Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2011 55 Ashton Kutcher er víst miður sín og reynir að gera allt sem hann getur til að lappa upp á hjónabandið við Demi Moore. Hjónakornin eru á barmi skiln- aðar eftir að hin 23 ára Sara Lea greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Kutcher í sumar. Tímaritið Now Magazine hefur eftir nánum vini hjónanna að Kutcher ætli sér að bæta upp fyrir mistökin. „Ashton líður mjög illa yfir því að hafa sært Demi og sjá hana svona reiða og þunglynda. Hann sendi henni bréf um það hvernig hann gæti bætt sig sem eiginmaður. Demi grét þegar hún las listann en veit ekki hvort hún getur fyrirgefið honum.“ Vill laga hjónabandið BÆTA FYRIR MISTÖKIN Ashton Kutcher vill ekki missa Demi Moore samkvæmt Now Magazine. NORDICPHOTOS/GETTY Victoria’s Secret ti lkynnti nýverið að fyrirsæturnar Candice Swanepoel og Erin Heatherton yrðu svokallaðir englar árlegrar tískusýningar undirfata merkisins. Sýningarinnar er ávallt beðið með svolítilli eftirvæntingu enda er öllu til tjaldað svo hún verði sem glæsilegust. Swanepoel og Heatherton segj- ast í óða önn að undirbúa sig fyrir sýninguna og stunda líkamsrækt daglega til að koma sér í form. „Ég æfi mikið og duglega. Ég æfi alla daga ársins því þegar maður starfar fyrir Victoria‘s Secret verður maður alltaf að vera tilbú- inn að klæðast nærfötum einum saman. Líkamsrækt er bara orðin hluti af mínum hversdegi,“ sagði Heatherton. „Ég er í því að styrkja mig. Ég er með mjög öra brennslu og verð því að borða mjög mikið. Ég kvíði sýningunni allt til dagsins sem hún fer fram. Vikuna fyrir er maður að undirbúa sig en sýningardag- inn sjálfan hugsar maður: „Jæja, nú er ekkert meira sem ég get gert. Nú kýlum við á þetta,“ sagði Swanepoel. Englar undirbúa sig ENGLAR ÁRSINS Fyrirsæturnar Candice Swanepoel og Erin Heatherton verða englar á tískusýningu Victoria´s Secret. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Hugh Grant og barns- móðir hans Tinglan Hong hafa ákveðið að nefna nýfædda dóttur sína Jessicu. Barnið kom í heim- inn fyrir stuttu eftir að Grant og Hong, sem er leikkona, áttu stutt kynni fyrr á árinu. Þau eru hins vegar ekki saman í dag. Grant sást heimsækja þær mæðgur fyrr í vikunni, en hann hefur lofað að vera stúlkunni góður faðir. Dóttir Grants nefnd Jessica STOLTUR FAÐIR Hugh Grant og barns- móðir hans Tinglan Hong hafa nefnt dóttur sína Jessicu. NORDICPHOTOS/GETTY Bradley Cooper er sagður vera að slá sér upp með hinni nýfráskildu Jenni- fer Lopez. Móðir Coopers er sögð ósátt við ráðahaginn og mun hafa beðið son sinn um að taka hlutunum með ró. Að sögn heimildarmanna var frú Cooper mjög hrifin af fyrrverandi kærustu sonar síns, leikkonunni Renee Zellweger, og saknar hennar sárt. „Henni finnst Jennifer allt of mikil díva fyrir son sinn. Hún hefur beðið Bradley um taka hlutunum með ró, í það minnsta þar til skiln- aður Jennifer við Marc Anthony er frágenginn,“ hafði In Touch eftir fjölskylduvini, sem heldur því einn- ig fram að Cooper taki mikið mark á skoðunum móður sinnar. Mamma ósátt við J-Lo Á MILLI STEINS OG SLEGGJU Móðir Bradley Cooper er ósátt við nýju kærustu hans, Jennifer Lopez, og hefur beðið hann um að taka hlut- unum rólega. NORDICPHOTOS/GETTY „Rjúkandi heitri og nýbakaðri sneið af brownies sem er bökuð eftir uppskriftinni hennar ömmu Dorisar.“ „Kexi, köku og öllu sem tengist súkkulaði og út á morgunkorn.“ „Nýbakaðri skúffuköku en hún er alltaf góð.“ „Bókstaflega öllu! Snakki, pizzu, pylsum, fiski, kjöti. Öllu.“ „Soðinni ýsu og nýjum íslenskum kartöflum, stöppuðu með smjöri.“ „Mjólkin er góð með svo mörgu en sennilega finnst mér hún best með saltkjöti og nýjum kartöflum.“ „Kringlum úr Gamla bakaríinu á Ísafirði og pönnukökum bökuðum í norðurbæ Hafnarfjarðar.“ „Franskri súkkulaðiköku. Gekk svo langt að bjóða upp á mjólk í 1/4 l fernum í giftingunni minni. Borin fram í skál með þurrís. Gerði þvílíka lukku og allir hæstánægðir.“ „Kexi, köku, kjöti, út á morgunkornið, í hreinlega allt.“ „Öllu nýbökuðu (brauði og kökum). Er í fersku minni nýsteiktu kleinurnar hennar mömmu með ískaldri mjólk. Svo er mjólkin langbesti drykkurinn með pylsum.“ „Nýsteiktum kleinum og rúgbrauði með kæfu og á hafragrautinn.“ „Mér finnst mjólkin góð með kakómalti. En mömmu fannst gott að fá mjólk með poppinu sínu.“ „Mér finnst mjólk best með stappaðri ýsu og fiskibollum.“ „Saltstöngum.“ „Köku og Cheeriosi. Samt er mjólk bara góð.“ „Sterkum chili-mat.“ ms.is Skelltu þér á ms.is og taktu þátt í skemmtilegum leik, Muu betri hugmynd. Þú segir bara með hverju þér finnst best að drekka mjólk og átt þar með möguleika á að vinna glænýjan iPad. Leiknum lýkur 20. nóvember, það er um að gera að taka þátt! Með hverju finnst þér mjólkin best? Þú getur unnið ipad betri hugmynd! „Pylsum og nýbakaðri skúffuköku.“ „Hakki og spagettí.“ „Með pylsu.“ „Heimabökuðu rúgbrauði, smjöri og kindakæfu, snæddu í góðri laut fjarri mannabyggð.“ „Pítsu, alveg síðan ég var 10 ára, alltaf mjólk!!“ „Soðinni ýsu, kartöflum og hamsatólg.“ „Kjúklingi og frönskum.“ „Vanillusírópi, síðan fryst og borin fram með steiktum kanileplum.“ „Grjónagrautnum,volgri köku, morgunkorninu, kakó, sósum, búðingi, út í kaffið og ótal mörgu fleiru.“ „Banananum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.