Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 22
22 5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvar- legum eineltismálum verður stað- an nær alltaf ójöfn og framsetning- in einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verð- ur fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína. Á þetta við um alla sem starfa í skólasamfélaginu, s.s. skóla- stjóra, kennara og sérfræðinga á þjónustumiðstöðvum. Fullkominn trúnaður verður að ríkja á milli skólans og skjólstæðinga hans og í slíku trúnaðarsambandi er fjöl- margt sem ekki á heima á almenn- ingstorgi fjölmiðlanna. Tilefni þessarar greinar er nýleg umfjöllun dagblaðsins DV um misbrest á viðbrögðum starfs- fólks í Árbæjarskóla við alvar- legu einelti. Í þeirri umfjöllun var skólastjóri ekki einungis bor- inn þungum sökum heldur allt skólasamfélagið í Árbæ. Umfjöll- unin kveikti illskeytta umræðu í félagsmiðlum og í bloggheimum, orðræðu sem því miður minnti á það sem hin upphaflega fjölmiðla- umfjöllun átti að kveða niður. Starfsfólk skólans spyr sig nú hvort það það sé svona ófagmann- legt í störfum sínum? Foreldr- ar spyrja hvort það geti verið að barnið þeirra gangi í skóla sem bregst þeim er síst skyldi? Nem- endur skynja allar þessar til- finningar og verða órólegir. Fólk finnur til reiði, vonbrigða og upp- gjafar. Réttlætiskennd þess er misboðið. Skóli er samfélag. Stolt og virðing þess hefur verið sært. Ég vil því taka til varna fyrir skólasamfélagið í Árbæ. Skólasamfélagið stendur vörð um velferð barna Engin fjöður skal dregin yfir stað- reyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Þrátt fyrir öflugt forvarnastarf og viðbragðsáætlan- ir hefur okkur ekki tekist að upp- ræta eineltið og þá sérstaklega meðal yngstu grunnskólanemend- anna. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er líðan barna í grunnskólum borgarinnar könn- uð reglulega. Árlega er spurt um einelti meðal nemenda í 6.-10. bekk í gegnum Skólapúlsinn (sjá www. skolapulsinn.is/um). Rannsóknir og greining kanna einnig hagi og líðan barna í 5.-7. bekk á landinu öllu. Foreldrar í öllum skólum eru reglulega spurðir um einelti og viðbrögð skólans í foreldrakönn- unum. Í þessum könnunum hefur Árbæjarskóli fengið góðar niður- stöður. Foreldrar og starfsfólk er upp til hópa ánægt með skólann sinn sem er fjölmennasti skóli borgarinnar. Hvað þýðir þetta? Jú, það þýðir m.a. að stjórnendur og kennarar í skólanum hafa staðið sig vel í að fyrirbyggja einelti og taka á því þegar það kemur upp. Hins vegar getur skólinn ekki nema að tak- mörkuðu leyti komið í veg fyrir einelti sem á sér stað utan skólans. Skólanum ber hins vegar að taka umkvartanir foreldra alvarlega og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að börnunum líði sem best í skólanum. Ég fullyrði að þann- ig hefur verið haldið á málum í Árbæjarskóla. En vissulega má alltaf gera betur – í þeim skóla sem öðrum – það er verkefni allra sem starfa í grunnskólum borgarinnar að standa vörð um velferð og nám barna upp á hvern einasta dag. Vinsamlegt samfélag Nú er að fara af stað verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar undir yfir- skriftinni Vinsamlegt samfélag. Verkefnið nær til allra frístunda- miðstöðva, grunnskóla og leikskóla í borginni. Það á að stuðla að vin- samlegu samfélagi þar sem fram- koma allra einkennist af lýðræðis- legum vinnubrögðum og virðingu. