Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 28
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR28 R eykjavíkurborg tók um mánaða- mótin sextán til- lögur til umfjöllun- ar af vefnum Betri Reykjavík, www. betrireykjavik.is, eins og hún hafði skuldbundið sig til. Betri Reykjavík er nokkurs konar samfélagsvefur sem er rekinn af sjálfseignar stofnuninni Íbúar Samráðslýðræði, í sam- starfi við Reykjavíkurborg. Vefurinn var opnaður formlega 19. október síðastliðinn. Við- brögðin létu ekki á sér standa og nú er hægt að skoða á vefnum á fjórða hundrað tillagna til úrbóta frá vel á annað þúsund borgar- búum. Einfalt er að freista þess að hafa bein áhrif á málefni borgarinnar, með því að skrá sig og setja fram hugmyndir um málefni er varðar rekstur og þjónustu. Auk þess að setja fram hugmyndir er hægt að skoða hugmyndir annarra, rök- styðja mál, segja skoðun sína eða gefa hugmyndum og rökum vægi með því að styðja eða vera á móti. Vægi hugmynda ræðst af því hversu margir styðja hana eða eru á móti henni. Næstmestu áhrifin á röðunina koma til af því meðal- tali sem hugmynd fær, eftir því hvernig notendur Betri Reykja- víkur raða henni í forgangsröð á síðunni „mínar hugmyndir“. Notendur safna samfélags- stigum og geta meðal annars notað þau til að hvetja aðra not- endur til að styðja við þær hug- myndir sem viðkomandi vill koma á framfæri. Notandi fær meðal annars eitt samfélagsstig ef einhver ákveður að fylgjast með honum og tapar einu stigi þegar einhver hættir að fylgjast með honum. Þá fær hann stig ef einhverjum finnast rök hans gagnleg og viðbótar- stig ef bæði þeim sem styðja hug- mynd og eru á móti henni finnast rök hans gagnleg. Með samfélags- stigum er svo hægt að kaupa hvatningar. Þannig er virkum notendum umbunað með meiri áhrifum. Síðasta virka dag hvers mánaðar verða framvegis fimm efstu hugmyndirnar á Betri Reykjavík og efsta hugmynd- in í hverjum málaflokki færðar til formlegrar umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg. Leyfum hænsnahald í borginni Betri Reykjavík er nýr samráðsvefur höfuðborgarbúa, þar sem þeir geta lagt fram hugmyndir um málefni borgarinnar og haft með því bein áhrif á ákvarðanatöku. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði nokkrar af á fjórða hundrað tillagna á vefnum. Á VEIÐUM Í REYKJAVÍKURTJÖRN Ein af tillögunum sem nú er hægt að skoða á vef Betri Reykjavíkur er að dýpka ætti Reykjavíkurtjörn og nýta hana svo til tómstunda, svo sem frístundaveiða. FRÉTTABLAÐIÐ/KG 401 styðja 10 á móti 67 styðja 5 á móti 245 styðja 6 á móti 249 styðja 9 á móti TILLÖGUR Í FERLI UMDEILDAR TILLÖGUR Matarmarkað á hafnarbakkann 87 styðja 74 á móti 107 styðja 58 á móti 23 styðja 25 á móti 22 styðja 17 á móti Rök með: „Samfélagslegt og ekki síst menningarmál.“ Tillagan er í ferli hjá menningar- og ferðamálaráði. Fleiri greiðslumöguleikar í strætó Rök með: „Útfærsla á áskriftarkortum Strætó gæti verið á þann veg að fólk kaupi kort eins og nú er eða kort sem hafa að geyma fyrirfram ákveðinn fjölda ferða. Slík kort væri svo hægt að fylla á með skafkortum, í heimabanka o.s.frv.“ Rök á móti: „Ókeypis í strætó frekar en að auka greiðslumöguleika.