Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 21

Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 urnar úr sambandi við niðurföllin svo þau myndu ekki stíflast. „Menn halda ró sinni, taka einn dag í inu,“ segir Eggert um stöðuna. „Það myndi bjarga miklu ef við fengjum góða rigningu,“ bætir hann við. „Þetta er saklaust hjá okkur, miðað við það sem Eyfellingar hafa þurft að þola,“ seg- ir Sigurður Sveinbjörnsson, bóndi á Krossi í Landeyjum. Öskufall varð á mismunandi tím- um í Landeyjunum í gærmorgun, sló fyrir eins og bændur tóku til orða. Askan féll á Krossi í hádeginu en skýið færðist síðan austur og lá með ströndinni. Hátt í fjögur þúsund hross eru í Land- eyjum, að miklu leyti á útigangi og fleiri ef talin eru með hross sem þar eru í hagagöngu en mörg þeirra hafa verið flutt í burtu. Á annað hundrað hross eru á Krossi og Sig- urður sagðist þurfa að fara að gefa hross- unum og þrengja að þeim, svo þau færu ekki að krafsa í öskuna. Kindurnar láta illa í öskunni „Ég setti lambfé út úr girðingu í gær, hélt að það yrði í lagi með þær úti í mýri. Ég þyrfti að geta komið fleirum út,“ segir Sverr- ir Kristjánsson í Seli í Landeyjum. Hann var að þvo ösku úr vatnsílátum fyrir féð og gefa hey úr ómenguðum rúllum. „Þær láta illa yfir þessu og eru fljótar að koma hingað þótt það sé komin græn nál.“ Öskufall varð í Seli um klukkan níu í gærmorgun og stóð í hálftíma eða svo. Síðan rak norðanáttin öskuna niður með ströndinni. „Ég var að vona að við myndum sleppa áfram því askan er mikill bölvaldur,“ segir Sverrir. Hann rifjar upp að þetta svæði hafi sloppið við ösku úr Heklu, Surtsey og Heimaey. Í Heimaeyjargosinu hafi hann raunar séð öskuskýið fara upp með Eyjafjöll- unum. Sverrir er ekki svartsýnn á heyskapinn. „Menn þurfa að heyja, sama hvað gengur á.“ Sauðburðinum er að ljúka í Seli og Sverrir hafði hug á að bera á um helgina. „Okkur sárvantar vætu,“ segir hann. Morgunblaðið/RAX fjöllum, enn sem komið er. Kirkjan á Voðmúlastöðum ber sín merki eftir öskuna og þar þarf að taka til hendinni við hreinsun eins og víða á öskufallssvæðinu. Opnað fyrir birtuna Hreinsunarstarfið á Kirkjulæk hófst á því að Guðmundur Eggertsson fór upp á þak hesthússins til að hleypa birtunni inn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.