SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Qupperneq 22
22 11. september 2011
H
verjir eru foreldrar þínir? spyrjum við
gömlu mennirnir, ungviðinu til ama,
til að vita á því deili. Og með tímanum
gengur það ekki einu sinni svo næst er
spurt: En afi þinn og amma? Og oft fæst ekkert
svar því litlir fætur eru fljótir að forða sér undan
þessu kvabbi. En stundum er farið í hina áttina til
að kynna fólk til sögunnar. Nigel Lawson lávarður
var þekktur maður í bresku stjórnmálalífi um ára-
bil, fjármálaráðherra sem mikið kvað að og um
skeið í miklu uppáhaldi hjá forsætisráðherranum,
frú Thatcher, þótt svo færi að styttist í snúru vin-
áttunnar þar og hann viki loks úr ríkisstjórn henn-
ar. Ágreiningsefnin voru fleiri en eitt, en Evrópu-
sambandið skipti þar miklu, en járnfrúin tók að
fyllast tortryggni í garð þróunar þess á síðasta
skeiði sínu í húsinu númer 10 í Downingstræti.
Missti hún reyndar eftirmann Lawsons í fjár-
málaráðuneytinu einnig vegna þessa og varð það
hennar pólitíski banabiti. En til að færa Nigel Law-
son enn betur til bókar er rétt að geta þess að hann
er faðir hinnar þokkafullu sjónvarpsmatselju, Ni-
gellu Lawson, sem slegið hefur í gegn yfir pottum
og pönnum og er nærri því heimsþekkt fyrir vikið.
Lávarðurinn lætur til sín heyra
En pabbi Nigellu matrónu tjáði sig hins vegar ný-
lega um evruna og hafi hans gamla húsmóðir með
handtöskuna haft styrk til að lesa það hefur vísast
tekið sig upp breitt bros á brá stjórnskörungsins.
Fjármálaráðherranum fyrrverandi þykir nú líkast
því sem hann sé að horfa á hrun evrunnar í bíó þar
sem myndin er sýnd hægt, fall evrunnar sem sé
sýnt í „slow motion“. Og í takt við tilburði dóttur
sinnar ræðir hann um uppskriftina að evrunni,
enda sé til hennar að leita skýringa á óförunum.
Nigel Lawson segir að evruna hafi lengi skort lýð-
ræðislegar forsendur. Og forysturíki hennar,
Þýskaland, beri þar hvað mesta ábyrgð. Þjóðverjar
hafi ákveðið að setja kíkinn á blinda augað og láta
eins og Grikkland uppfyllti inngönguskilyrðin í
evru, kennd við Maastricht, þótt öllum hafi mátt
vera ljóst að Grikkir hefðu afbakað allt sitt talna-
verk um fjárlög og fjárhagsstöðu svo það gæti fallið
undir skilyrðin. Með öðrum orðum bara svindlað
sér inn og það hafi allir vitað. Og á þeim marklausa
grundvelli voru þeir boðnir velkomnir um borð í
evrufleyið. Til þess atburðar og annarra slíkra sem í
kjölfarið komu megi ekki síst rekja ástand evr-
unnar núna. (Sem sagt eins konar Titanic-afbrigði,
nema nú voru borgarísjakarnir teknir hver af öðr-
um borð í Esb Evru uns hún sökk undan þeim).
Lawson lávarður gaf afgerandi yfirlýsingu hinn
4. september sl. og sagði þar að samþykkt „hinnar
sameiginlegu myntar (evrunnar) væri á meðal allra
ábyrgðarlausustu pólitísku aðgerða sem stofnað
hefði verið til allt frá lokum seinustu heimsstyrj-
aldar“. Þessi dómur er tæpitungulaus og afgerandi.