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun starfsstaðar og stefnu borgarinnar. Þetta verkefni kemur til við- bótar því sem kennt hefur verið við Olweusar-áætlunina sem hefur skotið rótum í mörgum skól- um. Leitað verður eftir samstarfi í hverfunum meðal foreldra, gras- rótarsamtaka og annarra sem vilja leggja verkefninu lið. Til að koma í veg fyrir einelti er ekki nóg að skólarnir geri allt sem í þeirra valdi stendur. Þar verða foreldrar einnig að taka höndum saman og styðja starfsfólk skólana. Stöndum vörð um skólasam- félagið en reynum um leið að koma í veg fyrir einelti af öllum okkar mætti. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sú orðræða sem þau búa við heima fyrir verð- ur þeirra viðmið. Ég vil hvetja fjölmiðla til að fjalla á vandaðan hátt um eineltis- mál og þær alvarlegu afleiðing- ar sem einelti hefur á þolendur ekki síður gerendur. Rík ástæða er til að blaða- og fréttamenn hafi í heiðri þriðju grein siðareglna sinna sem hljómar svo: Blaða- maður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Ábyrgð fjölmiðla í umræðu um einelti Alltaf öðru hverju má lesa eða hlusta á upphaf frétta eins og ég las í einu dagblaðanna nýverið: „Tvær konur búsettar á Íslandi af erlendu bergi brotnar hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarð- hald …“ Átakanlega sorglegt mál fyrir þá sem í hlut eiga. En hvað með alla aðra útlendinga búsetta á Íslandi, þeir eru stimplaðir „þjóf- ar“ vegna svona frétta. Af hverju er ekki bara strax gengið hreint til verks og sagt af hvaða þjóðerni viðkomandi er? Auðvitað verður samt sem áður hópur saklausra fyrir barðinu á þessari stimplun en það er þó búið að afmarka hóp- inn þannig að við hin sem erum af öðru þjóðerni fáum frið. Með svona fréttaflutningi er ýtt undir útlendingafordóma á Íslandi. Ég er alinn upp við það að koma fram við fólk eins og ég vil að komið sé fram við mig, þar á meðal að taka ekki það sem aðrir eiga. Sem stoltur íslenskur ríkis- borgari verð ég samt fyrir barðinu á þessum fordómum þar sem ég er fæddur í Taílandi. Þjóðerni sést ekki á fólki! Fyrst ég er farinn að skrifa um þessi mál langar mig til að leiða huga ykkar lesendur góðir að nokkru sem ég heyri líka all oft. „Já hún er nú Thaí“ eða jafnvel „Tæja“ (sem er frekar neikvætt orð í íslensku) sagt í neikvæðum tóni, já eða „hann er Taílending- ur“ en svo þegar hið rétta kemur í ljós var viðkomandi bara alls ekki frá Taílandi heldur hafði viðkom- andi asískt útlit, kannski frá Fil- ippseyjum, Kambódíu, Kína eða jafnvel bara nágrannar okkar frá Grænlandi. Fólk með svipað útlit sem ekki er gott fyrir þá sem ekki þekkja vel að greina á milli. Vendu þig því á ef þú veist ekki hvaðan viðkomandi er að segja að hann/ hún sé ættuð frá Asíu. Það særir stolt okkar Taílendinga að verið sé að bendla okkur við afbrot og framkomu sem ekki er sæmandi því öll viljum við leggja gott til íslensks samfélags. Hætta á fordómum „af erlendu bergi“ Samfélagsmál Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur Samfélagsmál Natthawat Voramool kennari en starfar við umönnun aldraðra Engin fjöður skal dregin yfir staðreyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Barnahúsgögn Stofnuð 1993 og hefur aldrei farið á hausinn! Dönsk og umhverfisvottuð25 % af sl át tu r í nó ve mb er Verðdæmi: Lágt rúm* Hátt rúm* Fataskápur Mjó kommóða Skrifborð m/yfirhillu *Verð án dýnu 55.800 41.850 66.900 50.175 61.500 46.125 29.700 22.275 34.100 25.575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.