Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Ekki tillaga stjórnar Vegna fréttar um aðalfund Lög- mannafélags Íslands í fimmtudags- blaðinu vill Lárentsínus Kristjáns- son, fráfarandi formaður, taka fram að stjórnin hafi ekki gert tillögu um að Heimir Örn Herbertsson yrði næsti formaður. Stjórnin hafi ekki haft neina aðkomu að framboðinu og framboð þeirra Brynjars Níelssonar og Heimis Arnar hafi verið alveg sjálfstæð. Tala misritaðist Í útdrætti fréttar um skatttekjur ríkissjóðs í blaðinu í gær birtist röng tala. Tekjurnar voru 111 milljarðar en ekki 101 eins og stóð. Þá vill fjár- málaráðuneytið taka fram að fréttin hafi birst á vef ráðuneytisins kl. 21,19 á miðvikudagskvöld en ekki á miðnætti eins og stóð í fréttinni. LEIÐRÉTT Fjölmörg samtök í sjávarútvegi, landbúnaði, lax- og silungsveiði segja það koma algjörlega á óvart að ríkisstjórnin hyggist ljúka fyrirhuguð- um stjórnkerfisbreytingum með framlagningu lagafrumvarps án nokkurs samráðs við hags- munaaðila. „Með því væri gengið á bak þeirra loforða sem okkur hafa verið gefin,“ segir í til- kynningu. Frumvarpið var afgreitt úr ríkis- stjórn í gærmorgun. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði eftir fund ríkisstjórnarinnar að málið væri nú í höndum forystumanna stjórnarflokkanna. Hann gerði ráð fyrir að frumvarpið gengi von bráðar til þingflokkanna. Steingrímur sagði skipta miklu máli að vanda til verka og vinna málið faglega, m.a. með samráði við samtök og hagsmunaaðila aðra sem yrðu fyrir áhrifum af breytingunum. Í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslu- stöðva, Sjómannasambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands auk fleiri sam- taka, kemur fram að seint í september hafi verið haldinn fundur í forsætisráðuneytinu um þessi mál. Þá hafi þungum áhyggjum verið lýst af boðuðum breytingum á verkefnum sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Á fundin- um var því lýst af hálfu fulltrúa forsætisráðu- neytisins að umrædd vinna væri skammt á veg komin og því heitið að stofnaður yrði starfshóp- ur um verkefnið þegar þar að kæmi, með aðild hagsmunaaðila.“ Samtökin furða sig því á að frumvarp sé tilbú- ið og leggja eigi það fyrir fram á næstu dögum. Hvatt er til þess að horfið verði frá breyting- unum og óskir ítrekaðar um að „málið verði unnið faglega með aðkomu þeirra sem það varð- ar.“ Steingrímur segir að stefnt sé að því að koma málinu í samráðsvinnufarveg og miklu máli skipti að allir sem hafi skoðanir á málinu geti komið þeim á framfæri. Hann tekur einnig fram að mikilvægt sé að ríkið hagræði og stjórnarráð- ið leggi sitt af mörkum – hlífi sér ekki umfram aðrar stofnanir – með endurskipulagningu. Hann tekur fram að ólíklegt sé að málið verði klárað frá Alþingi fyrir þinglok. Morgunblaðið/Kristinn Upplýsingafundur ríkisstjórnarinnar. „Gengið á bak þeirra loforða sem okkur hafa verið gefin“  Samtök í sjávarútvegi og landbúnaði lýsa yfir þungum áhyggjum Stofna átti starfshóp » 28. september 2009 var haldinn fund- ur í forsætisráðuneytingu vegna hug- mynda um breytingar á verkefnum sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. » Fjölmörg samtök hvöttu þá til þess að horfði yrði frá þeim. » Þá var því heitið að stofnaður yrði starfshópur um verkefnið þegar þar að kæmi, með aðild hagsmunaaðila. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Sumaryfirhafnir og vattjakkar Stærðir 36-52 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið kl. 10-14 www.rita.is Svartar sparibuxur 3 síddir Mjódd, sími 557 5900 Vordagar í Fröken Júlíu Kjólar, skokkar og bolir Frá Jensen 15% afsláttur á vordögum Verið velkom nar Gallajakkar og gallapils Laugavegi 84 • sími 551 0756 www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, úthlut- aði styrkjum til níu verkefna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar við formlega athöfn í Höfða í gær. Heildar- upphæð styrkjanna nemur 6,1 milljón. Við sama tækifæri voru 10 milljónir veittar úr sjóðnum til atvinnuátaks fyrir ungt námsfólk í sumar. Stefnt er að því að skapa 100 störf fyrir fjárhæðina að því er segir í tilkynningu. Stefnt að því að skapa 100 störf „Þetta var fínn fundur,“ segir Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefnd- ar Alþingis, en nefndin kom saman til fundar í gær. Spurður hvort rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hefði komið til um- ræðu á fundinum segir Skúli að mest hafi verið rætt um stöðu verk- efna hjá orkufyrirtækjunum og Orkustofnun. Rammaáætlunin hafi ekki verið sérstaklega á dagskrá en að henni hafi verið vikið í máli ein- stakra fundarmanna „þegar við lít- um lengra fram í tímann“. Útlit er fyrir að afgreiðsla rammaáætluninarinnar frá verk- efnisstjórn tefjist. Er málið enn í umfjöllun í þingflokki VG en vara- formaður iðnaðarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, svaraði ekki skilaboðum í gær. „Fínn fundur“ í iðnaðarnefnd Fyrrverandi bókari hjá húsnæðis- samvinnufélaginu Búseta hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur til að greiða félaginu 28 milljónir króna í bætur vegna fjár- dráttar. Þá staðfesti rétturinn úr- skurð um að kyrrsetja eignir manns- ins, bæði fasteign og bíl, fyrir 20 milljónir króna. Maðurinn starfaði í 16 ár hjá Bú- seta, bæði sem bókari og gjaldkeri félagsins til ársloka 2003 en eftir það sem aðalbókari. Hann sagði starfi sínu lausu og hugðist hætta störfum í september 2008. En samkomulag varð með aðilum um að hann héldi áfram störfum eftir það í hlutastarfi til að setja nýjan starfsmann inn í starfið. Skömmu síðar vöknuðu grun- semdir um að ekki væri allt með felldu og maðurinn hætti að mæta til vinnu í apríl 2009. Í kjós kom að maðurinn hafði dregið sér mikið fé frá Búseta og falsað yfirlit banka- reiknings og rangfært bókhaldið til að fela fjárdráttinn. Maðurinn viðurkenndi síðan fyrir framkvæmdastjóra Búseta að hafa dregið sér tæpar 30 milljónir króna með skipulögðum hætti. Var málið kært til lögreglu. Í kærunni kom m.a. fram að maðurinn hefði upplýst að ástæða fjárdráttarins væri sú að frá árinu 2001 hefði hann tapað mikl- um fjármunum, sem hann hefði fjár- magnað með lánum á bandaríska fjármálamarkaðnum, en hann hefði átt í viðskiptum í gegnum E-Trade vefviðmót. Ætlaði maðurinn að endurgreiða Búseta þá fjármuni sem hann dró sér en hann tapaði síðan fé í banka- hruninu haustið 2008. Bókari dró sér fé hjá Búseta  Notaði þýfi til að braska erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.