SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Qupperneq 16

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Qupperneq 16
16 11. september 2011 Þ etta var eins og að hitta kæran vin sem framtennurnar hafa verið rifnar úr svo skín í skörðin. Skyndilega var komin eyða í röð skýjakljúfanna sem skapa þekktustu borgarmynd heims, borg- armynd sem blasti við mér daglega í nokkur ár. Í stað tveggja bjartra og spegilgljáandi turna sem gnæfðu yfir fjármálahverfið syðst á Manhattan, steig nú reykjarmökkur upp í himininn. Þeir voru alltaf þarna þessir turnar, frá því ég kom fyrst til borgarinnar, fullir af fólki og fyrirtækjum, jafn sjálf- sagðir í yfirþyrmandi hæð sinni og gulu leigubílarnir og óþreytandi taktur mannlífsins. Nú sögðu sumir borgarbúar að Tvíburaturnarnir hefðu verið svo sjálf- sagður hluti umhverfisins að þeir myndu ekki nákvæmlega hvar þeir hefðu staðið. Samt voru bara nokkrir dagar síðan tvær þotur fullar af lifandi fólki – mæðr- um, feðrum, ömmum, öfum og hryðju- verkamönnum, og bensíni – flugu inn í þessar einkennisbyggingar New York- borgar. Nú steig þar reykur upp af rústahaug og frá honum lagði daufa lykt; ertandi lykt af sviðnu plasti og steypuryki. „Þetta hefur verið skelfilegt,“ segir Escobar í innrituninni á hótelinu við Kínahverfið, dæsir og hristir höfuðið. „Það eru svo margir búnir að afpanta. Nú eru bara hérna fréttamenn og fólk utan af landi sem vinnur við björgunar- aðgerðir; lögregla og leitarmenn.“ Síðustu tvo daga hafa yfirvöld hleypt óbreyttum borgarbúum nær hamfara- svæðinu, nær haugnum tröllvaxna sem var World Trade Center og nálægar skrifstofubyggingar. Íbúar hafa smám saman snúið aftur í hverfið, í sumum tilfellum inn á heimili þakin gráum salla, og eigendur hafa opnað fyrirtæki sín að nýju. Broadway, það fræga breiðstræti, liggur á ská suður eftir Manhattan-eyju og suður af Canal Street fær fólk að ganga eftir gangstéttinni að aust- anverðu. Það er komið kvöld þegar ég kem til borgarinnar og dimmt þegar ég geng þangað niður eftir. Það byrjar að rigna. Reykjarmekkinum slær niður í gljúfrin milli hárra bygginganna og lykt- in umlykur mann. Stæk bruna- og sviðalykt. Ég sé hóp fólks standa á gatnamótum, fyrir aftan girðingu sem lögreglan hefur komið fyrir, og horfa. Einhverjir munda myndavélar, aðrir benda. Tvær konur standa þétt saman og gráta. Þarna blasir skelfingin við. Þessi gríðarstóri haugur úr stáli og gleri; þessi skelfingar býsn af braki, svo miklu um- fangsmeiri en nokkur fréttaljósmynd hefur náð að sýna mér. Og samt er það bara brot af heildarumfanginu sem glitt- ir í á milli húsanna þar sem við stöndum á horni Broadway og Fulton Street. Kranabómur sveiflast yfir jaðri haugsins og tilsýndar sjást menn, furðu smáir með hvíta hjálma, og yfir sviðinu rís eitthvað af neðsta hluta stálgrindarinnar sem var ytra byrði annars turnsins; nú er hún snúin og brotin og minnir á for- sögulega beinagrind. Allt í kring æpandi glerlausir gluggar og laskaðir veggir nærliggjandi húsa. Þetta er skelfileg og yfirþyrmandi sjón. Og svo tilhugsunin um að þarna í brakinu séu öll þessi lík. Hverfið nötrar af öskurkór dísilmótora í yfirstærðum sem útvega þá raforku sem þarf. Alls staðar eru menn að verki. Að þrífa hús og götur, glerja glugga, að færa til tæki og tól. Hópar löggæslu- manna og hermanna standa, horfa og ræða alvarlegir saman. Það rignir af sí- fellt meiri þunga.    