sig
frá því embætti árið 2003 vegna þrýstings frá þáver-
andi ríkisstjóra í kjölfar þess að hann neitaði að tjá
sig um meint samskipti við bróður sinn, við yf-
irheyrslur þingnefndar.
Ber er hver að baki …
Reuters
S
tórleikarinn Jack Nicholson hefur
brugðið sér í margra kvikinda líki.
Hann er til að mynda ógleymanlegur í
hlutverki skúrksins Franks Costello,
glæpaforingja í Boston, í kvikmyndinni The
Departed frá 2006, í leikstjórn Martin Scorsese.
Ekki er víst að öllum sé það ljóst, en Costello
þessi átti sér fyrirmynd í alvöru illmenni, James
„Whitey“ Bulger sem hefur verið á flótta í 16 ár,
en lögregla náði loks í vikunni.
Gælunafnið Whitey fékk Bulger á sínum tíma
fyrir silfurgráan makka en ekki er hægt að segja
að yfirvaldið hafi loks haft hendur í gráu hárinu,
því hinn aldni glæpaforingi, sem orðinn er 81
árs, skartar nú gljáfægðum skalla en vel snyrt
alskeggið er altjent grátt.
Morð – fjárkúgun – eiturlyfjasala
Bulger var stundum nefndur Hrói höttur, vegna
þess að hann kvaðst ætíð leggja áherslu á að
hjálpa þeim sem minna máttu sín í Boston, en
hann mun nú svara til saka vegna 19 morða sem
hann er talinn ábyrgur fyrir. Auk þess fyrir fjár-
kúganir og eiturlyfjasölu.
Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar
(FBI) hafa leitað Bulgers víða um heim, en hann
fannst, ásamt unnustu sinni til margra ára, í
íbúð steinsnar frá ströndinni í Santa Monica-
hverfinu í Los Angeles. Þar hafa þau líklega
hafst við í áratug. Þrumu lostnir nágrannar
sögðu, eftir að parið var handtekið, að Bulger –
sem kallaði sig Charles Gasko – hefði látið lítið
fyrir sér fara en þó virkað önugur.
FBI hafði beitt margvíslegum aðferðum í
gegnum tíðina. Sést hafði til Bulgers í Lund-
únum fyrir rúmum áratug og í tvígang í Los
Angeles, skv. vísbendingum sem FBI bárust, en
það var loks eftir að ákveðið var að beita nýstár-
legri aðferðum en áður til þess að freista þess að
finna Bulger, að eitthvað gerðist.
Í byrjun vikunnar var myndum af Bulger og
Catherine Elisabeth Greig, eins og þau voru talin
líta út nú, dreift á Twitter og Facebook og aðeins
fáeinum klukkustundum síðar hafði tístið skilað
árangri. Hringt var á skrifstofu FBI í Los Angel-
es: á línunni var maður sem kvaðst oft eiga leið í
íbúðablokk í Santa Monica, steinsnar frá fögru
flæðarmáli Kyrrahafsins, og taldi fólkið á
myndunum búa þar. Og viti menn; þar leyndust
skötuhjúin. Í íbúðinni fannst töluvert af vopn-
um og mikið reiðufé; Los Angles Times sagði
það 800.000 dollara, andvirði rúmlega 93 millj-
óna króna, en það hefur ekki verið staðfest.
Foringi hjá FBI í Boston segir að í gegnum árin
hafi gífurleg vinna verið lögð í að finna Bulger.
Að þessu sinni átti að leggja áherslu á að finna
Greig, unnustu glæpaforingjans. FBI hafði vitn-
eskju um að hún vann á sínum tíma sem tann-
fræðingur og því var nefnt, í tilkynningu á
mánudaginn, að hún væri mjög líklega með vel
hirtar tennur. Einnig að hún sækti líklega
snyrtistofur og hefði ákaflega gaman af dýrum.
FBI auglýsti líka eftir konunni í sjónvarps-
stöðvum í 14 borgum Bandaríkjanna, einkum í
þáttum sem höfða mjög til kvenna á hennar
aldri, um sextugt. Áður höfðu verið keyptar
auglýsingar í tímaritum tannlæknafélaga og
lýtalækna í þeirri von að fagmenn á þeim svið-
um hefðu sinnt dömunni og gætu bent á hana.
Los Angeles var reyndar ekki ein þeirra borga
sem þessar auglýsingar birtust í sjónvarpi en sá
sem hringdi í lögregluna hafði aftur á móti séð
myndir frá lögreglunni á hinum „nýju“ miðl-
um.
Einn 10 eftirsóttustu
Með einhverjum hætti, sem FBI vill ekki upp-
lýsa hver var, var Bulger lokkaður út úr íbúð-
inni og handtekinn og Greig síðan gómuð inn-
andyra. Hvorugt sýndi mótspyrnu og staðfestu
rétt nöfn sín, þegar þau komu fyrir dómara í
borginni.
FBI bauð 100.000 dollara, tæpar 12 milljónir
króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til hand-
töku Greig, en fyrir vísbendingar sem gætu orð-
ið til þess að klófesta Bulger sjálfan var stofn-
unin reiðubúin að greiða 2 milljónir dollara,
rúmlega 230 milljónir, meira en nokkru sinni
hefur verið heitið í slíku tilfelli.
Bulger hefur verið á lista yfir þá 10 glæpa-
menn innlenda sem FBI var mest í mun að ná í
skottið á, síðan 1999.
Byggt á Washington Post og AFP.
FBI náði
fúlmenni
eftir tíst
Bulger fyrirmynd
glæpaforingjans
í The Departed
Jack Nicholson, til hægri, í hluverki glæpaforingjans Franks Costello, og Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni The Departed.
ReutersVikuspegill
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
James Bulger var
sagður óvenjugrimm-
ur glæpaforingi. Yf-
irvöld gruna hann um
að hafa fyrirskipað
19 morð en ekki er
loku fyrir það skotið
að þau séu fleiri. Sög-
ur herma að hann
hafi jafnan skipað
svo fyrir að tennur
fórnarlambanna
væru rifnar úr svo
ekki væri hægt að
bera kennsl á líkin.
Bulger beit
frá sér
www.noatun.is
www.noatun.is
Pantaðu veisluna þína á
eða í næstu Nóatúns verslun
Grillveislur
1299
Á MANN
VERÐ FRÁ
MEÐ MEÐL
ÆTI
Grísahnakkasneiðar
Lambalærissneiðar
Kjúklingabringur
Lambafille
Þín samsetning
Grillveislur Nóatúns