Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 92
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR64 folk@frettabladid.is – Skráning er hafin á 8 vikna námskeið. – Kennsla fer fram á kvöldin. – Kennt verður á hinar heimsþekktu vörur frá OPI. – Nemendur útskrifast með diplóma í naglafræði. Professional Viltu verða naglafræðingur? OPI professional hefur verið leiðandi í naglavörum síðustu 30 ár og nú gefst þér færi á að verða OPI Naglafræðingur. Skráning og nánari upplýsingar í síma 551 9500 eða á skraning@moodschool.is TAKTU VEL Á MÓTI OKKUR Neyðarkall til þín Ricky Gervais verður að öllum líkindum kynnir á Golden Globe- verðlaunahátíðinni, þriðja árið í röð. Það eru samtök erlendra blaðamanna í Hollywood sem standa að þessum verðlaunum en þar eru bestu kvikmyndirnar og sjónvarpsþættirnir heiðraðir. Til leikarans sást að snæðingi með yfirmönnum hátíðarinnar á fínum veitingastað í París, nánar tiltekið á Chez Benoit. Og það gaf sögusögnunum byr undir báða vængi. Hins vegar var talið að Gervais gæti varla gengið óhultur um Hollywood eftir frammistöðu sína á síðasta ári en þá gerði hann grín að næstum öllum, en sumir fengu vissulega verri útreið en aðrir eins og Charlie Sheen, Robert Downey og Hugh Hefner. Ricky upplýsti fyrr á þessu ári að hann hefði fengið tilboð um að vera kynnir á hátíðinni en hann væri ekki viss um að þiggja boðið. „Áhorfið fór upp og þeir vildu fá mig aftur. En ég veit ekki hvað ég gæti gert betur og ég geri yfirleitt bara tvær þáttaraðir.“ Verður aftur kynnir BOÐIÐ AFTUR Ricky Gervais er sagður ætla að snúa aftur sem kynnir Golden Globe. Mamma Amy Winehouse hefur rætt um fráfall dóttur sinnar. Hún segir að Amy hafi ekki drukkið fyrir framan sig af virðingu við fjölskylduna. Enska söngkonan Amy Winehouse gat aldrei drukkið áfengi fyrir framan móður sína, hún bar ein- faldlega of mikla virðingu fyrir henni. Þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Mail. Söngkonan, sem fannst látin á heimili sínu í júní á þessu ári, átti lengi við áfengis- og vímuefnafíkn að stríða og lést af ofneyslu áfengis. Hún lét hins vegar flöskuna vera þegar mamma hennar var á svæð- inu. „Hún hataði sjálfa sig þegar hún var drukkin, hún vildi vera við stjórn og þoldi ekki hvernig áfengið fór með sig. Hún gat verið án Bakkusar í nokkrar vikur en svo féll hún. Hún var bara lítið barn sem kunni ekki að forðast brunninn,“ hefur Daily Mail eftir mömmunni, Janis. „Hún drakk hins vegar aldrei fyrir framan mig, þá lét hún það alveg í friði. Hún spurði mig jafnvel leyfis áður en hún kveikti sér í sígarettu. Hún elskaði og virti fjölskylduna sína svo mikið.“ Janis segir að dóttir sín hafi ein- faldlega verið of veikbyggð til að þola allt þetta áfengi og það hafi á endanum dregið hana til dauða. „Allir vilja eiga friðsælan dauða og ég vona svo sannarlega að hún Amy mín hafi sofnað og bara ekki vaknað aftur.“ Faldi drykkjuna fyrir mömmu BAR MIKLA VIRÐINGU FYRIR MÖMMU Amy Winehouse lét áfengið alveg í friði þegar mamma hennar var einhvers staðar í nágrenninu. NORDICPHOTOS/GETTY 40 TONN vegur svokallað hjólhýsi Simons Cowell, en það er á tveimur hæðum. Það er stærra en hjól-hýsið sem Will Smith hafði á tökustað Men in Black 3 og New York-borg hafði afskipti af og skartar meðal annars þremur 60 tommu þrívíddar-sjónvarpsskjáum og sófasetti með ítölsku leðri á. Fjögur myndbönd með nýjum lögum Hjálma á vísir.is/popp ÉG TEIKNA STJÖRNUR VÍSA ÚR ÁFTAMÝRI BORÐ FYRIR TVO Á TJÖRNINNI SKÚRINN TÓNLISTARTÍMARITIÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Á TVEGGJA VIKNA FRESTI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.