Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 10
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR10 DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur í Hæstarétti verið dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi fyrir tilraun til að flytja inn í landið allt að einu kílói af kóka- íni. Mál þetta, sem kom upp í des- ember 2009, hlaut mikla athygli á sínum tíma. Maðurinn hafði flutt rúmlega 3.7 kíló af svokölluðu 4-flúoramfetamíni til landsins. Efnið sem er náskylt amfetamíni var ekki á skrá hér á landi yfir ávana- og fíkniefni sem óheimil eru á íslensku forráðasvæði. Manninum var því sleppt úr haldi. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði hann, þar sem í ákæru var ekki gerð krafa um sakfell- ingu fyrir tilraunabrot. Í skýrslutöku hjá lögreglu bar maðurinn að þetta hefði byrjað með því að hann skuldaði pen- inga. Annar maður hefði komið til sín og spurt hvort hann væri til í að fara til Amsterdam að sækja „í kringum kíló“ af lyktar- lausu kókaíni og koma með það til landsins. Efnin væru vel falin og kæmu ekki fram á röntgen. Myndu báðir mennirnir hagn- ast á þessu. 4-flúoramfetamínið fannst svo í tösku hans við kom- una til landsins. Hæstiréttur leit svo á að maður inn hefði talið að hann væri að smygla inn allt að einu kílói af kókaíni og sýnt ótvírætt í verki þann ásetning sinn. - jss FERÐATASKA Maðurinn flutti fíkniefnin í tösku til landsins. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjaness og sakfelldi mann: Fékk 15 mánaða dóm fyrir tilraun til að smygla kókaíni LÖGREGLUMÁL Nokkur viðbúnaður var í höfuðstöðum RÚV á fimmtu- dag þegar útvarpsstjóra barst óþekkt hvítt duft í bréfi frá Mar- okkó. Í bréfinu var einnig miði með arabísku letri. RÚV greinir frá því að tveir starfsmenn útvarpsins komust í snertingu við bréfið eftir að það var opnað. Lögregla tók við efn- inu og flutti til rannsóknar deildar Landsspítalans í veiru- og smit- sjúkdómafræðum, sem kallaði út mannskap til að greina það, þar sem í ljós kom að það var hveiti eða annað skaðlaust efni. Þetta er í annað sinn sem bréf af þessu tagi berst til RÚV, það fyrra barst skömmu eftir hryðjuverka- árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001. „Ég held að það sé betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki gefa sér að þetta sé grín eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Páll Magnússon útvarpsstjóri í samtali við Vísi. „Ég var ekki á staðnum þegar þetta bréf barst en aðstoðarkonan mín tók bréfið og opnaði það, eins og vera ber. Þegar hún opnar það sér hún að þar er miði með arab- ísku letri og poka með hvítu dufti. Hún gerði rétt, lokaði umslaginu og límdi fyrir og hringdi á lög- regluna.“ - sv Páli Magnússyni, útvarpsstjóra RÚV, barst dularfullt bréf með hvítu dufti: Reyndist vera skaðlaust efni FÉKK SENT DUFT FRÁ MAROKKÓ Páll Magnússon útvarpsstjóri fékk sent hvítt duft í bréfi til RÚV á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KALT Í KABÚL Móðir í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, vefur búrku sinni utan um dóttur sína til að hlýja henni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Hornafjarðar er ekki sátt við þá mynd sem dregin hafa verið upp af vandræðum hreindýra sem hafa verið að flækjast í girðingar bænda í sveitar- félaginu. Að sögn bæjarstjórnarinnar verður að nálgast málefni hreindýra bæði út frá velferð dýranna og hagsmunum bænda. „Mikill ágangur hefur verið á ræktað land og álag á girðingar því mikið. Ljóst er að hlutaðeig- andi stofnanir verði að vinna með bændum að úrlausn þess- ara mála, til að koma í veg fyrir tjón bænda og tryggja um leið velferð dýranna. Þá harmar bæjarstjórn Hornafjarðar þá yfirborðskenndu og einhliða umfjöllun sem málið hefur fengið.“ - gar Hreindýr og girðingar eystra: Segja umræðu vera einhliða EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfn- uður í september var jákvæð- ur um 15,5 milljarða króna. Er þetta mesti afgangur af vöru- skiptum í einum mánuði frá maí 2010. Fluttar voru út vörur frá Íslandi fyrir 62,5 milljarða og inn fyrir 46,9 milljarða. Vöruskiptajöfnuður fyrstu níu mánuði ársins var því jákvæður um 81,5 milljarða samanborið við 86,7 milljarða á sama gengi á fyrstu níu mánuðunum í fyrra. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að þennan myndarlega afgang megi að verulega leyti rekja til óvenju- mikils útflutnings sjávar- afurða. Slíkur útflutningur nam 28,6 milljörðum í septem- ber og hefur aldrei verið meiri í krónum talið. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Afgangur af vöruskiptum HEILBRIGÐISMÁL Ráðist hefur verið í að girða af hluta lóðarinnar við geðdeild Landspítalans. Gera á svæðið aðgengilegt til útivistar fyrir þá sjúklinga. Á vef Landspítalans er greint frá því að Evrópunefndin um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi með- ferð eða refsingu hafi í skýrslum sínum ítrekað mælt með því við stjórnvöld á Íslandi að sjúkling- ar sem hafa verið nauðungar- vistaðir geti átt þess kost að dvelja í fersku lofti daglega. - ibs Garður við geðdeildarhúsið: Sjúklingar geti notið útivistar KOMPU D GUR Gríptu gæsina 6. nóvember Nú er tækifæri til að fá mikið fyrir krónurnar. Gerðu fantagóð kaup á Kompudegi STAFF starfsmannafélags Icelandair Group á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12:00–17:00, sunnudaginn 6. nóvember. Happdrætti til styrktar Vildarbörnum, glæsilegir vinningar frá íslenskum hönnuðum, Saga Shop og fleirum. Allur ágóði af sölu í Flugkaffinu og hluti af kompusölunni rennur einnig til Vildarbarna. GROUP 12 nátta ferð - síðustu sæti! Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Kanaríeyja þann 15. nóvember. Í boði eru sértilboð m.a. á Maspalomas Lago smáhýsum. Beint flug til Kanaríeyja þann 15. nóvember. Á heimleið er flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands þann 27. nóvember. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Kanarí 15. nóvember Frá kr. 114.900 Maspalomas Lago Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í 12 nætur í íbúð með einu sefnherbergi. Frá kr. 114.900 Ótrúlegt sértilboð!*****
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.