Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 80
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR52 Fyrstu sögurnar um Tinna birt- ust í barnablaði belgíska dag- blaðsins Le XXe Siècle í janúar 1929. Tinnabækurnar eru vinsæl- ustu teiknimyndasögur í Evrópu og hafa verið þýddar á meira en 80 tungumál. Tuttugu og fimm þeirra hafa komið út á íslensku í þýðingu Lofts Guðmundssonar. ● Höfundur Tinna fæddist fyrir meira en hundrað árum. Hann hét Georges Rémi en gekk undir höfundarnafninu Hergé. Hergé lét Tinna oft vera viðstaddan sögulega atburði, eins og til dæmis rússnesku byltinguna og seinni heimsstyrjöldina. Stund- um var Tinni hins vegar á undan sinni samtíð. Þannig fór hann til tunglsins fjórtán árum áður en fyrsti maðurinn gerði það. ● Tobbi er af tegundinni fox ter- rier. Hann heitir Milou á frum- málinu, frönsku, en Snowy á ensku. Tobbi fylgir Tinna frá fyrstu bók en aðrar aukapersónur tínast smám saman inn, Kolbeinn kafteinn í Krabbanum með gylltu klærnar, Vandráður prófess- or í Fjársjóði Rögnvaldar rauða og lögreglumennirnir Skapti og Skafti í Tinna í Kongó. Lög- reglumennirnir heita Dupont og Dupond á frönsku en Thomson og Thompson á ensku. Hérgé sjálfur birtist oft í bakgrunninum og einnig aðstoðarmenn hans. ● Tinni er stjörnublaða- maður við belgíska dagblaðið Le Petit XXe. Í hverri bók kemst hann á snoðir um eitt- hvað dularfullt og rannsakar það upp á eigin spýtur. Oft leggur hann sig í mikla hættu við að upplýsa glæpi en aldrei er skrifað um það þegar hann skrifar sjálfa fréttina eða fer með hana á blaðið. Hann vinn- ur sjálfstætt og samstarfs- menn eða ritstjórar blaðs- ins koma aldrei við sögu. ● Tobbi talar við lesendur með hugsunum sínum sem oft eru fyndnar. Tobbi talar aðeins einu sinni við Tinna, það er í bókinni Tinni í Ameríku þegar Tobbi þarf að útskýra fyrir húsbónda sínum hvar hann hafi verið eftir langa fjarveru. ● Besti vinur Tinna er Kol- beinn kafteinn. Í fyrstu er hann ógæfusamur drykkjumaður en verður meiri og meiri hetja eftir því sem líður á bókaflokkinn. Hann er orðljótur og tvinnar saman frumleg blótsyrði þegar illa gengur. Kolbeinn er ættstór og býr á herragarðinum Myllu- setri. ● Vandráður prófessor er við- utan eðlisfræðingur sem fer fyrst í taugarnar á Tinna en seinna lærir Tinni að meta hann og hæfileika hans. Vandráður heyr- ir afskaplega illa og lætur fólk oft segja sama hlutinn aftur og aftur án þess nokkurn tíma að heyra rétt. Þetta fer alla tíð hrikalega í taugarnar á Kolbeini kafteini. ● Eini munurinn á Skapta og Skafta er lögunin á yfirskegginu. Þessar persónur byggði Hergé á pabba sínum og tvíbura bróður hans sem, eins og lögreglu- mennirnir, voru alltaf með hatta í stíl. Skapti og Skafti eru hins vegar ekki tvíburar og ekki skyldir svo vitað sé. ● Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um ævintýri Tinna. Sú fyrsta, Krabbinn með gylltu klærnar, var gerð í Belgíu árið 1947. Tinnamyndin sem núna er í bíó er gerð eftir bókunum Krabb- inn með gylltu klærnar, Leyndar- dómur Einhyrningsins og Fjár- sjóður Rögnvaldar rauða. Sömu framleiðendur vinna nú að gerð myndar eftir bókunum Sjö kraft- miklar kristalskúlur og Fangarn- ir í sólhofinu. Rosalega rosalega gaman krakkar@frettabladid.is 52 Helga María og Kristinn Bjarnabörn LEIKHÚS Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is VEFIR.NAMS.IS/KLUKKAN/KLUKKAN.HTM er flott síða fyrir krakka sem eru að læra hvað klukkan er. Þar má leysa ýmis verkefni tengd klukkunni. FYRSTUR TIL TUNGLSINS Tinnabækurnar eru vinsælustu teiknimyndasögur í Evrópu og margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir þeim. Sú sem er í bíó núna er eftir bókunum Krabbinn með gylltu klærnar, Leyndardómur Einhyrningsins og Fjársjóður Rögnvaldar rauða. Hvað sagði skrímsli Franken- steins þegar það varð fyrir eldingu? Ahh, akkúrat það sem mig vantaði. Hvernig skart ber skrímsli? Legsteina. Hvað skaltu gera þegar þú lendir í sama herbergi og Frankenstein, Drakúla, var- úlfur, vampíra og norn? Krossa fingur og vona að þú sért staddur á grímuballi. Hvernig grætur barnadraugur? Búhúú! Búhúú! Hvað kallast hundur sem Drakúla á? Blóðhundur. Systkinin Helga María Bjarnadóttir og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru bæði í Vesturbæjarskóla. Þau fóru að sjá Galdrakarlinn í Oz með mömmu sinni um síðustu helgi og gætu vel hugsað sér að fara aftur. „Já, auðvitað, þetta var rosalega gaman,“ segir Helga og Jói bætir við: „Rosalega, rosalega gaman. Fullorðnir geta líka alveg haft gaman af sýningunni, mamma fór að skellihlæja.“ Krakkarnir þekktu bæði söguna vel og höfðu séð bíó- myndina nokkrum sinnum áður en þau sáu leiksýninguna. Þau voru bæði mjög hrifin af leikmyndinni og búningunum. En hvaða persóna var skemmtilegust? „Mér fannst hundurinn Tótó skemmtilegastur,“ segir Helga. „Mér fannst fuglahræðan skemmtilegust,“ segir Jói en hann var ekki hrifinn af öllu. „Mér fannst vonda nornin leiðinleg.“ Helgu fannst hins vegar engin persóna leiðinleg í sýning- unni. „Þetta er fyndið og það eru góðir leikarar. Við mælum með sýningunni fyrir alla krakka og hún fær 5 stjörnur.“ Vandráður heyrir af- skaplega illa og lætur fólk oft segja sama hlutinn aftur og aftur. Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.