SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Side 45
11. september 2011 45
Lesbók
E
rtu búinn með bókina
sem ég lét þig hafa?“
spyr kollegi minn mig
nánast daglega, þegar
ég mæti snemma morguns til
vinnu með bauga niður á
bringu. Svarið hefur verið það
sama um nokkurra vikna skeið:
Nei. Kolleginn ranghvolfir aug-
um enda les hann eina bók á
dag, stundum fleiri. Hann fær
alltaf sömu skýringuna á þess-
um skjaldbökulestrarhraða: Ég
fæ engan frið til að lesa bækur.
Frekar ótrúlegt en engu að síður
satt (eða svona 95% satt). Málið
er að ég, líkt
og svo margt
fjöl-
skyldufólk
með ung
börn, hef
um tvær
klukku-
stundir á
sólarhring
til að gera
eitthvað
annað en að
vinna,
kaupa í
matinn,
elda, sækja
börn á leik-
skóla og hafa ofan af fyrir þeim
fram að háttatíma. Þegar börnin
eru sofnuð, upp úr kl. 20, færist
loks ró yfir heimilið, maður get-
ur lagst upp í sófa og tekið sér
bók í hönd. Að fimm blaðsíðum
loknum hringir síminn, einhver
þarf að ræða málin, allt upp í
hálfa klukkustund. Þegar búið
er að leggja á hefst bóklestur á
ný. Hvar var ég nú aftur? Já,
þarna. Bíddu, hver var aftur
þessi Bill? Það þarf að fletta til
baka til að komast að því. Já, al-
veg rétt, Bill var þessi þarna í
útilegunni. Bóklestur hefst þar
sem frá var horfið. Fimm blað-
síður lesnar. Aftur hringir sím-
inn. Einhver þarf að ræða málin.
Við ræðum málin. Tuttugu mín-
útum síðar hefst bóklestur á ný.
Fimm blaðsíður. Þá vaknar
yngri sonurinn með öskrum.
Það þarf að svæfa hann. Kortér
þar. Bóklestur hefst á ný. Hver
var aftur þessi Annie? Flett til
baka. Já, einmitt, Annie var
þessi þarna sem hann Bill hitti í
útilegunni. Augnlokin þyngjast,
stafasúpa flýtur yfir síðurnar. Ég
verð að fara að sofa. Vonandi næ
ég að klára bókina fyrir jól og
verð þá búinn að eyðileggja
hana fyrir mér með bútalestri.
Svona á ekki að lesa bækur! En
hvað getur maður gert? Maður
þarf nú að sofa á nóttunni. Von-
andi gefst friður til þess.
Bækur í
bútum
’
Hver
var
aftur
þessi Ann-
ie? Flett til
baka. Já,
einmitt,
Annie var
þessi þarna
sem hann
Bill hitti í
útilegunni.
Orðanna
hljóðan
Helgi Snær
Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ó
freskjan er svo sann-
arlega nafn við hæfi á
samnefndri glæpa-
sögu eftir Roslund og
Hellström. Bókin kom út í Sví-
þjóð 2005 og fékk þá Glerlykil-
inn, norrænu glæpasagnaverð-
launin. Það segir margt um
ágæti sögunnar.
Ekkert er eins slæmt og mis-
þyrming á börnum og höfund-
um tekst að yfirfæra raunveru-
leikann í sögu sem er svo
trúverðug að lesandinn getur
vart annað en lifað sig inn í hana
og tekið harða afstöðu gegn
ófreskjunni og kerfinu. Í því felst
ákveðinn tvískinnungur með lög
og reglur í huga en þegar á reyn-
ir er ekki um annað að ræða.
Þetta er saga um hvernig pó-
temkíntjöld bitna fyrst og fremst
á saklausum. Tvær stúlkur á
grunnskólaaldri finnast látnar
og um fjórum árum síðar tekst
banamanni þeirra að sleppa úr
vörslu lögreglu. Skömmu síðar
finnst ung stúlka látin og faðir
hennar tekur til sinna ráða. Mál-
ið tengist ekki aðeins smábæ
heldur snertir alla sænsku þjóð-
ina, yfirvöld eru harðlega gagn-
rýnd og ekki síst þegar bakari er
hengdur fyrir smið.