Næsta morgunn geng ég með straumi verkamanna og skrifstofufólks inn í hverfið. Sífellt bætast nýir í hópinn; koma með ferjunum frá Staten Island eða upp úr jarðlestargöngum; eftir þeim lestarlínum þar sem göngin lögðust ekki saman þegar turnarnir hrundu. Við Broadway, í fjármálahverfinu miðju, er skartgripaverslunin Renaiss- ance. Þar blöstu Tvíburaturnarnir alltaf við þegar litið var út um gluggann. Nú eru rúðurnar þaktar ljósu ryki svo varla sést út en Leat Cohn er byrjuð að þurrka af; allt er þakið þessum ljósgráa salla. „Það varð allt brjálað hérna þegar þetta gerðist. Fólk stóð fyrir utan og öskraði,“ segir Cohn, tekur grímuna af sér og grettir sig þegar stæk reykj- arlyktin sest í vitin. „Ég leit bara upp og sá eldinn,“ segir hún. „Þegar seinni þot- an kom vissum við að þetta var ekki slys. Allir öskruðu. Margir flýttu sér að loka búðunum. Svo hrundi fyrri turn- inn. Eftir að sá seinni fór lokuðum við. Og svo var bara að hlaupa eins hratt og maður gat. Ruslið var með ólíkindum, og reykurinn. Þetta var eins og í kvik- mynd, bara verra.“ Hún þagnar, kemur grímunni aftur fyrir vitin og bætir svo við: „Ég vildi að þetta hefði verið kvik- mynd.“ Neðst á Broadway stendur mikið og öflugt naut úr bronsi, tákn kapps og áræðni á fjármálamarkaðinum. Á horn þess hefur bandaríski fáninn verið hengdur. Á rassinn hefur einhver límt mynd af Osama bin Laden. Ég geng aftur norður Manhattan, upp fyrir hamfarasvæðið, eftir yfirgefnum götum og framhjá verslunum þar sem eigendur og starfsmenn eru að reyna að koma hlutunum í samt lag. Þegar ég sýni blaðamannaskírteinið er mér hleypt inn á svæði sem er aðsetur björgunarmanna. Þar sem áður voru einhverjar verslanir reiða sjálfboðaliðar fram mat, sjá má stafla af dósamat og drykkjarvatni, sturtuskúra á hjólum og gámahús þar sem menn geta lagt sig. Læknar og hjúkrunarfólk eru að störfum í sjúkra- skýlum, víða eru sæti þar sem menn hvíla sig og spjalla í hálfum hljóðum. Þarna má sjá stafla af sjúkrabörum og „Og svo var bara að hlaupa“ Í dögun vitnuðu blaðabunkar á götuhorni um að George W. Bush Bandaríkjaforseti lofaði að réttlætið næði fram að ganga. Hann hélt á merki lögreglumanns sem fórst í árásinni. Við Washington Square var stór fáni hengdur á grindverk og skrifuðu vegfarendur á hann hugleiðingar sínar um árásina og ástandið í borginni. Víða spruttu upp minningareitir. Á götuhorni við Broadway horfðu íbúar á svæðinu og starfsfólk á leið til vinnu agndofa inn í rústina. Sterkur fnykur af sviðnu plasti og ryk fyllti vitin. Í langan tíma eftir árásina á Tvíburaturnana lá skuggi hryðjuverkanna yfir New York-borg og íbúum hennar. Allt flug var stöðvað í nokkra daga en blaðamaður, sem hafði búið í borginni í nokkur ár, flaug þangað þegar flug hófst að nýju, ræddi við íbúa og greindi frá upplifunum sínum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.