Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 30
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR30 U ndanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim,“ segir Khalid Malik, sviðsstjóri þró- unarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslu- gerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóð- anna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina. „Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðar- tekjur,“ segir Malik, „en á lífskjaramæli- kvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti.“ Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar fram- farir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátæk- ari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna lofts- lagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stór tækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstak- lega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíð- ar og athyglinni beint að þeirri ósann- girni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu sam- tímans. „Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri,“ segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegis- fundi í Norræna húsinu í gær. „Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðar- tekjurnar væri Ísland í 25. sæti. Auk lífskjaravísitölunnar eru birtar í skýrsl-unni þrjár aðrar vísitölur, sem eiga að gefa fyllri upplýsingar um raunveruleikann í hverju landi. Þessar þrjár nýju vísitölur voru fyrst birtar árið 2010, og birtast nú öðru sinni í skýrslunni fyrir 2011. Ein þeirra er lífskjaravísitalan leiðrétt með tilliti til ójöfnuðar í samfélögunum. Það er gert þannig að frá hverjum hinna þriggja meginþátta lífskjaravísitölunnar, þjóðartekjum, lífslíkum og menntun, eru dregnar tölur um ójöfnuð, þannig að til dæmis misjöfn tekjudreifing í hverju samfélagi kemur til frádráttar þeim þætti vísi- tölunnar. Önnur er kynjamisréttisvísitala, þar sem teknar eru saman tölulegar upplýsingar um dánartíðni mæðra, frjósemi unglinga, hlutfall kvenna á þingi, lengd skólagöngu kvenna og karla, hlutfall kvenna og karla á vinnumarkaði, útbreiðslu getnaðar varna og heilbrigðisþjónustu við fæðingu og eftir fæðingu. Sú þriðja er svo fátæktarvísitala, sem er reikn- uð út fyrir 109 fátækustu ríkin. Þar er reynt að leggja mat á raunverulegan skort á brýnustu lífs- nauðsynjum, nefnilega hreinu vatni, hreinlætis- aðstöðu og eldsneyti til matseldunar, auk þess sem tölur um skólagöngu, dánartíðni barna og næringarástand eru teknar með í reikninginn. ■ ÞRJÁR AÐRAR VÍSITÖLUR LÍFSKJARAVÍSITALA SÞ 2011 1. Noregur 2. Ástralía 3. Holland 4. Bandaríkin 5. Nýja-Sjáland 6. Kanada 7. Írland 8. Liechtenstein 9. Þýskaland 10. Svíþjóð 14. Ísland 178. Gínea 179. Mið-Afríkulýðveldið 180. Sierra Leone 181. Burkina Faso 182. Líbería 183. Tsjad 184. Mósambík 185. Búrúndí 186. Níger 187. Lýðræðislega lýðveldið Kongó (Eystra-Kongó) 0 0,2 0,4 0,6 0,8 1 Þróuðustu löndin (47 lönd alls) Vanþróuðustu löndin (48 lönd alls) Heimsmeðalta ■ Lífskjaravísitalan árið 2011 ■ Lífskjaravísitalan leiðrétt með tilliti til misskiptingar gæða í hverju landi. Aftan við neðri súlu efstu tíu land- anna sést í hvaða sæti viðkomandi land lendir eftir leiðréttinguna. 1 2 4 23 12 6 7 3 Hlýnun jarðar hamlar framförum Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. sé ekki möguleg nema með því að tak- ast á við misskiptingu gæða og mis- munun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál held- ur beinlínis til þess að tryggja sjálf- bærni í framtíðinni.“ Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér- staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og mis- skipting dregur verulega úr lífsgæð- um, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér að neðan. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðu- falla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. „Samt er ástæða til bjartsýni,“ segir í skýrslunni. „Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður.“ NÁTTÚRUHAMFARIR BITNA MEST Á FÁTÆKUM Höfundar þróunarskýrslu SÞ sýna fram á að auknar náttúruhamfarir, sem stafa af hlýnun jarðar, bitna meira á fátæku löndunum en þeim sem iðnust eru við að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.