SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Síða 10
10 11. september 2011
M
ér hefur oft orðið hugsað til þess með hvaða hætti
sagnfræðingar samtíðarinnar munu afgreiða í
sögubókum þann svarta blett sem 33 þingmenn
settu á sögu Alþingis í vetur er leið, er þeir ákváðu
að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, einan
fyrrverandi ráðherra, fyrir landsdóm.
Væntanlega munu þingmenn VG og þeir þingmenn Samfylk-
ingarinnar sem greiddu atkvæði með þessum hætti fá sinn dóm,
fyrir pólitískar ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingi. Þessi
blettur verður aldrei afmáður af sögu Alþingis. Hann mun fylgja
þrjátíuogþremenningunum út yfir gröf og dauða.
Raunar fannst mér að
snilldarmynd félaga míns
RAX (Ragnars Axelssonar) á
forsíðu Morgunblaðsins sl.
þriðjudag, sem er eins og nú-
tímaútlegging á krossfesting-
unni, segði allt sem segja þarf.
Nú er það ekki svo, að ég
ætli á nokkurn hátt að leggja
þá að jöfnu, Jesú Krist og
Geir, aldrei og alls ekki, en
fréttalega var þessi mynd
RAX svo sterk og táknræn,
þar sem Geir situr og horfir
alvörugefinn fram fyrir sig og
við hliðina á honum er Andri
Árnason, verjandi hans og
horfir til himins. Bak við þá
gnæfir svo krossinn í glugg-
um Þjóðmenningarhússins,
þar sem landsdómur kom
saman á mánudagsmorgun,
til þess að fjalla um frávís-
unarkröfu lögmanns Geirs.
Mér þóttu rök Andra verj-
anda mjög sterk. Hann benti
réttilega á að rannsókn máls-
ins hefði verið verulegum
annmörkum háð; engin
skýrsla hefði verið tekin af
ákærða eða vitnum áður en
málið var höfðað, ákæruatriði
væru óljós og orðalag oft afar
loðið. „Ég lít svo á að búið sé að snúa sönnunarbyrðinni við, að
hann eigi að sanna sakleysi sitt,“ sagði Andri m.a. við landsdóm.
Og aumt var það yfirklórið hjá saksóknara Alþingis, Sigríði J.
Friðjónsdóttur, þegar hún sagði, sem andsvar við þeirri gagnrýni
verjanda Geirs að engin skýrsla hefði verið tekin af Geir við
rannsókn malsins, „að verjandi Geirs hefði auðveldlega getað
farið fram á að Geir fengi að skýra mál sitt“, eins og það var orð-
að í frétt hér í Morgunblaðinu sl. þriðjudag.
Bíðum nú við. Er það í verkahring grunaðs manns að óska eftir
því við rannsakendur í sakamáli að fá að skýra mál sitt? Er það
ekki hluti af því réttarfari sem við búum við, eða öllu heldur eig-
um að búa við, að þeir sem rannsaka hugsanleg sakamál yf-
irheyri þá sem grunaðir eru og komist til botns í því hvort grun-
urinn á við rök að styðjast eða ekki?
Átti Geir að hringja í Atlanefndina svokölluðu og segja við þau:
„Mér er sagt að þið grunið mig um glæpsamlegt athæfi. Viljið þið
ekki vera svo væn að yfirheyra mig og kanna hvort grunur ykkar
á við rök að styðjast?“
Hér snýr saksóknarinn öllu á hvolf og lætur eins og það sé í
verkahring hins grunaða að sjá til þess að rannsakendur yfir-
heyri hann. Þetta er svo sorglegt, í septembermánuði árið 2011,
að það nær ekki nokkurri átt.
Vissulega er þessi framkoma saksóknara Alþingis, sem fyrr á
þessu ári var skipuð ríkissaksóknari, fyrst kvenna, ekki gæfulegt
veganesti yfir í það embætti.
Innan þriggja vikna mun landsdómur svo ákveða hvort hann
fellst á röksemdir verjanda Geirs og vísar málinu frá. Ekki ætla ég
að halda því fram að slík frávísun myndi hreinsa þingmennina 33
af gjörðum sínum, en heldur myndi hún þó skána myndin af ís-
lensku réttarfari.
Landsdómur
og sagan
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
’
Mér er sagt að
þið grunið mig
um glæpsam-
legt athæfi.
