Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 6
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR6 ÆVISAGA STÓRHUGA FRAMFARAMANNSINS ÞÓRHALLS BJARNARSONAR eftir ÓSKAR GUÐMUNDSSON BRAUTRYÐJANDINN „Mig dreymir stóra og fagra drauma…“ Nánar á: www.skalholtsutgafan.is 9 AF HVERJUM 10 KONUM FINNA FYRIR ÓÞÆGINDUM Á KYNFÆRASVÆÐI? RAKAAUKANDI GEL, EYKUR OG VERNDAR RAKASTIG, VIRKAR EINNIG SEM SLEIPIEFNI FÆST Í APÓTEKUM SAMFÉLAGSMÁL Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðis legri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe, stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrir- lestur á málþingi Rannsóknar- stofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðis- lega áreitni og sagði Enloe það með ólíkindum. „Við erum að tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlega stofnun með tengingu við Sameinuðu þjóðirnar, árið 2011,“ sagði hún. Stofnunin nýtur því friðhelgi að því leyti að hún er undanþegin bandarískri vinnu- löggjöf „en í henni er að finna ákvæði um að kynferðisleg áreitni sé brot á réttindum launþega“. Enloe segir nauðsynlegt að skoða fleira en bara þá sem kom- ist í fyrirsagnir í blöðunum, eins og Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo, þernan sem sakaði hann um nauðgun, gerðu síðastliðið vor og sumar. „Við verðum að skoða umhverfið og menninguna innan stofnana,“ segir Enloe. Því þurfi að skoða hvað sé viðurkennt og talið í lagi innan stofnana. „Og við höfum komist að því að innan AGS var ákveðin karlmennsku- menning ríkjandi.“ Þetta sé svo- kölluð alpha-karlmennska og hún hafi verið verðlaunuð og haft áhrif á hverjir komust áfram innan stofnunar innar. Strauss-Kahn hafi verið gerður yfirmaður í stofnun sem hafi umborið og verðlaunað hans karlmennsku. „78,5 prósent allra stjórnenda innan AGS eru karlar. Það segir okkur eitthvað þegar aðeins einn af hverjum fimm stjórnendum er kona.“ Innan AGS er óformlegt tengsla- net kvenna og hefur það til dæmis verið útbreidd vitneskja að konur innan sjóðsins ættu ekki að ganga í ákveðið stuttum pilsum. „Sú staðreynd að konur hafi vísvit- andi skilið ákveðnar flíkur eftir í skápnum á hverjum morgni áður en þær mættu í vinnu hjá AGS er mjög afhjúpandi.“ Konur hafi líka varað hver aðra við því hvaða yfir- mönnum þær ættu að vara sig á. Slíkt hið sama hafa hótel þernur lengi gert, segir Enloe, líkt og konur hafi gert frá því löngu áður en hugtakið kynferðisleg áreitni hafi orðið til. Eitt þeirra atriða sem þær hafi brýnt hver fyrir annarri sé að þrífa herbergi með opið fram á gang. Hins vegar krefjist sum hótel þess að lokað sé, og þannig var það einmitt þegar Strauss-Kahn kom inn í herbergi sitt þegar Diallo var þar að þrífa 14. maí síðastliðinn. thorunn@frettabladid.is AGS ekki með reglur um kynferðisáreitni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðislega áreitni þegar framkvæmdastjórinn var sakaður um nauðgun. Konur innan sjóðsins vöruðu hver aðra við ákveðnum yfirmönnum og því að ganga í stuttum pilsum. ENLOE Í HÁSKÓLANUM Cynthia Enloe segir að skoða verði mál eins og mál Strauss- Kahn út frá stofnanamenningu og öðru. Þá hafi tímasetningin skipt máli fyrir margar stofnanir sem komið hafi að málinu með beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Cynthia Enloe segir að mál Strauss-Kahn hafi komið upp á sérstökum tímapunkti í sögu stofnana sem að því koma. Þannig hafi lögreglan í New York nýlega verið búin að stofna sérstaka deild sem rannsakar eingöngu kynferðisglæpi, en fyrir nokkrum árum hefði hún hvorki haft kunnáttu né staðfestu til að taka á málinu eins og gert var þegar Strauss-Kahn var sóttur í flugvél og fluttur í varðhald. Þá hafi skipt máli að hótelþernur í New York