Morgunblaðið - 15.05.2010, Page 12

Morgunblaðið - 15.05.2010, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Umræður um skýrslu Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra stóðu yfir í sex tíma á Alþingi í gær. Hæst bar skoðanaskipti þingmanna og ráð- herra um stöðu umsóknar Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu, ESB, sem og um Icesave-viðræðurn- ar, varnar- og öryggismál og málefni norðurslóða. Fram kom í ræðu Öss- urar að hann hygðist leggja fram til- lögu á Alþingi og koma á fót þver- pólitískum starfshópi til að endurskoða stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum. Þá sagði Össur að Ísland hefði mikil tækifæri á norðurslóðum við að- komu á t.d. vinnslu olíuauðlinda. Össur sagðist m.a. í umræðunum um ESB-aðild fagna því ef sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, og fleiri myndu „sjá ljós- ið“ í Evrópumálum. Menn væru of fljótir í allri umræðu um þann mála- flokk að draga ályktanir af ein- hverju sem ekki væri fast í hendi. Þjóðin yrði að fá tækifæri til að kveða upp úrskurð um þann samn- ing sem næðist. Það væri hans hlutverk sem utan- ríkisráðherra að ná sem hagstæðustum samningi fyrir Ísland. Ef sá samn- ingur yrði felldur í þjóðar- atkvæðagreiðslu yrði það „stórt spark“ í hans „breiða afturenda,“ eins og Össur tók sjálfur til orða. Sagði hann samn- inganefnd og aðalsamningamann Ís- lands í viðræðunum við ESB njóta fulls trausts stjórnvalda. Viðræðu- ferlið yrði opið og gegnsætt og þannig yrðu allar fundargerðir samninga- nefndar og samningahópa gerðar op- inberar og fundir yrðu haldnir um allt land. Þyrfti að læra af mistökum Er Össur fylgdi skýrslunni úr hlaði sagði hann mikinn og góðan ár- angur hafa náðst í utanríkismálum við erfiðar aðstæður undanfarið ár. Sagð- ist hann vera stoltur af sínu fólki í ut- anríkisþjónustunni í erfiðum málum á borð við Icesave-deiluna og viðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna efnahagsáætlunar Íslands. Hann væri einnig stoltur af íslensku björg- unarsveitinni sem fór með skömmum fyrirvara á skjálftasvæðin á Haíti. Sagði Össur að utanríkisþjónust- an ætti að vera skjöldur fyrir Ísland. Hún hefði hins vegar gert sín mistök, líkt og fram hefði komið í rannsókn- arskýrslu Alþingis, og læra þyrfti af þeim mistökum. Stjórnsýslan þyrfti að gæta sín á því í framtíðinni að utan- ríkisþjónustan væri hluti af öllum að- gerðum sem gripið væri til. Það væri nú eitt helsta hlutverk utanríkisþjón- ustunnar að byggja upp traust Ís- lands í samstarfi við erlend ríki, þann- ig að landið endurheimti orðstír sinn. ESB í sviðsljósinu  Heitar og langar umræður um ESB-aðild á Alþingi í gær  Össur vonaðist til að Jón Bjarnason og fleiri „sæju ljósið“ Morgunblaðið/Ómar Utanríkismál Hlutverk utanríkisráðherra er að ná eins hagstæðum samningi við Evrópusambandið og hægt er, sagði Össur Skarphéðinsson meðal annars í umræðum á Alþingi í gær um skýrslu hans um utanríkismál. Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is „Það verður að segjast eins og er að samdráttur í verslun í apríl er nokkur ráðgáta,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar, en óvenjumikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar og áfengisversl- unar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Ástæðuna má að hluta til rekja til þess að páska- verslun fór fram í mars á þessu ári en í apríl í fyrra. Páskarnir skýra samt ekki alfarið þennan mikla mun. Þegar horft er til samanburð- ar á fyrri árum þegar páskar voru annað árið í mars og það næsta í apríl kom ekki fram þessi mikli munur á veltu milli ára. Óvæntur samdráttur „Samdrátturinn í apríl er nokk- uð óvæntur ef miðað er við þró- unina fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Emil. Hann vill ekki tengja þetta eldgosinu, „það væri alltof langsótt“. Hann segir minni verslun geta verið tilfallandi, stundum komi neytendur verulega á óvart. „Oft er lægð í neyslu í apríl en samdrátt- urinn er meiri nú en oft áður á þessum árstíma. Allt benti til að þetta myndi ekki gerast, væntinga- vísitalan var á uppleið, kaupmátt- arrýrnun minni og greiðslukort- anotkun hafði ekki minnkað. Þess vegna erum við svolítið hissa á þessu.