Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 42
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR42 . ■ VISSIR ÞÚ? B ráð hætta steðjar enn að 13,3 milljón- um manna í Austur- Afríku sem svelta heilu hungri vegna verstu þurrka í ára- tugi. Helmingur þeirra eru börn. Svæðið – oft nefnt Horn Afríku – er gríðarlega stórt og erfitt er að koma fólki þar til hjálpar. Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við hefur þeim sem eru hjálpar þurfi fjölgað um 900 þúsund manns síðan í ágúst. Þar sem neyðin er stærst Neyðin nær til fjögurra landa á Horni Afríku. Keníu, Eþíópíu, Djí- bútí og Sómalíu. Talið er að 320 þús- und börn yngri en fimm ára þjáist af alvarlegum næringarskorti og séu dauðvona, verði þeim ekki rétt hjálparhönd hið fyrsta. Vandinn er sem fyrr mestur í suðurhluta Sóm- alíu þar sem tugþúsundir barna hafa þegar dáið úr hungri. Börn flóttafólks eru í mikilli hættu en Sómalar streyma til nágrannaland- anna þriggja sem fyrr voru nefnd. Margir deyja á leiðinni og lítt betri aðstæður bíða þeirra þegar og ef áfangastað er náð. Þríhöfða dreki Hörmungarnar sem dunið hafa yfir löndin fjögur eru ekki aðeins af náttúrulegum toga. Vissulega er uppskerubrestur og fallinn búfénaður í grunninn helsta ástæðan en efnahagslegir og pólitískir þættir spila einnig stórt hlutverk og magna neyðina margfalt. Matvælaverð hefur snarhækkað og uppskerubrestur hefur til dæmis leitt til þess að verð á dúrru, kornjurt sem gefur milljónum mjöl til matargerðar, hefur hækkað um 250 prósent í Sómalíu á einu ári. Stjórnmála- ástandið í landinu, en þar hefur í raun ríkt borgarastyrjöld í tvo áratugi, gerir ástandið á stórum svæðum nær vonlaust. Neyðin er átakanlegust hjá konum og börnum – eins og löngum þar sem fer saman skortur, sjúkdómar og átök. Aðgerðir bera árangur Þrír mánuðir eru liðnir frá því að landsnefndir UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna – hófu söfnun til að styrkja neyðarstarf samtakanna á þurrkasvæðinu. Rúmlega 11.600 Íslendingar studdu söfnun UNI- CEF á Íslandi. Mannúðaraðgerðirnar hafa skilað umtalsverðum árangri. Yfir 100 þúsund börn hafa þegar verið meðhöndluð gegn vannær- ingu og milljón börn hafa verð bólusett gegn mislingum. En eins og lýst hefur verið er neyð- arástandið viðvarandi og frekari aðgerða er þörf ef koma á í veg fyrir að hundruð þúsunda barna láti lífið af völdum vannæringar og sjúkdóma. „Sökum stærðargráðu ástands- ins þurfum við enn að auka við neyðaraðstoð okkar og á sama tíma leggja grunn að langtíma þróunarverkefnum til að fyrir- byggja að hörmuleg ógæfa sem þessi eigi sér stað að nýju,“ segir Elhadj As Sy, svæðisstjóri UNI- CEF fyrir austur- og suðurhluta Afríku. Veðurspáin Spár fyrir regntímabilið, sem hefst nú í október og nær fram í desember, gefa til kynna að fæðu- öryggi gæti aukist í Keníu og Eþí- ópíu. Reynslan sýnir á hinn bóg- inn að regntímabil sem koma eftir mikla þurrka auka hættuna á flóðum og útbreiðslu lífshættu- legra sjúkdóma á borð við kóleru og malaríu. Frá Sómalíu eru góðu fréttirnar að í suður- og miðhluta landsins, þar sem aðgangur mannúðarsam- taka er takmarkaður, hefur UNI- CEF náð til 350 þúsund manna. Sjá: unicef.is/files/file/Austur_Afrika.pdf Börnin þjást að venju mest Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við neyðinni í Austur-Afríku hefur þeim sem eru hjálpar þurfi fjölgað um tæpa eina milljón. Eins og Svavar Hávarðsson komst að bíður hungurdauði 320 þúsund barna ef