tilheyri verkalýðsfélagi sem taki aðild þeirra og réttindi alvarlega og hafi staðið við bakið á Diallo. Jafnframt skipti það máli að þegar málið kom inn á borð saksóknara á Manhattan hafi hann nýlega verið búinn að tapa stóru kynferðisbrotamáli gegn lögreglumönnum sem voru sakaðir um að nauðga konu sem hringdi eftir hjálp. Kviðdómur taldi konuna ekki nægilega trúverðuga og saksóknari mat það þannig sjálfur í máli Diallo að hún væri ekki nógu trúverðug. Vegna tapsins í fyrra málinu hafi hann ekki þorað að halda máli Diallo áfram. Tímasetningar skiptu miklu máli LÖGREGLUMÁL Mennirnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. októ- ber eru þekktir brotamenn í heimalandi sínu, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þrír mannanna stálu 49 úrum í vopnuðu ráni og er verðmæti þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórði maðurinn hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi, földu í Audi-bíl á breskum númerum sem hann hafði flutt til landsins með Norrænu. Hann vakti strax athygli tollvarða þegar þeir fóru yfir farþegalista Norrænu daginn áður en hún kom til landsins. Tollverðir ákváðu því að hafa tal af manninum og leita í bílnum. Ekkert fannst í honum en fíkniefnaleitarhundar sýndu bíln- um mikinn áhuga, sem bendir til þess að fíkniefni hafi einhvern tímann verið í honum, að því er fram kemur á vefsíðu Tollstjóra. Maðurinn, sem var einn á ferð, var óöruggur í framkomu og skýringar hans á ferðalaginu ekki trúverðuglegar og var því ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi úr landi. Lögregla var einnig látin vita af ferðum hans. Audi-bifreiðin fannst síðan eftir að maðurinn hafði verið handtekinn á gistiheimili og hún haldlögð af lögreglu. Gerð var leit í henni með aðstoð tollvarða og fundu lögreglumenn þýfið falið innan klæðningar í henni. - jss Einn fjórmenninganna í úraránsmálinu hefur lítið viljað tjá sig við yfirheyrslur: Úraræningjarnir eru þekktir glæpamenn RÁNDÝR ÚR Úrin fundust vandlega falin innan klæðn- ingar í bílnum sem átti að flytja þau úr landi. Þekkir þú einhvern sem er í svartri vinnu? Já 53% Nei 47% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú verið drukkin(n) á árshátíð í Hörpu? Segðu skoðun þína á Visir.is. STJÓRNMÁL Framtíðarnefnd Sjálf- stæðisflokksins leggur til að þing- menn flokksins sitji fyrir svörum minnst einu sinni í mánuði í aug- lýstum og skipulögðum síma tímum sem kallist „Bláa línan“. Þá vill nefndin að flokkurinn komi sér upp vídeósímakerfi sem verði aðgengi- legt á öllum skrifstofum hans. Nefndin, undir forystu alþingis- mannsins Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, skilaði af sér skýrslu í gær. Framtíðarnefndin var ein þriggja nefnda flokksins sem skipaðar voru í fyrravor til að bregðast við ábendingum og gagnrýni á starf stjórnmálaflokka í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Nefndin leggur meðal annars til að öllum flokksmönn- um verði heimilt að sækja landsfund ef þeir skrái sig með mánaðar- fyrirvara. Nú eru lands- fundarfulltrúar valdir af aðildarfélögum. Þá verði mið- stjórn skylt að láta fara fram atkvæða- greiðslu um tiltekið málefni ef ósk um það berist frá þúsund flokks- mönnum. Í inngangi Kristjáns Þórs segir að nú sé ögurstund í íslenskum stjórnmálum. Áhyggjuefni sé hversu lítils trausts stjórnmála- flokkar njóti og besta leiðin til að breyta því sé að auka þátttöku almennra flokksmanna og treysta virkt lýðræði í sessi. - sh Framtíðarnefnd Sjálfstæðisflokksins vill að allir flokksmenn geti setið landsfund: Alþingismenn til svara á Bláu línunni ÖGURSTUND Kristján Þór Júlíusson vill styrkja virkt lýðræði í Sjálf- stæðisflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.