Spegilmynd samfélagsins ein-
kennir margar norrænar glæpa-
sögur. Það er hvorki merki um
ágæti þeirra né áfellisdómur en
höfundar Ófreskjunnar koma
efninu til skila á sérlega góðan
hátt. Á stundum er eins og verið
sé að lesa lýsingu á samtíma-
atburðum frekar en skáldsögu
og lesandi getur ekki annað en
fyllst viðbjóði á ófreskjunni. Yf-
irvöld eiga heldur ekki upp á
pallborðið og í raun verður nor-
ræna velferðarkerfið hjóm eitt
við lesturinn, leikrit, sem al-
menningur sér loks í gegnum.
Umfjöllun um misþyrmingu á
börnum og barnaníðinga í
glæpasögum er ekki heillandi.
Hins vegar verður ekki framhjá
því horft að ófreskjur eru á
hverju strái og börn eru hvergi
óhult. Höfundar sýna svo sann-
arlega fram á það. Með sögunni
gagnrýna þeir einnig ýmislegt í
kerfinu og þó að umfjöllunar-
efnið eigi við um Svíþjóð getur
hver sem er hvar sem er horft í
eigin barm við lestur sögunnar.
Helsti gallinn við þessa bók,
eins og svo margar glæpasögur
um þessar mundir, er hvað höf-
undar eða útgefendur vilja
teygja lopann. Fyrir vikið eru
þær oft of langar. Endurteknar
lýsingar á hugrenningum
ófreskjunnar fóru líka aðeins
fyrir brjóstið á gagnrýnanda, en
að vissu marki ýta þær undir
viðbjóðinn og gegna því
ákveðnu hlutverki. Þýðingin er
góð og í stuttu máli er þetta ekki
aðeins góð glæpasaga heldur
þörf þjóðfélagsádeila. Raun-
veruleg skáldsaga sem er víti til
varnaðar.
Víti til varnaðar
Bækur
Ófreskjan bbbbn
Glæpasaga eftir Roslund & Hell-
ström. Þýðing: Sigurður Þór Salvars-
son. 358 bls., kilja. Uppheimar 2011.
Anders Roslund og Börge Hellström.
Steinþór Guðbjartsson
Verið
velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011
KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar
og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011
SUNNDUDAGSLEIÐSÖGN 11. SEPT. KL. 14
um báðar sýningar safnsins
Halldór Björn Runólfsson safnstjóri
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Á SÝNINGUNUM!
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Dúkka. Valgerður
Guðlaugsdóttir.
1. sept. – 16. okt.
Óvættir og aðrar vættir. Grafík.
1. sept.- 16. okt.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Fjölbreyttar sýningar:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Pétur Thomsen: Ásfjall
Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Rauðir gúmmískór og John
Útskornir kistlar
Stoppað í fat
Glæsileg safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
ALMYNSTUR
Arnar Herbertsson
JBK Ransu
Davíð Örn Halldórsson
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
26. ágúst – 23. október
Í bili
Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson,
Daníel Björnsson, Grétar Reynisson,
Haraldur Jónsson, Hildigunnur
Birgisdóttir, Hugsteypan, Ingirafn
Steinarsson, Jeannette Castioni, Magnús
Árnason, Olga Bergmann, Ólöf Nordal og
Skyr Lee Bob. Sýningarstjóri, Ólöf
Gerður Sigfúsdóttir.
Sunnudag 11. september kl. 15
Listamannaspjall – Hugsteypan
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
og Þórdís Jóhannesdóttir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
15. maí – 15. sept.
Farandsýning
Ekki snerta jörðina!
Leikir 10 ára barna
Opið alla daga kl. 11-18
www.husid.com
Sími 483 1504
FIMMTÍU GÓÐÆRI
ATH. Síðasta sýningarhelgi
6. ágúst til 11. september 2011
Sýning á verkum úr safninu
eftir 65 listamenn.
Sýningarstjórn:
Kristín G. Guðnadóttir
og Steinunn G. Helgadóttir.
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
LISTASAFN ASÍ