Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 104
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR76 ALLT Á 15-60% AFSLÆTTI! * LOKADAGUR ÚTSÖLUNNAR N1 VERSLUN TRYGGVABRAUT 18-20, AKUREYRI. SÍMI 461 5522 Allir varahlutir 25% afsláttur *Tilboðin fást aðeins hjá Nítró á meðan birgðir endast. Tilboðin gilda ekki með öðrum tilboðum eða afsláttum. SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLU ER LAUGARDAGURINN 5. NÓVEMBER Allir leður mótorhjólagallar 30% afsláttur Öll mótorhjól 15-25% afsláttur Motocrossgallar 30 - 60% afsláttur Hjálmar 25-55% afsláttur Mótorhjóla skór/stígvél 25% afsláttur FÓTBOLTI Almar Guðmundsson, for- maður knattspyrnudeildar Stjörn- unnar, segir mikla fjármuni í húfi fyrir félagið í tengslum við sölu Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga fyrr á þessu ári. Til greina komi að fara með málið í gegnum Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA. Forsaga málsins er sú að Veig- ar Páll var seldur frá Stabæk til Vålerenga í ágúst síðastliðnum. Uppgefið kaupverð var ein milljón norskra króna þó svo að Rosenborg hafi sagst vera reiðubúið að greiða fimm milljónir fyrir kappann. Síðar kom í ljós að með í kaup- unum á Veigari var kaup réttur á fimmtán ára gutta, Herman Stengel, sem var metinn á fjórar milljónir króna. Eftir að Veigar Páll gekk aftur í raðir Stabæk frá franska félaginu Nancy árið 2009 var samið um að síðarnefnda félagið fengi helming af kaupverðinu ef Veigar Páll yrði seldur áfram frá félaginu. Með því að selja Veigar til Våler- enga fyrir eina milljón í stað fimm milljóna til Rosenborg er ljóst að Stabæk sparaði sér tvær milljón- ir norskra króna, um 41 milljón króna, með gjörningnum. Þar sem Stjarnan og KR eiga rétt á uppeldisbótum fyrir Veigar Pál, ákveðið hlutfall af söluverði hans, voru þau félög einnig hlunn- farin af þessum viðskiptum. Norska knattspyrnusamband- ið hefur þegar sektað félögin og bannað þeim sem sáu um söluna að hafa afskipti af knattspyrnu í ákveðinn tíma. En talið er að málið geti vel endað sem lögreglu- rannsókn og farið fyrir dómstóla. „Við fengum greitt miðað við þessa einu milljón sem Veigar Páll var sagður kosta Vålerenga,“ sagði Almar. „Og nú þegar búið er að beita sektum er komin viðurkenn- ing á að verðmiðinn var annar en gert var opinbert á sínum tíma. Við teljum að við eigum þar með kröfu á norsku félögin.“ Stjarnan og KR hafa fyrst og fremst verið í samskiptum við norska knattspyrnusambandið og bíða nú átekta. „Við erum háðir framvindu málsins í Noregi. Við höfum líka þann úrskost að leita til UEFA og gerum það ef við telj- um ástæðu til. Það eru 2-3 milljón- ir í húfi fyrir okkur og maður tínir ekki þann pening upp af götunni. Við fylgjum þessu eftir.“ - esá VEIGAR PÁLL Er saklaus aðili í hringiðu svikamyllu sem hefur vakið gríðarlega mikla athygli í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stjarnan og KR bíða átekta í máli Veigars Páls Gunnarssonar. Miklir fjármunir í húfi fyrir félögin: Tínum ekki 2-3 milljónir upp af götunni HANDBOLTI Fyrir tæpu ári gekk Rhein-Neckar Löwen frá samn- ingum við Alexander Petersson um að ganga til liðs við félagið þegar núverandi samningur hans við Füchse Berlin rynni út sum- arið 2012. Samningurinn stendur vissulega enn en sjálfur er Alex- ander orðinn tvístígandi og segir að það verði mjög erfitt að yfirgefa Berlín þegar þar að kemur. „Ég bara veit ekki lengur hvort ég vil fara eða ekki,“ sagði hann og brosti. „Það er auðvitað of seint að hætta við en þetta er hlutur sem ég hef verið að hugsa um.“ Þjálfari Löwen er landsliðs- þjálfarinn Guðmundur Guð- mundsson og segir Alexander að hann hafi vitanlega ekkert á móti honum. „Alls ekki. Guðmundur er frábær þjálfari en okkur í fjöl- skyldunni líður bara mjög vel í Berlín. Þetta er frábær borg þar sem mikið er um að vera. Ég held að það sé ekki hægt að spila hand- bolta í betri borg en Berlín.