Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 40
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR40 Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í rekstur veitingasölu Listasafns Kópavogs–Gerðarsafns. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11.00–17.00. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 7. nóvember 2011 í Þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 200 Kópavogi. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 22. nóvember 2011 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þar mæta. Gerðarsafn er framsækið listasafn með megináherslu á nútíma- og samtímalist í glæsilegri byggingu á besta stað í Kópavogi. Safnið er reist í minningu Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Í Gerðarsafni eru á hverju ári haldnar um 10 sýningar af fjölbreyttu tagi, innlendar sem erlendar. Þrír sýningarsalir eru í safninu, tveir á efri hæð en á neðri hæð er fjölnota sýningarsalur ásamt bjartri og notalegri kaffistofu. H ann gekk um gólf í stofunni með mig á bakinu, út á ganginn langa alveg fram að for- stofu, aftur til baka, ég er með hendurnar í vestis- vösunum, þannig man ég hann fyrst. Man ekkert hvað hann var að söngla, eitthvað var það. Lágum rómi. Vesti, já, hann var í vesti sem var hluti af jakkafötum sem Frakkar kalla trois pièces, þrír hlutar, buxur, vesti, jakki. Hann gekk ein- faldlega alltaf í þannig fötum, þá meina ég alltaf. Ég sá föður minn aldrei nema í jakkafötum. Hvorki hversdagslega né spari. Hann setti jakkann á stólbak inni við, þá var hann í vesti, þannig gekk hann með mig um gólf. En í heyskap, fór maðurinn ekki í vinnugalla í heyskap? Eða gegning- um? Eða tók hann ekki þátt í hey- skap og gegningum? Jú, einkum heyskap. En þá var hann í gömlum sparifötum. Fötum sem höfðu fyrst verið úrskurðuð hversdagsföt, síðan vinnuföt. Svörtum eða dökk- um. Gúmmístígvélin voru næst því að vera sveitaföt. Jakkafötin bara mismunandi fín eða lúin. Það var örlítið sérkennilegt að sjá séra Pál í heyskap. Alltaf sem sagt í jakka- fötum og skyrtu, stundum var hún kragalaus, fyrrverandi harðflibba- skyrta sem hafði gengið tröppu- ganginn niður í hversdaginn. Eftir á að hyggja, þá var einhver dásamleg sögn í þessu. Presturinn þóttist ekki vera neitt annað en menntamaður, hvítflibbi, skamm- aðist sín alls ekkert fyrir það. En hin hliðin á starfsemi hans var óneitanlega að vera bóndi þótt hann hefði engan sérstakan áhuga á því. Í því hlutverki vílaði hann ekki fyrir sér að taka þátt, leggja hönd á plóg eða öllu heldur hrífu, án þess þó að afneita sínu hlutverki sem skrifborðsmaður í jakkafötum. Hann var alvarlegur, diplómat- ískur, blíðari en hann leit út fyrir, var yfirleitt með grímu alvörunn- ar. Undir grímunni var hann ein- staklega hlýr. Blíðlegur og sposkur. Skaftfellingur. Hólaútgáfan af Hornafjarðar- kyninu. Margir ættmenn mínir eru þannig. Skrýtið til þess að hugsa, hann var fæddur á nítjándu öld, að vísu í blálokin en nítjándu öld samt. Nú er það svo, að föður mínum kynntist ég ekki svo ég muni fyrr en hann var kominn vel á sextugs- aldur. Hann var fimmtugur þegar ég fæddist, það er að segja, varð það þremur vikum síðar, ég var skírður á fimmtugsafmæli hans. Móðir mín var fjörutíu og þriggja. Systkini mín hafa vitanlega ítar- legri mynd af þeim, þau kynntust þeim báðum á lengra tímabili. Ég hitti Sigurborgu föðurömmu mína aldrei, af sjálfu leiðir, hún dó þrettán árum áður en ég fædd- ist, næstum því upp á dag, skeikar einum degi. Hennar dánardægur degi eftir afmælisdaginn minn. Hún var að sjálfsögðu í ramma í sparistofunni, ég starði langtímum saman á hana, ekki síður en hina ömmu mína. Ég „kynntist“ þeim þannig á undarlegan hátt, ég hætti oft ekki fyrr en ljósmyndirnar byrjuðu að tala við mig. Amma Sigurborg er alvarleg á ljósmyndinni. Blíðleiki í augum og eitthvað í munnsvip og andlits- dráttum sem ekki er auðvelt að lýsa, einhvers konar viðkvæmur lífsþróttur og seigla, aldagömul þjáning væri freistandi að segja, ef