Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 4
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 04.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,1559 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,13 114,67 182,91 183,76 157,93 158,81 21,217 21,341 20,4 20,52 17,381 17,483 1,462 1,4706 180,08 181,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Reynir Þór Eurovision-fræðingur var rangfeðraður í grein um nýjan Euro- vision-þátt. Reynir Þór er Sigurðsson. LEIÐRÉTT VIÐ ERUM 50 ÁRA FAGNAÐU MEÐ OKKUR 3.–5. NÓVEMBER FRÁ KLUKKAN 8:50–21:50 Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is AFSLÁTTUR AF ÖLLU TÆKNI Breyting úr Breiðbandi í Ljósnet hjá Símanum getur hlaup- ið á tugum þúsunda fyrir hvert heimili. Síminn hefur unnið að þessum framkvæmdum undan- farið ár og er áætlað að þeim ljúki árið 2012 til 2013. Kostnaður fyrir heimili fer eftir því hvort er um að ræða fjölbýli eða einbýli og hvort þurfi að tengja og leggja nýja kapla innanhúss. Þetta kemur fram á vef Neytendasam- takanna. Síminn mun senda bréf til allra heimila um það bil fjórum vikum áður en umtenging fer fram og þjónustufulltrúar munu hringja á heimilin og kynna betur þá möguleika sem koma í staðinn. Lagalega séð stendur ekkert í vegi fyrir Símanum að taka Breiðbandið af markaði. - sv Breiðbandið brátt af markaði: Getur reynst kostnaðarsamt SÍMINN Ekkert stendur í vegi fyrir Símanum að taka Breiðbandið brátt af markaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÍBÍA, AP Nýr forsætisráðherra Líbíu segir að það gæti tekið marga mánuði að afvopna fyrr- verandi uppreisnarmenn. Hann segir að fólk verði ekki afvopnað með valdi. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur lýst yfir áhyggjum sínum af vopnum meðal óbreyttra borgara. Ráðið óttast að þau gætu fallið í hendur Al- Kaída og annarra hryðjuverka- hópa. Fyrst um sinn sögðu leiðtogar þjóðarráðsins að vopnum yrði safnað skömmu eftir að stjórn Gaddafís félli. Forsætisráðherr- ann Abdurrahim al-Keib segir nú að fólk verði ekki afvopnað nema hægt verði að bjóða því eitthvað í staðinn, svo sem vinnu. - þeb Uppreisnarmenn í Líbíu: Tekur mánuði að afvopna fólk NÝJA-SJÁLAND, AP Þriggja ára gömul stúlka á Nýja-Sjálandi var föst heima í tvo daga eftir að móðir hennar lést áður en lög- regla kom henni til bjargar. Litla stúlkan lifði á osti, afgangi af lasagna og mjólk sem hún fann í ísskápnum. Hún er sögð hafa huggað sjálfa sig með bangsa. Móðir hennar var 28 ára gömul. Þegar hennar nánustu höfðu ekki heyrt frá henni í tvo daga urðu þeir áhyggjufullir. Lögreglumenn fengu stúlkuna síðan til að ýta stofuborði upp að útidyrahurð til að hleypa þeim inn. Stúlkan sagði að móðir hennar vildi ekki vakna. Þeir komu stúlkunni á sjúkrahús þar sem hún dvaldi í nokkra daga. - þeb Þriggja ára á Nýja-Sjálandi: Ein heima með látinni móður VIÐSKIPTI Allar 68 umsóknir banka um að fá að eiga fyrirtæki í óskyld- um rekstri lengur en í 12 mánuði voru samþykktar. Þetta staðfestir Fjármálaeftirlitið (FME). Afar mis- munandi er þó hversu langir veittir frestir eru. Alls eru 137 félög í óskyldri starfsemi í eigu íslenskra banka í dag. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn Félags atvinnurek- enda (FA). Samkvæmt lögum mega bankar einungis eiga fyrirtæki í óskyldri starfsemi í 12 mánuði án þess að leita eftir undanþágu vegna þess eignarhalds hjá FME. Dæmi eru um að bankar eða dóttur félög þeirra hafi átt fyrirtæki sem keppa á samkeppnismarkaði í meira en 30 mánuði. Þau tímamörk voru sett inn í lög um fjármálafyrirtæki í fyrrasumar. Frá og með 25. júní 2011 hafa bankar þurft að sækja um undanþágu til að eiga fyrirtæki í lengri tíma en ár. FME hefur haft virkt eftirlit með því að þessu sé hlýtt og Gunnar Andersen, forstjóri eftirlitsins, sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag að það væri tilbúið að beita viðurlögum gegn bönkum sem draga að selja fyrirtæki í óskyldum rekstri. Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FA, segir mjög gott að þessar upplýsingar séu komnar fram. Það séu þó ákveðin vonbrigði að fyrirspurnum félagsins sé ekki svarað að fullu, en þau vildu meðal annars fá að vita hvaða tímafrestir hafi verið veittir og hvort þeir hafi verið framlengdir. „Okkur finnst mjög mikilvægt að þessi tölfræði sé öll birt. Við teljum að það sé mikill Allar 68 umsóknirnar um frest samþykktar FME hefur samþykkt allar umsóknir banka um að fá að eiga fyrirtæki sem þeir hafa tekið yfir í lengri tíma en eitt ár. Alls eiga bankarnir 137 fyrirtæki í óskyldum rekstri. Eftirlitið neitar að veita upplýsingar um lengd tímafresta. VÍÐTÆKIR Alls eru 137 fyrirtæki í eigu bankanna. Langflest þeirra eru í faðmi stóru viðskiptabankanna þriggja, sem eru nánast einráðir á íslenskum bankamarkaði. Ókeypis í bíó í Egilshöll Landsmönnum gefst kostur á að fara í bíó í dag án endurgjalds í tilefni af eins árs afmæli Sambíóanna í Egils- höll. Ókeypis verður inn á milli tvö og fjögur síðdegis, eða á meðan húsrúm leyfir. Gestum verður boðið upp á veitingar og krakkar geta vænst þess að fá óvæntan glaðning. REYKJAVÍK VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 17° 11° 11° 15° 18° 10° 10° 23° 14° 20° 10° 21° 9° 16° 15° 9° Á MORGUN 10-18 m/s. MÁNUDAGUR Vaxandi SA-átt síðdegis. 3 5 5 4 4 -1 4 6 6 6 8 8 9 8 9 3 15 10 13 8 10 10 4 4 2 5 5 0 0 4 2 6 SKÚRIR EÐA SLYDDUÉL Nokkuð stíf suðvestanátt á landinu á morgun og skúrir eða slydduél vestan til. Það ganga síðan skil yfi r landið á morgun með til- heyrandi úrkomu. Kólnar í veðri síðdegis í dag en hlýnar á ný um tíma á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FRAKKLAND Leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes lauk í gær án niðurstöðu um hvernig Brasilía, Kína og fleiri lönd kæmu að viðbótar- fjármögnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem yrði nauðsynlegt til þess að sjóðurinn gæti látið meira til sín taka á evrusvæðinu. Samkomulag náðist hins vegar um að AGS fengi stærra hlutverk við að hjálpa evru- svæðinu út úr vandræðum. Nánari útfærsla bíður hins vegar fram í febrúar. Þá lagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, til að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði falið að fylgjast grannt með aðhaldsaðgerðum sínum og framkvæmd þeirra. Hinir leiðtogarn- ir féllust fúsir á þá lausn, sem léttir nokkuð af þeim mestu áhyggjunum vegna fjármála Ítalíu. Fallið var, að minnsta kosti í bili, frá áform- um um að sérstakur skattur yrði lagður á fjár- magnsflutninga. Hins vegar voru leiðtogarnir á einu máli um að stærstu bankar heims verði að safna sér stærri varasjóðum, svo minni hætta verði á hruni stórbanka eins og Lehman- bræðra árið 2008, sem hratt af stað fjármála- hruninu mikla. Þá voru leiðtogarnir einnig á einu máli um að setja strangari reglur um starfsemi vogunar- sjóða og áhættufjárfestingar. Töluverður tími getur þó liðið þangað til þær reglur koma til framkvæmda, þannig að þær munu varla draga neitt úr vandræðum evruríkja á borð við Grikkland og Ítalíu. Athygli fundarmanna beindist mjög að ólgunni á evrusvæðinu þessa vikuna, einkum í Grikklandi þar sem stjórn Georgs Papandreú riðar til falls með afdrifa- ríkum afleiðingum fyrir evrusvæðið. - gb Leiðtogafundur G20-ríkjanna skilaði takmörkuðum árangri vegna óvissu um framtíð evruríkjanna: AGS fengið stærra hlutverk á evrusvæðinu LEIÐTOGAR Í ÞUNGUM SAMRÆÐUM Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, Angela Merkel Þýskalandskanslari, Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. NORDICPHOTOS/AFP Í rannsókn Samkeppniseftirlitsins á stöðu 120 stórra fyrirtækja á völdum samkeppnismörkuðum, sem kynnt var í sumar, var komist að þeirri niður- stöðu að 29% fyrirtækjanna væru í það slæmri fjárhagslegri stöðu að þau réðu ekki örlögum sínum. Þau eru því óbeint í höndum lánardrottna sinna, bankanna. Fréttablaðið hefur á undanförnum vikum fjallað ítarlega um að stærstu viðskiptabankarnir þrír; Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, hafi fengið stóran hluta af mikilvægustu samkeppnismörkuðum landsins í fangið eftir bankahrun. Skuggastjórnun líka mjög víðtæk skortur á nánari svörum varðandi tímafrestina. Það kemur fram að 68 umsóknir um aukinn frest hafa borist eftirlitinu. Við vitum hins vegar ekki hversu langur frestur var gefinn.“ Í svarbréfinu neitar FME að „veita upplýsingar um hve langir frestir hafa verið veittir né hvaða fyrirtæki hafa fengið samþykki eftirlitsins um aukinn frest þar sem slíkar upplýsingar eru til þess fallnar að skaða þann markað sem fyrirtækin starfa á“. Eftirlitið rökstyður þessa afstöðu sína með því að aukin hætta sé á að hugsanlegir fjárfestar í fyrirtækj- unum myndu einfaldlega bíða þar til sá frestur sem FME veitti rynni út og freista þess að kaupa fyrir- tækið „er það er neytt í sölu“. thordur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.