Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 110
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR82 Bowel Biotics+ Brýtur niður fæðuna og eykur næringarupptöku, lagar uppþembu og vanlíðan eftir máltíðir. Virkar vel við candida sveppasýkingu. Kemur á jafnvægi í maga og ristli. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. Meltingarensím úr grænmeti og ávöxtum Meðmæli: Þægileg inn taka ekkert bragð , fljótvirkt • HUSK trefjar • 5 sérvaldir acidofilus gerlar • Inulin FOS næring fyrir góðu gerlanna lifestream™ nature’s richest superfoods www.celsus.is PERSÓNAN Kristinn Árni Hróbjartsson Aldur: 21 árs. Starf: Ég er nemi, jakkafata- spekúlant hjá Herragarð- inum, bloggari og „wannabe“ rithöfundur. Foreldrar: Sveinbjörg Pálsdóttir ráð- gjafi og Hróbjartur Árnason, lektor við Háskóla Íslands. Búseta: Aðfluttur Hafnfirðingur. Stjörnumerki: Steingeit. Kristinn Árni er höfundur uppflettiritsins Litla herramennskukverið. „Þetta eru hlutir úr lífi mínu sem skipta mig máli. Eins og ég reyndi að hafa plötuna — hún er kannski 50 prósent grín og glens og 50 prósent persónulegri. Meiri tragedía,“ segir Ingólfur Þórarinsson, best þekktur sem Ingó úr Veður- guðunum. Ingó sendi frá sér fyrstu sólóplötuna sína í vikunni. Öll lögin eru eftir Ingó og eru Veðurguðirnir víðs fjarri, fyrir utan að annast hljóðfæraleik í nokkrum lögum. Spurður hvernig það sé að vera einn á ferð segir Ingó það vera skemmtilegt. „Það er skemmtilegt að geta farið einn með gítarinn út á land og verið bara Ingó,“ segir Ingó, sem er vanari að spila á stórum böllum. „Ég get spilað á litlum stöðum og er ekki háður því að ná upp í einhvern kostnað. Ef ég fer bara með gítarinn kostar það eiginlega ekki neitt. Böllin verða með, en það er góð pæling að fara á minni stað- ina og halda tónleika þar. Ég hlakka mest til þess að fara út á land, í hvern einasta fjörð og spila.“ atlifannar@frettabladid.is INGÓLFUR ÞÓRARINSSON: FÓTBOLTINN OG TAKKASKÓRNIR SKÝR TENGING Hlutirnir sem skipta Ingó máli prýða nýju plötuna 1 „Bikarinn táknar þá sigra sem ég hef unnið í fótboltanum, sem eru ekkert svakalega margir. Samt þó nokkrir. Bikarinn er frá Pollamótinu í Eyjum þar sem ég var valinn besti varnarmaðurinn. Hef ekki spilað vörn síðan.“ 2 „Svo er Maradona uppi á vegg. Hann er náttúru lega fótbolta- goðsögn sem ég held mikið upp á. Hann vann heimsmeistara- keppnina 1986, árið sem ég fæddist. Ég fæddist sama dag og keppnin byrjaði.“ 3 „Svo er mynd af Presley. Hann er náttúru lega kóngurinn og ákveðið átrúnaðar- goð. Þetta er flott mynd og ég held mikið upp á hann.“ 4 „Lundinn er Eyjateng- ing. Ég er ættaður úr Eyjum.“ Umslag plötu Ingós svipar til umslags fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe, sem kom út í ágúst árið 1994. „Ef ég segi alveg eins og er, þá kom það í ljós eftir á. Ég get svarið það. Það eina sem ég var búinn að ákveða var að hafa herbergi, ég inni í því ásamt munum úr lífi mínu. Svo var þetta parkett svo flott að við ákváðum að kýla á það. Þá sýndu þeir mér Oasis-plötuna og hún er skuggalega lík,“ segir Ingó. Baldur Kristjáns tók myndina og hönnun var í höndum Jens Nørgaard-Offersen hjá Vatikaninu. Hallmar Freyr Þorvaldsson sá um myndvinnsluna. LÍKIST UMSLAGI OASIS 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1112 13 5 „Kaffibollinn. Ég drekk mikið kaffi.“ 6 „Spilastokkur. Ég hef gaman af því að detta í einn og einn póker. Þannig að hann er hafður með.“ 7 „Svo eru fótboltinn og takkaskórnir skýr tenging við boltann. Boltinn er tekinn úr neti sem pabbi minn á af fótboltum. Þetta er einn af fyrstu boltunum sem ég byrjaði að sparka í.