Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 30
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR30
U
ndanfarin tuttugu ár
hefur þróunarskýrslan
skapað umræður og haft
margvísleg áhrif víða
um heim,“ segir Khalid
Malik, sviðsstjóri þró-
unarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.
Hann segir útgangspunkt skýrslu-
gerðarinnar frá upphafi hafa verið
þann, að hin raunverulega auðlegð þjóð-
anna sé fólkið í hverju landi fyrir sig.
Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu
ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks,
heldur hafa þættir á borð við menntun
og heilsufar verið teknir inn í myndina.
„Bandaríkin væru til dæmis alltaf í
efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðar-
tekjur,“ segir Malik, „en á lífskjaramæli-
kvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er
Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef
eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar
væri Ísland í 25. sæti.“
Framfarir
Skýrslan sýnir að verulegar fram-
farir hafa orðið í öllum heimshlutum
síðustu áratugina. Framfarirnar hafa
hlutfallslega verið hraðastar í fátæk-
ari löndunum, en á því kann að verða
breyting í nánustu framtíð vegna lofts-
lagsbreytinga, sem erfiðlega hefur
gengið að ná tökum á.
Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga
bitna frekar á fátækari löndunum, þar
sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum
áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd,
heldur hin auðugri, sem eru stór tækust
í losun gróðurhúsalofttegunda.
Í skýrslunni er athyglinni sérstak-
lega beint að þeirri ósanngirni, sem í
þessu felst. Einnig er horft til framtíð-
ar og athyglinni beint að þeirri ósann-
girni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að
þola afleiðingarnar af óhófsneyslu sam-
tímans.
„Meginboðskapur skýrslunnar er
held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni
séu nátengd fyrirbæri,“ segir Malik,
sem kynnti skýrslu ársins á hádegis-
fundi í Norræna húsinu í gær. „Til
þessa hefur oftast verið fjallað um
þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan
færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni
Þannig
er Ísland
í 14. sæti
núna eftir
hrunið en
ef eingöngu
væri horft
á þjóðar-
tekjurnar
væri Ísland í
25. sæti.
Auk lífskjaravísitölunnar eru birtar í skýrsl-unni þrjár aðrar vísitölur, sem eiga að gefa
fyllri upplýsingar um raunveruleikann í hverju
landi. Þessar þrjár nýju vísitölur voru fyrst birtar
árið 2010, og birtast nú öðru sinni í skýrslunni
fyrir 2011.
Ein þeirra er lífskjaravísitalan leiðrétt með
tilliti til ójöfnuðar í samfélögunum. Það er gert
þannig að frá hverjum hinna þriggja meginþátta
lífskjaravísitölunnar, þjóðartekjum, lífslíkum og
menntun, eru dregnar tölur um ójöfnuð, þannig
að til dæmis misjöfn tekjudreifing í hverju
samfélagi kemur til frádráttar þeim þætti vísi-
tölunnar.
Önnur er kynjamisréttisvísitala, þar sem
teknar eru saman tölulegar upplýsingar um
dánartíðni mæðra, frjósemi unglinga, hlutfall
kvenna á þingi, lengd skólagöngu kvenna og
karla, hlutfall kvenna og karla á vinnumarkaði,
útbreiðslu getnaðar varna og heilbrigðisþjónustu
við fæðingu og eftir fæðingu.
Sú þriðja er svo fátæktarvísitala, sem er reikn-
uð út fyrir 109 fátækustu ríkin. Þar er reynt að
leggja mat á raunverulegan skort á brýnustu lífs-
nauðsynjum, nefnilega hreinu vatni, hreinlætis-
aðstöðu og eldsneyti til matseldunar, auk þess
sem tölur um skólagöngu, dánartíðni barna og
næringarástand eru teknar með í reikninginn.
■ ÞRJÁR AÐRAR VÍSITÖLUR LÍFSKJARAVÍSITALA SÞ 2011
1. Noregur
2. Ástralía
3. Holland
4. Bandaríkin
5. Nýja-Sjáland
6. Kanada
7. Írland
8. Liechtenstein
9. Þýskaland
10. Svíþjóð
14. Ísland
178. Gínea
179. Mið-Afríkulýðveldið
180. Sierra Leone
181. Burkina Faso
182. Líbería
183. Tsjad
184. Mósambík
185. Búrúndí
186. Níger
187. Lýðræðislega
lýðveldið Kongó
(Eystra-Kongó)
0 0,2 0,4 0,6 0,8 1
Þróuðustu löndin (47
lönd alls)
Vanþróuðustu löndin
(48 lönd alls)
Heimsmeðalta
■ Lífskjaravísitalan árið 2011
■ Lífskjaravísitalan leiðrétt með tilliti til
misskiptingar gæða í hverju landi.
Aftan við neðri súlu efstu tíu land-
anna sést í hvaða sæti viðkomandi
land lendir eftir leiðréttinguna.
1
2
4
23
12
6
7
3
Hlýnun jarðar hamlar framförum
Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í
löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar.
sé ekki möguleg nema með því að tak-
ast á við misskiptingu gæða og mis-
munun fólks. Það þarf að líta á þessi
mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál held-
ur beinlínis til þess að tryggja sjálf-
bærni í framtíðinni.“
Misskipting
Lífskjaramælikvarði skýrslunnar
hefur síðustu árin verið leiðréttur sér-
staklega með tilliti til mismununar og
misskiptingar gæða í löndum heims.
Þar kemur í ljós að mismunun og mis-
skipting dregur verulega úr lífsgæð-
um, en misjafnlega mikið eftir löndum.
Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á
milli íbúa hvers lands myndi staða þess
lands á lífskjaralistanum vera óbreytt,
en þegar tillit er tekið til misskiptingar
breytist röðin töluvert, eins og sjá má
dæmi um í súluritinu hér að neðan.
Í skýrslunni er meðal annars bent á
það, að hættan á meiðslum eða dauða
af völdum flóða, fárviðris eða skriðu-
falla er meiri meðal barna, kvenna og
aldraðra, einkum í fátækari löndum.
„Samt er ástæða til bjartsýni,“
segir í skýrslunni. „Að mörgu leyti
eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir
framfarir en nokkru sinni áður.“
NÁTTÚRUHAMFARIR BITNA MEST Á FÁTÆKUM Höfundar þróunarskýrslu SÞ sýna fram á að auknar náttúruhamfarir, sem stafa af hlýnun jarðar,
bitna meira á fátæku löndunum en þeim sem iðnust eru við að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. NORDICPHOTOS/AFP