Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 26
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR26 K affikvótinn er fylltur í dag. Held ég fái mér frekar kakó með rjóma,“ segir Stefán Máni þar sem við sitjum á Mokka á Skólavörðustígnum. Svart og sykurlaust kaffi hefði hljóm- að líklegra val hjá þessum þungbrýnda og húðflúraða manni. Svona getur útlitið verið blekkjandi. Aðalsöguhetjan í Feigð, Hörður Grímsson, hefur líka útlit sem blekkir. Hann er stórvaxinn og sterkur eins og naut en á sama tíma viðkvæmur maður með tilfinn- ingarnar í hnút. Stefán Máni er heillaður af Herði. Hann kom fyrst við sögu í bókinni Hyldýpi sem kom út árið 2009. Þar var hann lögga í auka- hlutverki en tókst að sjarma höfundinn sjálf- an svo rækilega upp úr skónum að hann fékk sína eigin bók. „Hörður er heillandi maður en um leið svo ófullkominn. Hann er goð- sagnakenndur og á margt skylt við menn á borð við Gretti sterka. Hann er tveggja heima maður. Ég er yfir mig heillaður af honum og á alveg örugglega eftir að segja fleiri sögur af honum.“ Blá augu tákn fyrir siðblindu Þar sem Hörður er öllum þessum mögnuðu kostum búinn fannst Stefáni Mána hann verðskulda að vera rauðhærður með græn augu. „Græn augu eru það fallegasta sem ég get ímyndað mér. Hann fær að vera með þau af því hann er spes.“ Reyndar þarf ekki að lesa marga kafla í Feigð til að sjá að Stefán Máni er augna- maður. „Ég held að allir listamenn hafi sína erki-fylgifiska. Hjá mér eru það augun. Í minni persónusköpun er fólk með blá augu yfirleitt öðruvísi en það með brúnu augun. Bláu augun standa yfirleitt fyrir sakleysi eða siðblindu, eða jafnvel hvort tveggja. Brúnu augun tilheyra yfirleitt eldri sálum, það fólk er oft hlýrra og suðrænna.“ Stefán heldur að margir karlmenn geti speglað sig í Herði. „Hann er karlmenni, bæði stór og sterkur. En á sama tíma hefur hann lítið sjálfstraust. Hann er óöruggur sem kynvera og á erfitt með samskipti við konur. Það er ekkert grín að vera nútíma- maður, að þurfa að vera bæði karlmenni og tilfinningavera. Í gamla daga voru menn kannski alveg jafn bæklaðir, en þeir voru bara aldrei krafðir um sínar tilfinningar. Þeir fengu að vera þöglir, kaldir og fjar- lægir í friði. Í dag komast menn ekki upp með það. Konurnar spyrja: „Hvað ertu að hugsa, hvernig líður þér, hvað er í gangi þarna uppi?“ Brenglað samfélag Stefán fer á flug þegar umræðan fer inn á þessar brautir. Honum finnst margt brenglað í samtímanum, staða kvenna jafnt sem karla. „Það er skrýtið hvernig maður breytist með tímanum. Ég hlustaði til dæmis aldrei á þegar femínistar voru að tuða yfir hlutgervingu kvenna. Ég tók bara ekkert eftir þessu. En síðan fóru augu mín að opnast. Nú finnst mér óþolandi að sjá hvernig konur eru alltaf kyngerðar í aug- lýsingum. Þar er fyrsta skrefið tekið í átt- ina að algerri hlutgervingu klámsins. Það er svo brjálæðis lega óhollt, fyrir stráka og stelpur, að fá stöðugt þau skilaboð að konur séu puntdúkkur og leikföng. Samfélagið sem börnin eru að alast upp í er brenglað.“ Honum finnst sorglegt að sjá konur taka þátt í leiknum, með því að kaupa vörur sem auglýstar eru með þessum hætti. Þá eigi þær sína sök á því að karlremburnar þríf- ast enn. „Ég er löngu búinn að sjá að það eru konur sem búa til karlrembusvín. Karl- rembusvín eru fyrrverandi mömmustrákar. Strákar sem mamma var alltaf að þvo af og gefa eitthvað gott að borða. Þetta eru þeir sem missa alla virðingu fyrir konum. Þetta er allt sjálfsagt. Svo á bara einhver önnur kona að taka við af mömmu. Þeir finna hana líka oftast.“ Erfitt að skrifa um snjóflóðið Snjóflóðið í Súðavík árið 1995 kemur við sögu í nýrri skáldsögu Stefáns Mána, Feigð. Hann ætlaði varla að þora að skrifa um flóð- ið af ótta við að hrófla um of við sárum til- finningum. Hann komst þó ekki hjá því, enda kom aðalsöguhetjan Hörður til hans fullskapaður, með fortíðina úr Súðavík í far- teskinu. „Ég ætlaði varla að þora að fjalla um snjóflóðið. Ég fór vestur á Súðavík síð- sumars 2009 og dvaldi þar í boði sveitar- stjórnarinnar, á meðan ég var að kynnast svæðinu og tala við fólk. Ég fann fljótt að fólkið fyrir vestan er búið að vinna úr þessu og tilbúið að tala um þetta. En ég passaði vel að nöfn í bókinni tengdust ekki á neinn hátt látnum eða núlifandi Súðvíkingum og gætti þess að ég væri örugglega ekki að særa neinn með sögunni. Ég dró algjör skil á milli skáldskapar og veruleika þegar kom að fólki.