“ 8 „Home Alone er ekki uppáhalds- myndin, en gríðarlega góð mynd.“ 9 „Bak við Veðurguðaplötuna sést í Emil í Kattholti. Það er engin sérstök tenging í því.“ 10 „Uppáhaldsgítarinn er í forgrunni.“ 11 „Uppáhaldsleðurjakkinn hangir á hurðinni.“ 12 „Idolmyndin varð að vera með. Maður lærði mikið af því dæmi öllu.“ 13 „Fatahrúgan er úti í horni. Ég sópa oft fötunum út í horn.“ „Þetta er alveg frábært og við höfð- um fulla trú á að okkar tillaga væri flottust,“ segir vöruhönnuðurinn Hafsteinn Júlíusson, sem bar sigur úr býtum í samkeppni Icelandair og Hönnunarmiðstöðvarinnar. Keppnin gekk út á að hanna nýjar matarumbúðir fyrir Icelandair, en fjórtán tillögur bárust í keppnina. Hafsteinn rekur hönnunarfyrir- tækið HAF ásamt Daníel Ólafssyni og eiginkonu sinni, Karítas Sveins- dóttur. „Við byrjuðum að vinna í þessu í lok ágúst og töluðum við flugfreyjur og unnum alls konar rannsóknarvinnu á bak við þetta,“ segir Hafsteinn glaður í bragði enda fékk hann eina milljón í verðlaun. Tillaga Hafsteins nefnist Náttúru lega, þar sem ætlunin er að kynna náttúru Íslands og sér- kenni þess fyrir farþegum. „Þetta snýst um að taka náttúru Íslands og tengja hana við matarupplifun farþeganna um borð í flugvélun- um. Hver og einn réttur er eitthvað ákveðið íslenskt náttúruelement, eins og til dæmis stuðlaberg. Þá kemur rétturinn í umbúðum sem lítur út eins og stuðlaberg og inni í þeim er servíetta þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um til dæmis hvar á landinu stuðlaberg er að finna og hvernig það hefur haft áhrif á íslenska byggingarlist.“ Hafsteinn er nýfluttur heim frá Mílanó á Ítalíu og segir sigurinn gefa sér byr undir báða vængi. „Ég bjóst ekki endilega við því að það yrði mikið að gera eftir að ég kæmi heim en það hefur verið alveg nóg og ég dembi mér strax í næsta verk- efni,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fagna sigrinum í kvöld. „Ætli maður skáli ekki við sína nánustu og dansi smá á Prikinu í tilefni dagsins.“ - áp Kynnir náttúru Íslands í háloftunum SIGURVEGARI Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni Icelandair og Hönnunarmiðstöðinnar þar sem hann hannaði matarumbúðir með tengingu í náttúru Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við erum ennþá í góðu sambandi og hann hefur fullan hug á því að gera þetta. Ég heyrði síðast í honum fyrir mánuði síðan. Þetta snýst núna allt um tímasetningar,“ segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og rithöfundur. Sænski leikarinn Mikael Nyqvist hefur enn í hyggju að setja einleik Jóns Atla, Djúpið, á svið í Svíþjóð. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir ári heillaðist Nyqvist af verki Jóns Atla. En svo gripu örlögin í taumana, frammistaða Nyqvist í Millennium-þríleiknum vakti athygli um allan heim og hann landaði hlutverki skúrksins í fjórðu Mission: Impossible- myndinni. Og hefur ekki litið til baka síðan. „Hann er að hamra járnið á meðan það er heitt þarna úti,“ segir Jón Atli en bætir því við að Nyqvist vilji setja verkið upp í litlum sænskum sjávar- plássum. „Mér líst mjög vel á þær hugmyndir. Nyqvist er einn besti sviðs leikari sem ég hef séð.“ Djúpið var frumsýnt í Dan- mörku í gærkvöldi en þar leikur einn fremsti sviðsleikari Dana, Olaf Johannesen, undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar en sýningin er í tilefni af þingi Norðurlanda ráðs. - fgg Djúpið enn á dagskrá hjá Nyqvist GÓÐIR SAMAN Mikael Nyqvist hefur enn í hyggju að setja upp og leika einleik Jóns Atla Jónassonar, Djúpið, þrátt fyrir miklar annir í Hollywood. Hann vill setja það upp í litlum sænskum sjávar- plássum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.