Viljið þið ekki vera
svo væn að yfirheyra
mig og kanna hvort
grunur ykkar á við
rök að styðjast?
Gunnhildur Ólafsdóttir er deild-
arstjóri í búsetukjarna fyrir geð-
fatlaða í Reykjavík:
07:15 Vekjaraklukkan
hringir. Stutt djúpöndun og drífa
sig svo á fætur. Ískalt vatn,
hafragrautur með bláberjum –
orkubomba út í daginn. Man eftir
að taka lýsi. Róta í fatahrúgum
og snyrtikörfum. Merkilegt hvað
það virðist alltaf vera mun erf-
iðara að finna hluti svona
snemma morguns!
08:00 Mætt í vinnuna. Byrja
vinnudaginn á að hella upp á
kaffi og spjalla við íbúa. Notaleg
morgunstund. Opna dagbókina
og renni yfir verkefnin fram-
undan.
09.00 Geng hring um hverfið
með einum íbúa, eins og vana-
lega mætum við nokkrum kött-
um á vappi.
10.00 Starfsmannafundur.
Rætt um hvernig hefur gengið
undanfarið, allir nokkuð sáttir
eftir sumarið.
Farið yfir tenglavinnu og
vaktabreytingar. Endalaust hægt
að tala um starfið svo tíminn
flýgur áfram.
12.30 Ávöxtum og öðru góð-
gæti skellt í blandarann – nauð-
synlegt fyrir samviskuna.
16:00 Trítla heim. Finn að
líkaminn þarf nauðsynlega á
frekari hreyfingu að halda. Verð
að henda í eina þvottavél, ekki
nógu dugleg við það undanfarið
og því af nægu að taka. Blessuð
húsverkin!
16:15 Íhuga að hendast í
ræktina en hugsa svo að nægur
tími verður til þess þegar kuld-
inn kemur. Sit stundarkorn við
gluggann og horfi á aldrað tréð í
garðinum. Kveiki á tölvunni og
kíki á netið, auðvelt að tapa tím-
anum yfir frétta- og spjallsíðum,
en eftir alla inniveruna brýst
súrefnisþörfin snögglega út.
Loka tölvunni án frekari um-
hugsunar. Best að drífa sig út á
meðan veðrið er svona!
16.30 Fer í Sundhöllina. Ætti
auðvitað að taka sundsprett en
heiti potturinn heillar meira
þessa stundina. Losna við stress-
ið og hreinsa hugann. Gufa í
stutta stund og svo upp úr al-
gjörlega endurnærð. Dásamlegt!
17.30 Rölti niður Skóla-
vörðustíginn, flottasta gata
borgarinnar. Sé að Súfistinn í
Iðuhúsinu er horfinn, þar fékk
maður besta kaffið! Finn annað
kaffihús, langar í góðan kaffi-
bolla og kíkja í blöðin. Mannlífið
skemmtilegt, allskonar fólk á
ferli. Örlítið byrjað að vera
haustlegt úti, þægileg tilfinning
sem því fylgir.
19:00 Horfi á kvöldfréttir.
Man sem betur fer eftir að taka úr
vélinni. Lítið um eldamennsku í
kvöld.
20.30 Heyri í systur minni,
fallegt kvöld svo við ákveðum að
taka kvöldgöngu í kringum
Rauðavatn, passleg vegalengd
síðla dags. Dökkbrúnn Labra-
dorprins kemur með, mikill
orkubolti sem æðir áfram og við
systur reynum að halda í við
hann. Hressandi félagsskapur,
svo sannarlega. Blankalogn og
vatnið spegilslétt í rökkrinu.
Alltaf er nú langbest að vera bara
einhvers staðar úti í náttúrunni.
22.15 Komin í kotið og upp í
sófa. Athuga sjónvarpsdag-
skrána, ekkert þar sem vekur
áhuga. Skoða stöðuna á Feisbúkk
– þar er alltaf nóg að gerast! Ljúf
tónlist í tækið, kveiki á kertum
og slaka á.
23.45 Farin að sofa.
Dagur í lífi Gunnhildar Ólafsdóttur, deildarstjóra í búsetukjarna
Eftir vinnu fór Gunnhildur út að ganga við Rauðavatn með dökkbrúnum Labradorprinsinum.
Spegilslétt vatnið
Miðasala 568 8000
borgarleikhus.is
Áskriftar-
kortið mitt
Högni Egilsson
í Hjaltalín