En Nigel Lawson dvelur ekki lengi við hann heldur
horfir fram á veginn. Hann sér þrátt fyrir allt glitta
í góð tækifæri fyrir sitt eigið land, Bretland, vegna
evruvandamála meginlandsríkjanna. Hann sér að
evrunni verður ekki bjargað nema þá með því að
Brusselvaldið fái nýja sáttmála samþykkta í því
skyni. Það eigi Bretar að notfæra sér til að knýja á
um að „gangan langa til sífellds nánara bandalags
ESB-ríkja“ verði stöðvuð. Bretar geti við þessar
aðstæður verið í lykilhlutverki og það eigi þeir að
nýta sér til að fylgja eftir ófrávíkjanlegu skilyrði
um að í sáttmála ESB verði sett bindandi ákvæði
um fullveldi einstakra aðildarríkja. Lávarðurinn og
þeir sem hafa síðar tjáð sig á svipuðum nótum
virðast telja að lausbeislaðra Evrópusamband, sem
væri ekki lengur heltekið af gamaldags og ábyrgð-
arlausum draumi um hið evrópska stórríki, myndi
eiga mun greiðari leið að hjörtum kjósenda ein-
stakra ríkja í Evrópu en nú er. Evrukrísuna megi
því síst af öllu nýta til enn meiri samþjöppunar
valds til Brussel, eins og nú sé efst á blaði í um-
ræðunni, með stórauknum lýðræðishalla og enn
frekari sneiðingum af fullveldisrétti ríkja. Þvert á
móti eigi að nýta þetta einstaka tækifæri til að
breyta ESB í nýtt fyrirbæri sem þjóðirnar gætu
betur sætt sig við. Það er því ekki fráleitt að ætla að
Nigel gamli kunni sitthvað fyrir sér í uppskriftum
eins og hin pottþétta dóttir hans.
Á Íslandi þrífst engin evrópsk
hugsun, aðeins frasar
En á Íslandi örlar ekki á brúklegri umræðu um
Evrópumál. Þar eru allir helstu talsmenn „upp-
lýstrar umræðu“ annaðhvort í fullkominni afneit-
un þeirra staðreynda sem við öllum sjáandi mönn-
um blasa, ellegar eins og skjálfandi skuggaverur
sem forðast ljós staðreyndanna eins og þann vonda
sjálfan. Þeir tala við Íslendinga eins og þeir séu allir
óuppdregnir aular með „kíktu í pakkann kjáni og
kjóstu svo“-tali. „Pakkinn“ sá hefur staðið gal-
opinn um árabil, eins og meira að segja Bruss-
elvaldið hefur verið nægjanlega ærlegt til að benda
ítrekað á. Og launaðir „fræðimenn“ háskóla halda
því fram, eins og heimabökuðum sannindum, að
smáríki hafi mikil áhrif í Evrópusambandinu. Engu
breytir þótt þetta „nævitet“ gangi þvert á allt sem
þekkt er. Nefna „fræðingarnir“ helst Möltu til
sanninda, sem er nánast jafn stór Grímsstöðum á
Fjöllum og á að hafa rýmri aðgang en aðrir að
nokkrum sardínum við sína strönd, sem engu
skipta fyrir sjávarútvegsstefnu ESB. (Kannski sæk-
ir kínverski kúltúristinn um aðgang að ESB fyrir
Grímsstaði á Fjöllum. En kíkir þó vonandi fyrst í
pakkann).
ESB-saga Finna
Finnum var skiljanlega mikið í mun að komast í
Evrópusambandið á meðan nágranninn í austri,
sem svo lengi hafði haft hönd í bagga með þeim,
var enn ringlaður eftir hrun Sovétríkjanna. Finnar
voru lengi eftir inngöngu frægir fyrir að samþykkja
allt sem frá Brussel kom möglunarlaust og án
minnstu tafar. Var Finnland iðulega nefnt, því til
hróss, sem fyrirmynd um land sem færi afar vel í
taumi Brusselvaldsins. En jafnvel hinu evrópska
fyrirmyndarlandi er farið að verða órótt. Um það
segir á Evrópuvaktinni: „Vegna kreppunnar á
evru-svæðinu hafa mikilvægar ákvarðanir varð-
andi hana verið teknar utan opinberra stofnana
Evrópusambandsins. Þá skortir á að samdar hafi
verið samstarfsreglur til dæmis fyrir evru-hópinn
Reykjavíkurbréf 09.09.11
Alþjóðlegar uppskriftir