Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGSkrifstofan LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 20114 FENG SHUI Á SKRIFSTOFUNNI Vinnandi fólk eyðir drjúgum hluta af vökutíma sínum á skrifstofunni, en þar er alls ekki sama hvernig fólki og hlutum er komið fyrir. ● Sittu í horninu lengst frá inngangi skrifstofunnar svo þú hafir yfirsýn yfirvaldsins. ● Snúðu andlitinu aldrei frá útidyrum. Viðskipti koma aðeins inn ef andlit þitt snýr að þeim. ● Ekki sitja með útsýn yfir á gang eða stiga, geymslur, skápa, lyftur, rúllustiga eða salerni. ● Snúðu tölvunni í norður eða vestur til að auka sköpunargáfuna. Snúðu henni í suðaustur viljirðu auka veltu. ● Hafðu fiskabúr í austri, norðri eða suðaustri til að koma hreyfingu á viðskiptin. ● Gættu jafnvægis jins og jangs þegar þú hannar skrifstof- una, eins og á milli ljósra og dökkra lita, mjúks og harðs yfirborðs, og slétts eða grófs efnis í gluggatjöldum, húsgögnum og gólfefnum. ● Aldrei setja upp spegla á skrifstofunni þar sem þeir geta endurspeglað neikvæða orku frá viðskiptavinum yfir til annarra á skrifstofunni. Hafðu ávallt stjórn á orku og andrúmslofti skrifstofunnar. ● Berðu virðingu fyrir skjölum skrifstofunnar. Þau standa fyrir fortíð, nútíð og framtíð í viðskiptum fyrirtækisins. VERTU GÓÐUR VINNUFÉLAGI ● Lagaðu til eftir þig ef þú veldur óreiðu eða sullar niður. ● Fylltu á fyrir næsta mann ef þú klárar síðasta kaffimálið, vatnið í vatnstankinum eða blöðin í prentaranum. ● Virtu áætlanir og tímamörk. Ef einhverjum liggur á, leyfðu honum að hafa forgang í prentarann eða bjóddu honum að taka símann. ● Bili eitthvað á þinni vakt, hringdu þá í viðgerðarmann eða lagaðu eftir getu. Ekki labba í burt frá bilaðri vél og setja vandamálið yfir á aðra. ● Virtu friðhelgi vinnufélaga þinna. Ekki gramsa í einkaskjölum þeirra og vanti þig eitthvað að láni af skrifborði vinnufélaga þíns, biddu um það formlega, ekki taka það ófrjálsri hendi á meðan hann er í burtu. ● Vertu indæll. Allir hafa sína byrði að bera en þú getur gert vinnu- staðinn betri með því að stilla skap þitt og framkomu. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Góðir vinnufélagar skapa notalegt andrúms- loft á skrifstofunni og gæta þess að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur. Skemmtilegri skrifstofa Ýmsum ráðum er hægt að beita til að lífga upp á leiðinlegt vinnuumhverfi. Ekki er annað að sjá en að netfyrirtæki á borð við Yahoo, Facebook og Google geri það af fullri „alvöru“ eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Móttakan í Google minnir á leikjaherbergi. Fundarherbergin í Google í Sydney eru óvenjuleg í hæsta máta. Hér hefur verið tekin upp sú snilld að nota baðkar sem fundarborð, en stólarnir minna óneitanlega á annað þarfaþing á baðherbergjum.Ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur í höfuðstöðvum Twitter í San Francisco, samanber þessi skemmtilegi símaklefi. Stund milli stríða. Starfsmenn Facebook spila billjarð. Axis er rótgróið íslenskt f jölskyldufyrirtæki sem hefur starfað í 76 ár,“ segir Hlynur Þór Sveinbjörnsson, sölu- stjóri skrifstofuhúsgagna Axis. Fyrirtækið hefur framleitt húsgögn frá fyrstu tíð, fyrst fyrir heimilið og síðar fyrir skrifstofur auk þess sem þar eru smíðaðar innréttingar af öllum toga. „Með tímanum hefur safnast gríðarleg þekking og fagmennska hjá okkar þrjátíu starfsmönn- um en öll framleiðsla fer fram í 4.300 fermetra verkstæði okkar á Smiðjuvegi 9,“ segir Hlynur en auk þess hefur Axis yfir að ráða tveim- ur 300 fermetra sýningarsölum. Axis þjónustar bæði einstak- linga og fyrirtæki með skrifstofu- húsgögn. „Við bjóðum heildar- lausn fyrir skrifstofurými. Erum með skrifborð, skápa, stóla, skil- rúmsveggi, eldhúsinnréttingar, innihurðir og stofnanahurðir,“ telur hann upp. Axis býður bæði staðlaða fram- leiðslu fyrirtækisins auk þess sem það vinnur með arkitekt- um og hönnuðum að sérsmíðuð- um línum. „Þá þróum við þeirra hugmyndir og gerum þær fram- leiðsluvænar,“ segir Hlynur. Hann segir töluverða þróun hafa verið í skrifstofuhúsgögn- um í gegnum tíðina. „Þau eru í sífelldri þróun. Nú eru mjög vin- sæl rafmagnsborð sem hægt er að stilla þannig að bæði má sitja við þau eða standa,“ segir Hlyn- ur og bætir við að einnig sé í boði breytt úrval af tölvuaukahlutum á borð við skjástanda og tölvu- upphengjur sem auðveldi lífið og geri vinnuumhverfið heilnæm- ara. Hlynur segist finna fyrir mik- illi ánægju meðal viðskiptavina sinna. „Fólk vill velja íslenskt og kann að meta að krónurnar fari í að byggja upp samfélagið.“ Nánari upplýsingar um fram- boð og þjónustu Axis má finna á www.axis.is. Íslensk framleiðsla Hið rótgróna fjölskyldufyrirtæki Axis að Smiðjuvegi 9 býður upp á heildarlausn fyrir skrifstofurými. Þar má fá allt frá skápum, borðum og stólum til eldhúsinnréttinga og innihurða. Öll hönnun og framleiðsla hjá Axis er íslensk. Hlynur situr við vinnustöð sem valin var í skrifstofurnar í tónlistarhúsinu Hörpu. Hún var hönnuð og þróuð í samráði við arkitekta hússins. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.