“ Mikið breyst og meira í vændum Í ofanálag hefur mikið breyst hjá Löwen síðan Alexander samdi við félagið. „Kasi-Jesper“ Nielsen er hættur afskiptum af félaginu, en hann var aðalstyrktaraðili liðsins. „Það er ýmislegt búið að breyt- ast hjá Löwen og ég held að það eigi meira eftir að breytast eftir tímabilið,“ segir Alexander. „En Löwen er með frábært lið og er eitt það sterkasta í Þýskalandi. Ég gerði auðvitað mjög góðan samn- ing við félagið, miklu betri en þann sem ég er með nú, en peningarn- ir skipta ekki öllu. Ég ætla þó alls ekki að kvarta – þetta er bara lúxus vandamál,“ segir Alexander og segist ekki ætla að taka málið lengra og ræða til að mynda við Guðmund eða forráðamenn Löwen. „Nei, nei. Nú byrjum við bara að búa okkur undir flutninga. Ég er búinn að segja strákunum mínum að Löwen sé gott félag og rétt hjá Hoffenheim [úrvalsdeildarfélagi í knattspyrnu] og að við getum farið á fullt af fótboltaleikjum,“ segir hann í léttum dúr. Frábært gengi Füchse Berlin Ein af helstu ástæðunum fyrir því að Alexander kvíðir því að fara frá Berlín er gott gengi liðsins að undan förnu. Liðið hafnaði í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vor og komst þannig í Meistaradeild Evrópu. Þar hefur liðinu vegnað vel í haust og að auki haldið dampi og vel það í þýsku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Dagur Sigurðs- son sem hefur náð ótrúlega miklu úr fámennum leikmannahópi. „Það gekk frábærlega hjá okkur síðasta tímabil og kannski áttu ein- hverjir von á því að við myndum hrynja í ár. En þetta hefur geng- ið gríðarlega vel,“ segir hann. „Nú fer kannski að koma einhver þreyta í mannskapinn enda höfum við ekki jafn breiðan hóp og önnur topplið, eins og til dæmis Kiel. Dagur hefur þó haldið mjög vel utan um hlutina og það er mikil og góð stemning fyrir liðinu í Berlín.“ eirikur@frettabladid.is LYKILMAÐUR Alexander Petersson hefur haft lykilhlutverki að gegna í liði Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin. NORDICPHOTOS/BONGARTS Veit ekki hvort ég vil fara til Löwen Alexander Petersson mun að óbreyttu ganga til liðs við Rhein-Neckar Löwen næsta sumar, þegar samningur hans við Füchse Berlin rennur út. Honum líður þó vel í Berlín og vill helst ekki þurfa að yfirgefa borgina. Ég held að það sé ekki hægt að spila handbolta í betri borg en Berlín. ALEXANDER PETERSSON LEIKMAÐUR FÜCHSE BERLIN FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, fagnar í dag þeim áfanga að hafa verið í aldarfjórðung í starfi hjá félaginu. Á þeim tíma hefur hann náð ótrúlegum árangri og unnið allt sem hægt er að vinna í knatt- spyrnuheiminum. Ferguson er án efa einn allra sigursælasti knattspyrnuþjálfari sögunnar, en undir hans stjórn hefur Manchester United einu sinni endað neðar en í 2. sæti (3. sæti 2001-2002) síðan 1991. Hápunkturinn kom þegar liðið varð þrefaldur meistari árið 1999 eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistara- deildarinnar. „Þetta hefur verið ótrúlegur kafli í mínu lífi,“ sagði Fergu- son við enska fjölmiðla. „Maður átti ekki von á því að þetta myndi endast svona lengi og það er í raun ævintýri líkast. Ég kann svo sannarlega að meta það.“ Hann hrósaði þeim fjölda leik- manna sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina. „Ég hef verið afar lánsamur að hafa feng- ið að vinna með sumum af bestu leikmönnum sögunnar. Þegar ég hugsa um þá geri ég mér grein fyrir hversu heppinn ég hef verið.“ Ferguson verður sjötugur um áramótin en er ekki að hugsa um að hætta. „Ég mun halda áfram svo lengi sem heilsan leyfir.“ - esá Sir Alex Ferguson: Fagnar 25 ára starfsafmæli 25 ÁR Sir Alex stýrir hér æfingu Man. United í vikunni. NORDIC PHOTOS/GETTY Titlar Sir Alex Ferguson Keppnir sem Manchester United hefur unnið undir stjórn Ferguson: Enska úrvalsdeildin 12 Enska bikarkeppnin 5 Enska deildabikarkeppnin 4 Góðgerðar-/Samfélagsskjöldurinn 10 Meistaradeild Evrópu 2 Evrópukeppni bikarhafa 1 Ofurbikar Evrópu 1 Álfukeppni félagsliða 1 Heimsmeistarakeppni félagsliða 1 FÓTBOLTI Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, sjö leikir í dag og þrír á morgun. Spútniklið Newcastle getur skellt sér upp í þriðja sæti deildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri í hádegis leiknum gegn Everton í dag. Hér má sjá leikjayfirlit. Enska úrvalsdeildin: Newcastle í annað sætið? Enska úrvalsdeildin Laugardagur: 12.45 Newcastle - Everton Sport 2 & HD 15.00 Liverpool - Swansea Sport 2 & HD 15.00 Man. Utd - Sunderland Sport 3 15.00 Blackburn - Chelsea Sport 4 15.00 Arsenal - West Brom Sport 5 15.00 Aston Villa - Norwich Sport 6 17.30 QPR - Man. City Sport 2 & HD Sunnudagur: 13.30 Wolves - Wigan Sport 2 & HD 15.00 Bolton - Stoke Sport 3 16.00 Fulham - Tottenham Sport 2 & HD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.