Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 47
Menning 47FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Á morgun, sunnudag, flytja Kór og Kammersveit Langholtskirkju tvö tónverk á tónleikum í kirkjunni. Annað er Berliner Messe eftir eist- neska tónskáldið Arvo Pärt en hitt verkið er kantatan Christ lag in To- desbanden, eða Í dauðans böndum Drottinn lá, eftir J.S. Bach. Kór Langholtskirkju var stofn- aður af Helga Þorlákssyni fyrir rúmum sextíu árum, eða 23. mars 1953. Hann hét upphaflega Kirkju- kór Langholtssafnaðar en fékk síð- an núverandi heiti tuttugu árum síðar. Kammersveitin er yngri. verkin tvö eru eftir tvö mjög ólík tónskáld sem yfir 200 ár skilja að en samkvæmt Jóni Stefánssyni stjórnanda Kórs Langholtskirkju þá var þetta valið saman bæði af praktískum ástæðum og til að gefa miklar andstæður í tónlist. Spurningunni hvort þessi verk eigi eitthvað sameiginlegt svarar Jón svo að þau hafi bæði gífurlega djúpan og trúarlegan tón, þó hvort með sínum hætti. Kórinn hefur áður flutt verk Bachs en þetta er ein af fyrstu kantötum hans, líklegast samin í kringum 1707 fyrir páskadag. Kantatan er samsett af sjö þáttum og á tónleikunum syngur kórinn alla þættina en stundum eru ein- söngvarar látnir syngja aríur og dúetta. Arvo Pärt er eitt umdeildasta og frægasta tónskáld nútímans og þekktur fyrir naumhyggjulegan stíl sinn sem á sér enga hliðstæðu. Hann endurspeglast í tækni sem Pärt þróaði sjálfur og kallar „tint- innabuli“ sem er latína og þýðir „litlar bjöllur“. Oft hefur reynst erfitt að skilgreina tónlist Pärt en hún hefur meðal annars verið sögð hafa yfir sér ójarðneskan blæ. „Að sumu leyti hljómar tónlist hans eins og hún sé mikið eldri en Bach en hún er hins vegar líka mjög nútímaleg, því má segja að tónlist Part sé þannig frekar tíma- laus og hún hljómar eiginlega bara eins og hún hafi alltaf verið til,“ segir Jón og bætir við að tæknin sem Pärt notar sé alveg sér á parti. Notar yfirtóna á ótrúlegan hátt „Hann notar yfirtóna á alveg ótrúlegan hátt, það getur enginn hermt eftir honum og með þessari tækni nær hann fram mjög sterk- um trúarlegum áhrifum.“ Messan sem Kór og Kammer- sveit Langholtskirkju mun flytja var upphaflega samin árið 1993 en Pärt endurskrifaði hana árið 2002. „Upphaflega skrifaði hann messuna fyrir orgel en svo endurskoðaði hann hana og útsetti fyrir strengja- sveit. Við erum að flytja verkið í sinni nýju mynd í fyrsta skipti hér,“ segir Jón. Konsertmeistari er Ingrid Karlsdóttir og hefjast tón- leikarnir kl. 20 í Langholtskirkju. Djúpur og trúar- legur tónn Morgunblaðið/Kristinn Trúartónar Jón Stefánsson stýrir æfingu Kórs og Kammersveitar Lang- holtskirkju. Á morgun verða verk eftir Pärt og Bach flutt í kirkjunni. Kór og Kammersveit Langholtskirkju flytja verk eftir Arvo Pärt og J.S. Bach Vatnsmýrarhátíð verður sett í dag kl. 14 við Nor- ræna húsið en það er Vigdís Finnbogadóttir sem setur hana. Í tilkynningu vegna hátíð- arinnar segir að hún sé helguð vísindum og leik, umhverfi og náttúru, börnum landsins og barnamenningu. Sýn- ingin Tilraunalandið stendur enn yfir en hana hafa þúsundir barna og foreldra sótt. Einnig geta gestir skoðað stærsta manngerða sand- kassa höfuðborgarinnar en hann er í raun stærðarinnar sólúr. Boðið verður upp á þrautir, tæki og tól á víð og dreif á lóð Norræna húss- ins. Á hátíðinni munu margir lista- menn koma fram, m.a. Blikandi stjörnur, Lúðrasveitin Svanur og trúðar úr leikritinu Bláa gullið. Þá verður bragðtilraunasmiðja fyrir börn við gróðurhús Norræna húss- ins. Vatnsmýrarhátíðin fer fram utandyra. Kynnir á hátíðinni er Charlotte Böving. Vatnsmýrar- hátíð sett í dag Charlotte Böving Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s Vel staðsett einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á stórri