“ Ekki minna selt af áfengi í apríl frá árinu 2002 Enn meiri samdráttur var í sölu áfengis en í dagvöru í apríl. Þannig var velta áfengisverslunar 31,0% minni á föstu verðlagi í apríl síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra og hefur ekki verið minni í neinum aprílmánuði síðan árið 2002. En meira kemur til. Velta sér- vöruverslana í apríl dróst einnig saman miðað við apríl í fyrra – fata- verslun um 13,8% og skóverslun um 11,0% á föstu verðlagi. Skýringar geta bæði verið að neytendur bíði lengur fram á vor með að kaupa föt og skó fyrir sumarið eða að beðið sé eftir lækkuðu verði í hefðbundnum útsölumánuðum. Sömu sögu er að segja um hús- gagnaverslun og raftækjaverslun, þar sem velta var mun minni í ný- liðnum apríl en í apríl í fyrra. Hús- gagnaverslun hefur minnkað um 61,4% að raunvirði á síðustu tveim- ur árum og raftækjaverslun um 48,6% á sama tíma. Samdrátturinn er líklega ekki varanlegur Sá samdráttur sem kemur fram í veltu verslunar í apríl er nokkuð óvæntur ef miðað er við þróunina fyrstu þrjá mánuði ársins. Á tímabilinu janúar til mars sl. virt- ist sem nokkurt jafnvægi væri kom- ið á einkaneyslu. Þetta kom fram í veltu verslana, minni samdrætti í greiðslukortanotkun, minnkandi kaupmáttarrýrnun og væntingavísi- tölu Capacent Gallup sem birt var í apríl og fór upp fyrir 50 stig í fyrsta skipti síðan október 2008. Allt eins má því ætla að samdráttur í verslun í apríl verði ekki varanlegur. Minni verslun í aprílmánuði nokkur ráðgáta  Væntingar, kaupmáttur og kortavelta bentu til að verslunin væri að glæðast Áfengisneysla minnkar » Sala í áfengislítrum var 28,7% minni í nýliðnum apr- ílmánuði en í apríl í fyrra. » Dregið hefur umtalsvert úr sölu áfengis það sem af er þessu ári frá síðasta ári hvort sem viðmiðið er velta eða áfengislítrar. » Ástæðan er vafalaust hækkanir á verði áfengis. Samdráttur í verslun í apríl -31% -13,8% -11% -12,1% -13,3% Á fe ng i Fö t S kó r H ús gö gn R af tæ ki Gunnar I Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í Kópa- vogi, segir að tillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar, bæjarfulltrúa VG, um stjórnsýsluúttekt sé fyrir neð- an allar hellur því um sé að ræða alvarlegar ásakanir á hendur sitj- andi bæjarfulltrúum og ekki síst starfsmönnum bæjarins. Á fundi bæjarráðs 29. apríl sl. lagði Ólafur Þór til að kosin yrði fimm manna nefnd óháðra sér- fræðinga með það að aðalverkefni að kanna stjórnsýslu bæjarins og aðkomu stjórnmálamanna að fjár- hagslegum ákvörðunum á und- anförnum árum og skyldi hún skila af sér ekki síðar en 31. ágúst nk. Kannað skyldi hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hefðu nokkurn tímann fengið óeðlilega fyrirgreiðslu, hvort fjársterkir að- ilar hefðu beint eða óbeint haft áhrif á pólitískar og stjórnsýslu- legar ákvarðanir, hvort fjársterkir aðilar hefðu hagnast á tengslum við bæinn og einstaka embætt- ismenn eða bæjarfulltrúa og hvort einstakir embættismenn, bæj- arfulltrúar eða frambjóðendur til bæjarstjórnar hefðu hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hefðu átt í viðskiptum við bæinn. „Þetta er ósmekkleg tillaga,“ segir Gunnar. Fyrir utan ósvífnina kosti svona rannsókn tugi milljóna króna auk þess sem allóljóst sé með fyrirhugað umboð nefnd- arinnar. Öll stjórnsýsla bæjarins sé gegnsæ og með þessari tillögu sé sérstaklega vegið að starfs- mönnum bæjarins. „Þeir eiga þetta ekki skilið,“ segir Gunnar. steinthor@mbl.is Vegið að bæjarfulltrúum og starfsmönnum Kópavogs  Gunnar I Birgisson segir tillögu VG ósmekklega Gunnar I Birgisson segir tillöguna ósvífna og að auki sé óljóst með um- boð nefndarinnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum á Alþingi í gær að aðildarumsókn að ESB væri keyrð áfram á misskilningi og breiða samstöðu stjórnvalda skorti veru- lega. Rifjaði Bjarni upp að í umræðum á Al- þingi hefðu sjálf- stæðismenn lagt áherslu á að rangt væri að fara af stað í aðildar- umsókn ef ekki væri breið sam- staða allra flokka, og ekki væri lengur breið samstaða meðal þjóð- arinnar. Þá hefði molnað úr sam- stöðunni innan ríkisstjórnarinnar. Sagði Bjarni erlenda þingmenn hafa furðað sig á því á fundum með utanríkismálanefnd að ekki væri einbeittur vilji Alþingis til staðar fyrir aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu. Skortur á breiðri samstöðu FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Bjarni Benediktsson gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M / S IA / N M 38 23 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.