Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 76
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR48 Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is timamot@frettabladid.is „Sigurður Árnason, tengdafaðir minn, orti um málefni líðandi stundar, þó ekki kvæði heldur var hann fyrst og fremst maður tækifærisvísunnar,“ segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi landsbóka- vörður, sem hefur tekið saman bókina Nú kveð ég þig Slétta. Hún geymir vísur eftir Sigurð Árnason frá Oddsstöðum á Sléttu (1890-1979) auk viðtals sem tekið var við hann áttræðan. Einar hefur líka skrifað inngang og skýringar sem auð- velda lesendum skilning á því sem fram kemur bæði í kveðskapnum og viðtalinu. „Sigurður er eftirminnileg persóna og það vald sem hann hafði á mál- inu er merkilegt því hann gekk aldrei í skóla. Lærði bara að lesa hjá fóstru sinni á Oddsstöðum og náði ótrúlegri færni í skrift og meðferð tungumáls- ins sem hann virðist mest hafa numið af umhverfinu. Hann fékk skáldgáfuna í vöggugjöf og stundaði yrkingar eins og íþrótt, hafði næmt auga fyrir öllu sem var gamansamlegt og skoplegt og skemmti fólki með „vísu dagsins“ eins og hann kallaði það. Hann orti til hinstu stundar. Þess vegna heitir einn kafli í bókinni Elli kerling. Í honum er margt hnyttið en líka ýmislegt um æðstu rök tilverunnar og þar kemur fram bæði sið- ferðilegur og trúarlegur strengur,“ lýsir Einar og fer með stöku. Ég elskaði lífið og æskuna heitt og aldrei mig vantaði þorið; Ég vildi að ég skuldina gæti nú greitt guði við síðasta sporið. Siguður átti heima á Oddsstöðum fram yfir þrítugt, kvæntist þá Arnþrúði Stefáns dóttur frá Skinnalóni og þau stofnuðu heimili á Raufarhöfn. Börn þeirra urðu fimm og auk þess gekk Sig- urður dóttur Arnþrúðar af fyrra hjóna- bandi í föður stað. Í ellinni dvaldi hann á heimili Einars og dóttur sinnar, Mar- grétar Önnu, í Reykjavík, þar af í mörg ár blindur. „Meðan Sigurður var hjá okkur skrif- aði ég á blaðsnepla vísur sem hann fór með, bæði gamlar og nýjar,“ rifjar Einar upp. „Þeim safnaði ég í skúffu en fyrir fjórum árum fékk ég viðtal á diski sem annar tengdasonur Sigurðar, Grímur M. Helgason, hafði tekið við hann. Ég skrifaði það upp og þá lifnaði sú hug- mynd að gefa út þessa bók,“ segir Einar og botnar viðtalið: „Sigurður var frár á fæti alveg fram að því að hann varð blindur og gat ekki lengur farið hratt yfir. Svo var hann aðlaðandi persónuleiki og skemmtilegur samferðamaður.“ gun@frettabladid.is EINAR SIGURÐSSON: TÓK SAMAN BÓK MEÐ VÍSUM TENGDAPABBA OG VIÐTALI MAÐUR TÆKIFÆRISVÍSUNNAR MEÐ NÝJU BÓKINA „Meðan hann var hjá okkur skrifaði ég á blaðsnepla vísur sem hann var að fara með, bæði gamlar vísur og svo var hann alltaf að yrkja,“ segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi landsbókavörður, um tengdaföður sinn, Sigurð Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 47 HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR leikkona er 47 ára í dag.„Mikilvægast er að sjá það góða í náunganum og sjálfum sér.“ Merkisatburðir 1848 Fyrsta fréttablaðið á Íslandi, Þjóðólfur, hefur göngu sína. Það kemur út tvisvar til fjórum sinnum í mánuði til 1911. 1960 Ásgrímssafn er opnað í húsi Ásgríms Jónssonar listmálara við Bergstaðastræti í Reykjavík. 1992 Á Alþingi er felld tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið. 1993 Fjöldi fólks bíður án árangurs eftir því að geimverur lendi við Snæfellsjökul klukkan 21.07. 2006 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, og tveir af helstu samstarfsmönnum hans eru dæmdir til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Jökulhlaup hófst úr Gríms- vötnum í Vatnajökli þennan dag árið 1996. Það var mikið að vöxtum og hafði stórkostlegan jakaburð í för með sér. Gos hafði brotist upp úr jöklinum, milli Bárðarbungu og Grímsvatna rúmum mánuði áður og sigketill myndast sem hlaut nafnið Gjálp. Úr honum rann vatnið í Grímsvötn. Milli goss og hlaups hafði verið unnið að því að styrkja varnargarða og önnur mannvirki á Skeiðarársandi. Þó fór svo að brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burtu, þjóðvegurinn rofnaði á stórum kafla og gríðarlegar skemmdir urðu á brúnni yfir Skeiðará. Því hófst mikið upp- byggingarstarf þegar hamför- unum linnti. ÞETTA GERÐIST: 5. NÓVEMBER 1996 Stórt hlaup hófst úr Grímsvötnum Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ingþórs Hallbergs Guðnasonar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lungnadeildar A-6 Landspítala í Fossvogi. Ágúst Hjörtur Ingþórsson Hulda Anna Arnljótsdóttir Björg Ingþórsdóttir Garðar Halldórsson Ásdís Ingþórsdóttir Axel Viðar Hilmarsson Alda Rún Ingþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorsteinn Björnsson Bergstaðastræti 8, Reykjavík, lést á heimili sínu hinn 1. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna V. Heiðdal Jón Örn Þorsteinsson Ólína S. Þorvaldsdóttir Ingvar Björn Þorsteinsson Sigríður Júlíusdóttir Ólafur Gunnar Guðlaugsson Herdís Finnbogadóttir Daníel Magnús Guðlaugsson Hafdís Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Steingrímsdóttir andaðist á heimili sínu, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þriðjudaginn 18. október. Útförin hefur farið fram frá Fossvogskapellu. Innilegar þakkir eru færðar starfsfólki í Sóltúni og Furugerði 1. Þeir sem vilja minnast hennar láti minningarsjóð Hjúkrunarheimilisins Sóltúns njóta þess. Hjördís Guðrún Svavarsdóttir Gísli Steinar Jónsson Hörður Svavarsson Díana Sigurðardóttir Gunnar Svavarsson Hrönn Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kona mín, Guðrún Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Hofakri, verður jarðsungin frá Hvammskirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ástvaldur Elísson. Okkar ástkæri Sigurður Bergsson vélfræðingur, Norðurbakka 17A, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram þriðju- daginn 8. nóvember kl. 13.00 frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Soffía Stefánsdóttir Þór Sigurðsson Katrín Hrafnsdóttir Bergur Már Sigurðsson Anna Soffía Sigurðardóttir Jón Trausti Snorrason Gunnar Thorberg Sigurðsson Edda Sólveig Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.