hornlóð innst í botnlangagötu. Eignin skiptist í forstofu, borðstofu, stofu, fjögur herbergi, búr, eldhús, þvottahús og tvö baðherbergi. Garðurinn er gróin og fallegur með stígum og skjólgóðri verönd. V. 77,0 m. 5616 HÚSNÆÐI ÓSKAST BLEIKJUKVÍSL - FALLEGT ÚTSÝNISHÚS Stórt og mikið, samtals 420,9 fm einbýlishús með 3ja herbergja aukaíbúð sem er með sér- inngangi. Tvöfaldur bílskúr. Húsið sem var byggt af núverandi eigendum hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Einstakt útsýni yfir borgina og sundin blá. V. 85 m. 5676 GOÐALAND 10 - VEL STAÐSETT ENDARAÐHÚS Mjög vel staðsett og mikið endurnýjað endaraðhús á tveimur hæðum, ásamt bílskúr. Beint aðgengi er frá stofu út í sólríkan og afgirtan suðurgarð. Húsið stendur ofan götu með góðum bílastæðum fyrir framan hús. V. 59,9 m. 5653 SÆVIÐARSUND - HEIL HÚSEIGN M. 4 ÍBÚÐUM Gullsmári - 12. hæð Vönduð 2ja herbergja, 61,6 fm útsýnisíbúð á 12. hæð í nýlegu lyftu- húsi fyrir 60 ára og eldri. Glæsilegt útsýni til vesturs og norðurs. Nýlega máluð íbúð. Yfir- byggðar vestursvalir. Parket. Samkomusalur á 14. hæð. Innangengt í þjónustukjarna. Laus strax. 5669 Ljósavík 10 - endaraðhús Vandað endarað- hús á einni hæð samtals 184,1 fm að stærð. Fallegar innréttingar. Parket og flísar. Fjögur svefnherbergi. Stór afgirt timburverönd. Inn- angengt í bílskúrinn sem er 31,1 fm. Húsið er tilbúið til afhendingar strax. V. 44,0 m. 5680 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17-18. Sandakur 2-24 í Garðabæ - ný verð Nýtt verð á glæsilegum raðhúsum í Garðabæ. Sérlega vel skipulögð og falleg raðhús á skjólsælum stað á miðri Arnarneshæðinni. Tvílyft húsin eru glæsileg ásýndum þar sem þau eru ýmist klætt áli eða harðviði. Húsin snúa á móti suð- suðvestri þannig að þau njóta sólar allan daginn. Húsin eru seld tilbúin til innréttingar - lóð fullfrágengin. V. 37,5 m. 8070 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL 17-18 Seljaland - efsta hæð Falleg 98,3 fm íbúð á 2. hæð t.v. (efstu) í vel staðsettu fjölbýlishúsi í Fossvoginum ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist í forstofuhol, eldhús með borðkrók, búr, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. V. 27,0 m. 5672 2ja herbergja íbúðir óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. All- ar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun. Skrifstofuhúsnæði óskast Traust fyrirtæki óskar eftir 2200-2500 fm skrifstofuhús- næði í Reykjavík (Reykjavíkursvæðinu) til leigu eða kaups. Góð aðkoma og góð bílastæði æskileg. Heil húseign kæmi vel til greina. Staðgreiðsla eða bankatrygging. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80 - 150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sérhæð óskast Traustur kaupandi óskar eftir 140-170 fm sérhæð. Þessir staðir koma til greina: Vesturbær, Hlíðar og nágrenni Miklatúns. Allar nánari uppllýsingar veita Sverrir Kristinsson og Hilmar Þór Hafsteinsson. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast Óskum eftir sumarbústað við Þing- vallavatn (við vatnið). Bústaðurinn má kosta á bilinu 30-70 milljónir. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Um er að ræða húseign með 4 íbúðum og tveimur innfelldum bílskúrum ásamt hefðbundinni sameign. Í húsinu eru tvær, 2ja herbergja íbúðir og tvær, 5 herbergja íbúðir. Húsið er í góðu ástandi en íbúðirnar þarfnast einhverrar aðhlynningar. Eignin selst í einu lagi. Tilvalið fyrir lag- henta. Nánari uppl. veita Magnús í síma 892-3686 eða Kjartan í síma 824-9093 V. 75,0 m. 5615 BYGGINGALÓÐ - STARHAGI - VESTURBÆR Um er að ræða 720 fm lóð undir einbýlishús á einum eftirsóttasta stað í vesturbæ Reykjavíkur. Einstakt sjávarútsýni er frá lóðinni til suðurs og vesturs. V. 21,5 m. 5612 GRUNDARLAND - HORNLÓÐ OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.