Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Fyrsta skóflustungan var nýlega tekin að nýju hvíldarheimili Styrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna að Ketilsstöðum. Rósa Guðbjarts- dóttir, formaður SKB, og Gróa Ás- geirsdóttir tóku fyrstu skóflustung- una og var að því loknu strax hafist handa við að grafa grunn hússins. Húsið nefnist Hetjulundur og er það afrakstur landssöfnunar sem Gróa og stöllur hennar í „Á allra vörum“, þær Elísabet Sveinsdóttir og Guðný Pálsdóttir, stóðu fyrir með miklum myndarbrag á síðasta ári. Í lokahnykk söfnuninnar sem var í beinni útsendingu á Skjá einum söfnuðust um 45 milljónir sem verða nýttar í byggingu hússins. Húsið verður reist í sumarhúsa- landi við Ketilsstaði í Holta- og Landsveit en lóðin var gefin félag- inu af Guðmundi Jóhannssyni þeg- ar söfnunin fór fram á Skjá einum og verður húsið vonandi tekið í notkun á haustmánuðum. Fyrsta skóflustungan að nýju dvalar- heimili fyrir krabbameinssjúk börn Skóflustunga Þær Rósa og Gróa hefja verkið í Hetjulundi. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar hefur hlotið al- þjóðlega vottun fyrir umhverfis- stjórnunarkerfið sitt, fyrst íslenskra stofnana. Innan við 20 fyrirtæki hafa fengið þessa vottun. Kerfið er al- þjóðlegur staðall sem lýsir því hvernig koma megi á virkri um- hverfisstjórnun í öllum rekstri. Starfsmenn á reiðhjólum, engar ruslafötur undir skrifborðum, sjö- stiga flokkunarkerfi í eldhúsum og prentað báðum megin á pappír er meðal þess sem metið var við vott- unina. Sviðsstjórinn nefnir líka sem dæmi að bílstjórar Sorphirðunnar, sem aki um á metanbílum, hafi farið á vistakstursnámskeið og að starfs- menn garðyrkjunnar jarðgeri nú garðúrgang sem fellur til í borg- arlandinu. Morgunblaðið/Golli Hjólað Starfsmenn borgarinnar eru duglegir að hjóla til vinnu. Umhverfis- og samgöngusvið fær umhverfisvottun Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut í fyrradag jafn- réttisviðurkenningu Kópavogsbæjar. Í umsögn jafn- réttisnefndar bæjarins kemur fram að Breiðablik hafi frá upphafi verið í fararbroddi í fótbolta kvenna og það sé eina félagið sem hafi verið með á Íslands- móti kvenna í fótbolta frá upphafi. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Einar Kristján Jónsson, formað- ur Knattspyrnudeildar Breiðabliks, tók á móti við- urkenningunni úr hendi Unu Maríu Óskarsdóttur, formanns jafnréttisnefndar Kópavogs, og Gunnsteins Sigurðssonar, bæj- arstjóra Kópavogs. Una María sagði við athöfnina að Breiðablik hefði allt- af litið svo á að stúlkur ættu að eiga kost á að leika fótbolta og hefði til skamms tíma átt besta kvennafótboltalið landsins. Breiðablik fær jafnréttisverðlaun Breiðablik hlýtur jafn- réttisviðurkenningu Í dag laugardag kl. 13-17 stendur Rotaractklúbburinn Geysir fyrir nytjamarkaði sem verður haldinn nú í annað sinn í tengslum við Kópavogsdaga. Nytjamarkaðurinn nefnist Molaportið og verður hald- inn í ungmennahúsi Kópavogs, Molanum. Þar verður til sölu gegn vægu gjaldi allt frá fötum, skóm, bókum, húsgögnum til leyndra gersema. Þá verður boðið upp á tónlistaratriði, vöfflur, kakó og gos. Í ár rennur allur ágóðinn óskertur í Polio Plus-sjóðinn til styrktar baráttunni gegn löm- unarveiki en nokkrir meðlimir hópsins ætla að ferðast til Ind- lands til að aðstoða við þá baráttu. Nytjamarkaður Hjúkrunarráð Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) lýsir áhyggjum sínum vegna lengingar á skertri starfsemi FSA í sumar og óttast að skert starfsemi sjúkrahússins sé varhugaverð og ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Með auknum kröfum um meiri sparnað verða fáir ráðnir í sumarafleysingar og þar á meðal innan hjúkrunar. Valstarfsemi FSA skerðist á þessum tíma og verður fyrst og fremst um bráð- astarfsemi að ræða og fólk sem bíður aðgerða þarf því að bíða enn lengur. Ógnar gæðum ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Með vorkomunni lifnar yfir samfélaginu í Hólminum. Ferðafólk er farið að koma og þjónustuaðilar tilbúnir að taka á móti því. Það má búast við mörgum ferðamanni sem leggur leið sína í Hólminn í sumar, enda er hér margt í boði fyrir þá.    Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar hefur opnað annað árið. Haraldur hefur fylgst mjög vel með eldgosinu í Eyjafjallajökli og nýjar myndir frá gosinu prýða safnið ásamt gossýnishornum. Það er mjög fróðlegt að koma í heimsókn í safnið og fræðast um sögu eldgosa hérlendis og líka erlendis. Þar er byggt á áratuga reynslu Haraldar Sigurðs- sonar.    Það er fleira sem minnir á vorið. Breiða- fjörður var hér áður talinn vera góð matar- kista og enn er sótt þangað björg í bú. Nú er farið út í eyjar til eggjatöku. Í mörgum eyjum er gott varp og einkum svartbaksegg eru tínd. Egg eru víða á boðstólum þessa dagana á heimilum bæjarbúa.    Stykkishólmur er ein mesta lönd- unarhöfn grásleppuhrogna. Veiði er hafin utar í Breiðafirðinum. Það veiðist vel og hráefn- isverð í hæstu hæðum. Grásleppuveiði byrjar ekki fyrr en 20. maí í innanverðum Breiðafirði, er það vegna samkomulags við æðarbændur.    Strandveiðar stunda nokkrir bátar frá Hólminum. Ekki þarf að fara langt því mikið er af þorski rétt fyrir utan hafnarmynnið. Þeir sem fá að njóta og fá ókeypis kvóta eru ánægð- ir með þessar veiðar en það sama á ekki við þá sem þurfa að borga brúsann.    Mikill skortur er á leiguhúsnæði í Hólm- inum. Það kemur í veg fyrir að fólk sem hingað vill flytja geti það. Fasteignabankinn ehf. hef- ur sótt um tvær lóðir við Neskinn þar sem ætl- unin er að byggja tvö raðhús sem fara á leigu- markaðinn. Vonandi verður af þeim framkvæmdum.    Árangur Snæfells í körfubolta hefur vak- ið mikla athygli. Bæði karla- og kvennalið fé- lagsins hafa verið stolt bæjarbúa. Á uppske- ruhátíð félagsins kom m.a. fram að í vetur hafa verið eknir 25.000 km á keppnisleiki í öllum aldursflokkum. Það hafa stuðningsmenn og foreldrar gert í sjálfboðastarfi. Nú er vor um Breiðafjörð Morgunblaðið/ Gunnlaugur Auðunn Árnason Körfuboltaáhugi. Þessir ungu drengir voru duglegir að æfa körfubolta í vetur. STUTT Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Starfsemi á árinu 2009 Breytingar á hreinni eign til greið 31.12. 2009 2008 Samtals Samtals Iðgjöld 1 605 1 480 Lífeyrir -2 288 -2 064 Fjárfestingartekjur 5 961 7 674 Fjárfestingargjöld -32 -22 Rekstrarkostnaður -53 -46 Hækkun á hreinni eign á árinu 5 193 7 022 Hrein eign frá fyrra ári 47 301 40 279 Hrein eign til greiðslu lífeyris 52 494 47 301 Efnahagsreikningur 2009 2008 Fasteign, rekstrafjármunir og aðrar eignir Verðbréf með breytilegum tekjum 1 625 1 522 Verðbréf með föstum tekjum 49 361 43 826 Veðlán 1 268 1 397 Bankainnistæður Kröfur 36 53 Aðrar eignir 258 568 Skuldir -55 -66 Hrein eign til greiðslu lífeyris 52 494 47 301 Kennitölur 2009 2008 Nafn ávöxtun 12.5% 19.0% Hrein raunávöxtun 3.6% 2.3% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 4.3% 4.2% Fjöldi sjóðfélaga 845 919 Fjöldi lífeyrisþega 2 613 2 553 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0.1% 0.1% Eignir í íslenskum krónum í % 100.0% 99.6% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 0.0% 0.4% Eign umfram heildar skuldbindingar í % -22.7% -28.2% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -17.3% -22.8% Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí nk., kl. 11:00 í fundarsal BSRB á 1. hæð að Grettisgötu 89, 101 Reykjavík. Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Alfreð Þorsteinsson, formaður,Björk Vilhelmsdóttir, Benedikt Geirsson, Garðar Hilmarsson og Sjöfn Ingólfsdóttir Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga Sigtúni 42, 108 Reykjavík Sími 570 0400 www.lss.is Allar fjárhæðir í milljónum króna Ársfundur 2010 Birt með fyrirvara um prentvillur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.