“ Tillagan er í ferli hjá umhverfis- og samgönguráði. Rök með: „Til dæmis heimsóknir í bakarí, skiltagerð, ölgerð, fiskvinnsluhús, sælgætisgerð og fleira. Þetta sýnir krökkum hvernig hlutir eru búnir til, til að undirbúa okkur fyrir framtíðina.“ Tillagan er í ferli hjá skóla- og frístundaráði. Leyfa grunnskólakrökkum að fara í fleiri vettvangsferðir Borgin gæti mannréttinda útigangsfólks og fíkla Rök með: „Nauðsynlegt er að koma upp neyðarskýlum fyrir fólk sem ekki er tilbúið til að hætta neyslu og veita því eðlilega heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, án kröfu um bindindi.“ Tillagan er í ferli hjá mannréttindaráði. VINSÆLAR TILLÖGUR 228 styðja 10 á móti 206 styðja 33 á móti 156 styðja 7 á móti 157 styðja 6 á móti Strætó gangi fram yfir miðnætti alla daga Rök með: „Til þess að hægt sé að nota strætó sem alvöru almenningssamgöngutæki þarf hann að ganga stóran hluta sólarhringsins.“ Lægri fasteignagjöld á íbúa sem flokka sorp Rök með: „Nú þurfa þeir sem flokka úrgang til endurnýtingar að greiað aukakostnað eða hafa sjálfir fyrir því að koma flokkuðum úrgangi á endur- vinnslustöðvar. Því ætti sorpeyðingargjald að vera mun lægra hjá þeim sem flokka. Það kostar borgina minna að losna við flokkað sorp en óflokkað.“ Rök á móti: „Það er vafasamt að „múta fólki“ til að gera það sem rétt er. Gerið tunnurnar frekar svo algengar að það sé sjálfsagt að flokka rusl.“ Rök með: „Umgengni borgarbúa er ábótavant og ég tel að í staðinn fyrir að eyða fé borgaranna til hreinsunarstarfa sé betra að sekta sökudólgana.“ Rök með: Gerið Hverfisgötuna að mannvænlegri götu. Hér er niðamyrkur og gangstéttir illa farnar. Bann við að henda rusli á götur borgarinnar Rök með: „Reykjavík er ein dreifbýlasta höfuðborg Vestur- landa. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýri er grundvallar- atriði í þéttingu byggðar til lengri tíma litið.“ Rök á móti: „Staðsetning flugvallarins gerir það að verkum að hægt er að ferðast til og frá Reykjavík nánast hvert sem er innanlands á innan við einni klukkustund.“ Flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni Rök með: „Borgarbanki getur tekið lán hjá Seðlabankanum á stýrivöxtum sem borgarsjóður notar svo til að borga upp dýrari lán borgarinnar og fyrirtækja hennar. Borgin sparar sér vaxtamuninn að frádregnum kostnaði við rekstur bankans.“ Rök á móti: „Lán á stýrivöxtum fara fram í gegnum endur- hverf viðskipti. Í þeim tilgangi þarf að fjárfesta í ríkistryggðum skuldabréfum, sem fylgir vaxtaáhætta. Hvernig er ætlunin að réttlæta þessa áhættutöku fyrir íbúum Reykjavíkurborgar?“ Borgin stofni borgarbanka Rök með: „Við misstum af jólasveininum, en kynnum í staðinn jólaborg! Oft sér maður fallegar myndir af vel skreyttum borgum og verða þær strax áhugaverðar. Mér finnst Reykjavíkurborg hafa þennan möguleika, sérstaklega miðbærinn og verslanir þar í grennd.“ Gera Reykjavík að jólaþorpi Berserkjahlaup víkinga niður Skólavörðuholt Rök með: „Hópi brjálaðra víkinga verði hleypt úr búri á Skólavörðuholti og þeir hlaupi sem leið liggur niður í miðbæ. Áhorfendur geta svo hlaupið á undan þeim eins og gert er við naut í Suður-Evrópu. Mikið fjör og sjónarspil!“ Tímabært að gera eitthvað fyrir Hverfisgötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.