frekari hjálp berst ekki í tíma. Alvarlega vannært barn hvílist í neyðarmiðstöð á sjúkrahúsi í Lodwar, höfuðborg Turkana-héraðs. Hlutfall alvarlegra vannærðra barna á svæðinu er yfir 37 prósentum, og hefur aldrei verið hærra. Hirðingjar, sem eru meirihluti íbúa, hafa selt bústofn sinn til að kaupa mat. Matvörur hækka stöðugt í verði sem eykur enn á neyð fólks. MYND/UNICEF/NJUGUNA Nautgripir reyna að kroppa stöku strá á örfoka landi í Eþíópíu. Vegna þurrka hefur bústofn og uppskera tapast sem ógnar lífs- háttum hirðingja sem og annarra. Tapaður bústofn þýðir í raun að engin leið er fyrir fólk að byggja upp nýtt líf þegar loks lætur af verstu þurrkunum. MYND/UNICEF/JENSEN Þunguð kona liggur í neyðarskýli í Mógadisjú, höfuðborg Sóm alíu. Flugnanet hanga yfir konunni sem er ein tugþúsunda sem hafa leitað til borgarinnar eftir hjálp. Um 1,5 milljónir Sómala hafa flúið heimili sín og eru á vergangi eða í flóttamannabúðum þar. MYND/UNICEF/HOLT Ekkjan Amina Ali ber ungt barn sitt á bakinu í Bouldougo, fátækrahverfi í höfuðborginni Djíbútí. Amina, sem er fjögurra barna móðir, er Sómali sem hefur búið í Eþíópíu um skeið. Eftir að bústofn hennar féll gekk hún í átta daga til Bouldougo, en þar skortir allar helstu nauðsynjar. Barn hennar er alvarlega vannært. MYND/UNICEF/MEKKI Kenía 450.000 MANNS Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Sómalía 750.000 MANNS SVELTA HEILU HUNGRIEþíópía 160.000 BÖRN FYRIR NEÐAN HUNGURMÖRK Djíbútí 23.000 BÖRN HAFA FENGIÐ LÍFSNAUÐSYNLEGA AÐSTOÐ ... að fjórar milljónir Sómala búa við skort. Þar sem ástandið er verst, í suðurhluta landsins, eru 750 þúsund manns við dauðans dyr. ... að í Keníu búa 450 þúsund manns í flótta- mannabúðum við borgina Dadaab. Sex af hverjum tíu eru börn. ... að 842 þúsund flóttamenn frá Sómalíu, Súdan og Eþíópíu eru taldir hjálparþurfi. Margir eru sjúkir og alvarlega vannærðir, sér- staklega fólk frá Sómalíu og aðallega börn. ... að í Eþíópíu munu 160 þúsund börn til viðbótar færast niður fyrir hungurmörk fyrir áramót ef ekkert er að gert. ... að 23 þúsund börn í Djíbútí voru með- höndluð vegna vannæringar frá júlí og fram í september. ... að uppskerubresturinn í Sómalíu er sá versti í sautján ár og að kornuppskeran var aðeins þriðjungur af meðaltali áranna 2006 til 2010. ... að verð á nauðsynjavöru hefur aldrei verið eins hátt í Keníu, Eþíópíu, Djíbútí og Sómalíu. Víða hefur verðið þrefaldast. Víða á norðaustur horni Afríku er til matur en fátækir geta ekki keypt sér mat vegna uppskerubrests, falls búfénaðar og tekjubrests almennt. ... að UNICEF hefur bólusett 964 þúsund börn í Sómalíu gegn mislingum, 426 þúsund hafa verið bólusett gegn mænusótt og tæp milljón hefur fengið vítamín? … koma nærri 10.000 tonnum af hjálpar- gögnum frá UNICEF á vettvang. … meðhöndla 108.000 börn gegn vannæringu. … bólusetja 1,2 milljónir barna gegn mislingum. … veita 2,2 milljónum manna aðgang að hreinu vatni. Djíbútí Sómalía Kenía Eþíópía Djíbútí Addis-Ababa Mógadisjú Naíróbí ■ 4 milljónir ■ 120.000 ■ 19.000 ■ 4,5 milljónir ■ 262.000 ■ 3,7 milljónir ■ 561.000 ■ Íbúar í nauð ■ Flóttamenn … tryggja 48.000 börnum aðgang að barnvænum svæðum eða öðru öruggu umhverfi. ÓTAL MANNSLÍFUM BJARGAÐ: NEYÐARÁSTANDINU ÞÓ LANGT Í FRÁ LOKIÐ UNICEF og samstarfsaðilar hafa náð að … 13,3 milljónir manna í nauð 750.000 vannærð börn undir 5 ára, þar af yfir 320.000 alvarlega vannærð. GRAFÍK:UNICEF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.