hlypi í mann stemning. Ég heiti eftir henni, átti að vera stelpa, enginn vissi neitt fyrirfram á þessum árum, enginn sónar á Kópaskeri né annars staðar. Það blasti við þegar ég fæddist að planið gekk ekki upp, ég var ekki stelpa, þar með var Sigurborg úr leik. Sig- urður varð niður staðan, amma var reyndar Sigurðar dóttir. Samt var það alltaf á hreinu að ég héti eftir ömmu, ekki langafa. Reyndar hét ég líka eftir bróður pabba sem dó rúmlega tvítug- ur. Séníið í systkina- hópnum, öllum mikill harmdauði. Spilaði á orgel, lýsingar föður míns á þeim músík- stundum minntu á frá- sagnir Óvíds af Orfeifi sem gat tamið villidýr með hljóð- færaslætti og steinar og tré hreyfðu sig eftir leik hans. Ég hef áður sagt frá því hvernig ákveðin meinloka sem tengdist nafni mínu varð til þess að ég var klár á því að ég yrði ekki eldri en 24 ára. Þannig var að systkini pabba voru tíu og sjö þeirra kom- ust til fullorðinsára. Lengi vel hélt ég að bræðurnir þrír sem létust hefðu borið nafnið Sigurður og sá elsti hefði dáið 24 ára. Það var mis- skilningur, tveir hétu Sigtryggur og nafni minn dó 21 árs. Arnór móðurafi dó sirka 35 árum áður en ég fæddist, Stefán fóstur- faðir mömmu var líka dáinn, svona gengur þetta fyrir sig þegar for- eldrarnir eru svona gamlir þegar þau eiga mann, þá liggur ættbog- inn meira og minna allur í valnum. En einn var enn á lífi þegar ég kom til sögunnar. Þorleifur afi í Hólum. Hann varð reyndar 92 ára. Ég hitti hann aldrei en skrif- aðist á við hann. Bréfin frá honum voru skrifuð með sægrænu bleki, hann var formaður Framsóknar- flokksins frá 1922 til 1928. Jóhanna Katrín, amma á Báru- götunni, járnbent íhald, hafði víst ekki verið hrifin af því að einka- dóttir hennar, móðir mín, væri að dandalast með syni framsóknarfor- ingja. Mér skilst reyndar að þetta hafi verið áður en hún talaði við þennan hlýlega Hornfirðing, eftir að hún kynntist honum hurfu allir fordómar og hún var afar ánægð með ráða- haginn. Þegar Þorleifur afi dó var ég átta ára. Ég hafði ákaflega litla reynslu af dauðanum, samt gerði ég mér grein fyrir að þetta væri þónokkuð alvarlegt. En ég var svo vanur því að afar og ömmur væru til í einhvers konar sýnd- arveruleika, hugar- myndir bak við ljós- mynd, að ég náði ekki alveg þeim endanleika sem dauðinn flutti Þorleifi afa og penna- vináttu okkar. Það var ekki fyrr en þankinn kviknaði að nú fengi ég aldrei framar bréf, skrifuð með sægrænu bleki, að ég náði loks hinni sorg- legu hlið málsins. Þessi mikli aldursmunur á mér og foreldrunum varð til þess að pabbi og mamma urðu mér ímynd afa og ömmu jafnframt foreldra- hlutverkinu, allt í einum pakka. Sem var auðvitað fínt því að engum slíkum fyrirbærum fékk ég að kynnast nema fósturmóður mömmu. Jafnframt þessu urðu systkini mín hálfgerðir foreldrar, einkum tvö þau elstu. Þessar aðstæður urðu til þess að ég ólst upp við frek- ar milt en fjölmennt foreldravald. Ég minnist þess að hafa öfund- að krakkana á hinum bæjunum sem áttu unga foreldra, Jón vin minn í Ærlækjarseli, Daða í Klifs- haga, mæður þeirra bráðungar og glæsilegar, Erla í Seli og Þóra í Klifshaga. Jafnframt man ég eftir glóandi sektarkennd yfir þessari tilfinningu. Ekki samt jafn þungri og þeirri sem greip mig þegar mér var sagt að mamma væri með hár- kollu af því að hún hefði misst hárið þegar hún gekk með mig. Ég sá föður minn aldrei nema í jakka fötum. Hvorki hvers- dagslega né spari. Á sparifötum í heyskapnum FORELDRAR Í FJÖLÞÆTTUM HLUTVERKUM Talsverður aldursmunur var á Sigurði Pálssyni og foreldrum hans. Þetta varð til þess að pabbi hans og mamma urðu honum ímynd afa og ömmu jafnframt foreldrahlutverkinu. Bernskubók Sigurðar Pálssonar kallar fram lifandi fortíðarmyndir frá uppvaxtarárum skáldsins í Norður- Þingeyjarsýslu, þar sem hann bjó frá fæðingu fram á unglingsár. Hún kallast á við Minnis- bók Sigurðar, sem hann hlaut Íslensku bókmennta verðlaunin fyrir árið 2007. Hér birtir Fréttablaðið kafla úr bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.