Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 68
KYNNING − AUGLÝSINGSkrifstofan LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 20116 Fyrirtækjasvið Pennans býður sérsniðnar lausnir f y r ir fyrirtæki og kappkostar að veita framúrskarandi þjónustu enda er starfsfólk okkar boðið og búið til þess að veita faglega og persónulega ráðgjöf,“ segir Ingibjörg Ásta Hall- dórsdóttir, markaðsstjóri Pennans. „Vöruframboð Pennans er meðal annars á sviði skrifstofuhúsgagna, ritfanga og rekstrarvara. Fyrirtæki sem eru í heildarviðskiptum við Pennann njóta sérkjara hjá okkur og fyrirhafnarlausra viðskipta. Í hverjum mánuði eru góð tilboð og sérstakur glaðningur fylgir öllum pöntunum yfir 15.000 krónum auk þess sem frír akstur er innifalinn.“ Í verslunum Pennans er hægt að kaupa allt sem þarf til daglegs skrif- stofuhalds og afþreyingar, eins og pappír, húsgögn, ritföng, tónera, kaffi, bækur, tímarit og fleira. Penn- inn býður fyrirtækjum jafnframt að fá kaffi- og vatnsvélar í gegnum þjónustusamning. „Við val á vélbún- aði er horft til áralangrar reynslu samstarfsaðila okkar í Te & kaffi en við leggjum metnað okkar í að bjóða bestu vélar og hráefni hverju sinni,“ segir Ingibjörg Ásta. Hún segir starfsfólk Pennans kenna á búnaðinn ásamt því að sjá um upp- setningu og viðhald sé þess óskað. Ingibjörg Ásta segir f jölda fyrirtækja vera í daglegum viðskipt- um við Pennann og hafa myndast góð kynni milli starfsfólks og við- skiptavina. „Stærri og millistór fyrirtæki versla beint í gegnum fyrirtækjasviðið og fá því vörurnar sendar heima að dyrum.“ Ingibjörg Ásta segir að nú sé vinna í gangi sem miðar að því að gera vefverslun Pennans mun öfl- ugri en þar er hægt að gera pant- anir á f ljótlegan hátt sem send- ar eru hvert á land sem er. „Í vef- verslun okkar er hægt að fletta upp fjölbreyttu vöruúrvali, skoða lag- erstöðu og leggja fram pantanir á einfaldan og f ljótlega hátt. Við- skiptavinir geta fengið séraðgang og útbúið sína eigin körfu með sér- völdum vörum og flýtt þannig fyrir næstu pöntun.“ Í dag eru tvær verslanir starf- andi undir vörumerkjum Penn- ans; önnur með áherslu á ritföng og rekstrarvörur en hin býður upp á fjölbreytt úrval skrifstofuhúsgagna. Á næstunni eru síðan fyrirhugaðir flutningar á fyrirtækjasviði og skrif- stofu Pennans. Jafnframt mun hús- gagnaverslun Pennans sem heyr- ir undir fyrirtækjasviðið f lytja úr Hallarmúla 4 yfir í nýja húsnæð- ið sem verður á Grensásvegi 11. Að sama skapi mun ritfangaverslun Pennans, sem hefur verið í Hallar- múla 2, færast yfir í fyrra húsnæði húsgagnaverslunar Pennans, Hall- armúla 4. „Nýja húsnæðið á Grens- ásvegi 11 er mjög hentugt fyrir fyrr- nefndar starfseiningar fyrirtækis- ins og þessi breyting verður án efa mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið í heild og mun stytta boðleiðir enn frekar.“ Allt fyrir skrifstofuna Fyrirtækjasvið Pennans þjónustar fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og kemur starfsfólk til móts við mismunandi þarfir og býður heildarlausnir fyrir hvern og einn. Skrifstofurómans er sígilt og vinsælt viðfangsefni í kvikmyndum og vefsíðan filmcritic.com tók saman lista yfir tíu bestu kvikmyndirnar sem fjalla um ástarævintýri á vinnustað. Segir í samantekt um myndirnar að þær gefi þá hugmynd að það sé bara hið besta mál að láta eftir sér að rækta ástina á skrifstofunni, þótt margir yfirmenn í raunveruleikanum líti slíkt hornauga. Í tíunda sæti listans er myndin No Reservations frá 2007. Catherine Zeta-Jones leikur þar yfirkokk sem á í ástar/ haturssambandi við undirmann sinn sem Aaron Eckhart leikur. Eins og vera ber í kvikmynd af þessu tagi sigrar ástin að sjálfsögðu og þau lifa hamingjusöm upp frá því. Mel Gibson og Helen Hunt eru stjörnurnar í myndinni í níunda sæti, What Women Want frá 2000, sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Two Weeks Notice frá 2003 vermir áttunda sæti listans. Þar leika Hugh Grant og Sandra Bullock pólitíska andstæð- inga sem auðvitað fella hugi saman í rás myndarinnar. Bæði eru þau þrautreynd í rómantískum gamanmyndum og klikka ekki hér frekar en endranær. Eldri myndir raða sér um miðbik listans: 7. Superman: The Movie (1978), 6. Broadcast News (1987), 5. Lover Come Back (1961) og 4. Working Girl (1988). Þriðja sætið eiga svo Tom Cruise og Renee Zellweger í myndinni Jerry Maguire frá 1996. Filmcritic.com kallar samband þeirra í myndinni „ferskt og laust við væmni“ sem sé kærkomin tilbreyting í myndum af þessu tagi. His Girl Friday frá 1940 krækir í annað sætið. Þar eiga Cary Grant og Rosalind Russell í stormasömu sambandi á ritstjórn dagblaðs, hann sem yfirmaður og hún sem fréttamaður og það sem flækir samskipti þeirra enn frekar er að þau eru fyrrver- andi hjón. Filmcritic.com hrósar handriti myndarinnar í hástert og segir svona vel skrifaðan texta sorglega sjaldgæfan í kvikmyndum samtímans. Hin umdeilda mynd Secretary frá 2002 situr á toppi listans. Myndin skaut Maggie Gyllenhaal upp á stjörnuhimininn en sam- band hennar og James Spader í myndinni er eitt það óvenjulegasta og mest hrollvekjandi í kvikmyndasögunni að mati síðunnar. Ástin blómstrar á skrifstofunni Maggie Gyllenhaal í Secretary. Two Weeks Notice No Reservations Í verslunum Pennans er hægt að kaupa allt sem þarf til daglegs skrifstofuhalds og afþreyingar; jafnt húsgögn, ritföng, tímarit sem og kaffi. Markaðsstjórinn Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir og framkvæmdastjórinn Sædís Guðmundsdóttir taka vel á móti fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íslensk framleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.