“ Ekki bara brjóst og byssur Stefán segist sjá bækur sínar myndrænt fyrir sér í huganum á meðan hann skrifar þær. Það skilar sér sannarlega til lesandans. Það er eitthvað bíólegt við þessar bækur. Sér hann kannski allar sögupersónur sínar fyrir sér á hvíta tjaldinu? „Nei, í raun er það enginn draumur hjá mér að bækurnar mínar verði að bíómyndum. Og ég hef í raun ekki mikla trú á því að Feigð verði að bíómynd, þetta er það stór saga. Fyrir utan að það yrði stórmál að finna leikara í hlutverk Harðar Grímssonar. Hver ætti að geta geta leikið hann? Að gera bíómynd eftir bók getur verið tvíeggjað sverð fyrir rithöfund. Það er auðvitað spennandi og kitlar hégómann. Á sama tíma er það versta sem ég gæti lent í ef það yrði gerð hörmuleg kvikmynd upp úr bók eftir mig.“ Hann óttast ekki að sú verði raunin með kvikmyndina Svartur á leik, bíómynd upp úr samnefndri bók Stefáns Mána, sem er væntan leg í kvikmyndahús í janúar. „Ég held að þetta verði góð mynd. Söguþráðurinn verð- ur ekkert alveg eins og í bókinni. Það er búið að breyta ýmsu og ég er ánægður með það. Ég hef fengið að fylgjast með öllu ferlinu og ég veit að þetta verða ekki bara brjóst og byssur. Handritið er þvert á móti mjög gott. Þetta er mikið passion-verkefni, sem hefur verið í gangi í mörg ár, svo það er gaman að sjá að þetta skuli loksins vera að gerast.“ Að minnsta kosti þrjár í viðbót Feigð er tíunda bók Stefáns Mána, en fyrsta bókin kom út fyrir 13 árum. Telja má víst að skuggahliðar mannlífsins verði áfram umfjöllunarefni. „Já, því myrkrið togar mig til sín, meira en sumar og sóleyjar. Svo eru undirheimarnir eini frumskógurinn sem eftir er í mannheimum. Þar er meiri hraði, meira frelsi og meiri sveigjanleiki. Í undirheimun- um fá náttúruöflin að leika lausum hala. Þess vegna er svo áhugavert að skrifa um þá.“ Stefán Máni hefur einsett sér að skrifa í það minnsta 13 bækur um ævina. Miðað við afköst hans hingað til verður hann ekki lengi að klára þær þrjár bækur sem eftir eru að markmiðinu. „Mig langar alla vega að taka mér pásu þegar ég er búinn að klára þessar 13 bækur, hvað sem síðar verður. Að skrifa er fjandi gaman og gefandi. En það er líka mjög þreytandi og þetta er alltaf sama basl- ið. Ekki bara veraldlegt basl heldur líka and- legt. Það er stressandi að vera með sögur og smáatriði inni í hausnum, af því maður verð- ur svo hræddur um að gleyma þeim. Og mér finnst sögunum í hausnum á mér bara fara fjölgandi, á sama tíma og ég verð einbeittari, afkastameiri og helteknari. Ég geri eiginlega ekkert annað en að skrifa. Ég á tvö börn og þegar þau eru hjá mér er ég bara pabbi. Ég kann miklu betur að njóta tímans með þeim, eftir að ég skildi, því ég skil núna hvað hann er dýrmætur. Ef ég ætti þau ekki myndi ég aldrei taka mér frí.“ Hættur að leita hins helmingsins Þrátt fyrir vinnusemina finnur Stefán Máni fyrir eigin fordómum. Hann er alinn upp við að vinna sé ekki „alvöru“ nema hún sé líkam- leg, eitthvað sem geri mann þreyttan, blaut- an og kaldan. „Ég var mjög lengi að losna við skömmina yfir því að vera „bara“ að skrifa og það er stutt síðan ég fór að geta sagst vera listamaður eða rithöfundur, án þess að kafna á orðunum. Enda er ég duglegur, vinn mikið og stundum of mikið.“ Hann er einhleypur, þannig að vinnufíknin kemur eingöngu niður á honum sjálfum. „Ég lifi mjög einföldu og friðsælu lífi. Það er engin Bíbí að elda lasagne og baka kökur heima hjá mér,“ segir hann hlæjandi og vísar í eina af sögupersónum sínum. Hann bætir við að hann sé hættur að leita að hinum helmingnum. „Ég hef svo sem prófað að leita og fannst það ekk- ert skemmtilegt. Svo venst það vel að vera einn og þurfa ekki að taka tillit til neins. Ég er búinn að fá nóg af drama, veseni og tímasóun. Ég er 41 árs, á tvö börn og ætla ekki að eignast fleiri. Ég kann að þvo þvott, elda mat og skúra gólf. Ég þarf engan til að horfa á vídjó með.“ Konur búa til karlrembusvín Feigð, tíunda skáldsaga Stefáns Mána, er komin í bókabúðir. Þar er höfundur á kunnuglegum slóðum – í myrkraheimunum sem heilla hann meira en sumar og sóleyjar. Stefán Máni sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur meðal annars frá aðalpersónunni Herði Grímssyni, sem höfundurinn sjálfur er yfir sig heillaður af. Svo mjög að hann hefur tryggt honum sess í næstu bók líka. STEFÁN MÁNI Snjóflóðið í Súðavík árið 1995 kemur við sögu í nýrri skáldsögu Stefáns Mána, Feigð. Hann ætlaði varla að þora að skrifa um flóðið af ótta við að hrófla um of við sárum tilfinningum. Hann komst þó ekki hjá því, enda kom aðalsöguhetjan Hörður til hans fullskapaður, með fortíðina úr Súðavík í farteskinu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.