Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 05.11.2011, Blaðsíða 102
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is gr af ika .is 11 AUGLÝSING UM INNTÖKU NÝNEMA Í LÖGREGLUSKÓLA RÍKISINS   Auglýst er eftir hæfum umsækjendum til að stunda almennt lögreglunám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins.   Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2011.   NÁMIÐ Námið skiptist í bóknám og starfsnám og hefst í janúar 2012. Það stendur yfir í a.m.k. tólf mánuði og þar af verður starfsnám í lögreglu ríkisins a.m.k. fjórir mánuðir.   RÉTTINDI SEM NÁMIÐ VEITIR Hver sá sem lýkur almennu lögreglunámi með fullnægjandi árangri er hæfur til að sækja um laus störf lögreglumanna í lögreglu ríkisins. Hann þarf að uppfylla skilyrði lögreglulaga til að geta hlotið skipun til slíkra starfa til fimm ára í senn.   AÐ HVERJUM ER LEITAÐ Lögreglustarfið er um margt spennandi og krefjandi vettvangur fyrir dugandi fólk enda eru líklega ekki gerðar jafn fjölþættar kröfur til umsækjenda um mörg önnur störf. Gerð er krafa um lágmarks menntun en einnig gott andlegt og líkamlegt atgervi því í lögreglustarfinu reynir á ýmsa ólíka eiginleika þeirra sem því sinna. Reyndin er sú að umsækjendur hafa fjölbreyttan bakgrunn og lögreg- lan hefur gegnum tíðina fengið til liðs við sig afbragðs starfsfólk með t.d. iðnmenntun og aðra fagmenntun, auk þess sem háskólamenntuðum hefur fjölgað á síðustu árum. Þá er góður kostur að hafa fjölþjóðlega reynslu. Leitað er að skynsömum, jákvæðum, hraustum og reglusömum konum og körlum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti.   NÁNARI UPPLÝSINGAR Upplýsingar um inntökuskilyrði, námið, feril umsókna, inntökupróf, umsóknar- eyðublöð, læknisvottorð og handbók valnefndar er að finna á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir Lögregluskóli ríkisins - Inntaka nýnema.   Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur V. Snævarr formaður valnefndar í síma 577-2200.   2. nóvember 2011.   RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN KÖRFUBOLTI Marvin Valdimarsson var í aðalhlutverki í liði Stjörnunn- ar í gær þegar liðið landaði 97-86 sigri gegn nýliðum Þórs í Þórláks- höfn í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik. Marvin ýtti á ON- takkann í fjórða leikhluta þar sem hann fór á kostum. Alls skoraði Marvin 25 stig og var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar. Það var jafnt nánast á öllum tölum þar til Stjörnumenn nýttu reynslu sína á loka- kaflanum. Stjörnumenn hittu vel úr skotum sínum gegn svæðis vörn Þórsara á loka- mínútunum. „Það er bara frá- bært að fá svæðisvörn gegn okkur. Við elsk- um það og þá stopp- ar okkur enginn, við erum með frábæra skotmenn,“ sagði Marvin. Jovan Zdravevski lék ekki með Stjörn- unni í gær vegna meiðsla en hann ætti að vera leikfær í næstu viku þegar Stjarnan tekur á móti liði Snæfells. Tvíburabræðurnir Sigurjón og Guð- jón Lárussynir skiluðu sínu í gær fyrir Stjörnuna og Bandaríkjamaður- inn Keith Cothran átti ágæta spretti en var ömurlegur á víta- línunni, með 29% nýt- ingu. Þórsarar léku án fram- herjans Grétars Erlends- sonar og liðið má varla við slíku þar sem leikmannahópurinn er ekki breiður. Bakvörðurinn Darrin Govens skoraði 24 stig fyrir Þórs- ara en hann ætlar sér stundum of mikið þegar mest á reynir. Darri Hilmarsson og Guð- mundur Jónsson eru þaulreyndir kappar í Þórsliðinu og að ósekju hefðu þeir mátt fá boltann oftar í sóknarleik Þórs. Michael Ring- gold er öflug- ur miðherji en hann hefur sína kosti og galla. Sóknar leikur er ekki hans styrk- leiki og það kom bersýnilega í ljós á lokakaflanum. Þórsarar hafa farið vel af stað á Íslandsmótinu, unnið þrjá leiki en tapað tveimur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, hefur sett sér það markmið að festa liðið í sessi í efstu deild. „Við eigum frábæra stuðn- ingsmenn og góðan heimavöll. En okkur tekst ekki að leika nógu vel hér heima. Útileik- irnir hafa farið betur í okkur og það er atriði sem við þurf- um að laga,“ sagði Benedikt í gær. seth@365.is Marvin í stuði Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í Icelandic Glacial höllinni í gær. HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik vann öruggan níu marka sigur á úrvalsliði HSÍ í æfingaleik í gærkvöld. Loka- tölurnar urðu 33-24 eftir að úrvals- liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Það er erfitt fyrir landsliðið að gíra sig upp fyrir svona leiki. Þeir hlustuðu vel á mig í hálfleik, ég lét þá aðeins heyra það og þeir komu miklu grimmari í síðari hálfleik. Þá var einstefna,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í leikslok. Aron Pálmarsson var marka- hæstur í landsliðinu með níu mörk og nýtti skot sín vel. Hreiðar Levy Guðmundsson stóð vaktina allan tímann í markinu og varði 24 skot, þar af tvö víti. - ktd Úrvalsliðið átti engin svör í seinni hálfleiknum: Öruggt hjá A-liðinu ARON PÁLMARSSON Nýtti 9 af 11 skotum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Iceland Express-deild karla Haukar-Fjölnir 78-73 (38-37) Stig Hauka: Christopher Smith 24 (7 varin), Emil Barja 14, Jovanni Shuler 12 (18 frák.), Sævar Ingi Haraldsson 10, Davíð Hermannsson 6, Örn Sig- urðars. 5, Helgi Einarss. 4, Óskar Magnússon 3. Stig Fjölnis: Nathan Walkup 22, Calvin O’Neal 20, Árni Ragnarsson 15, Jón Sverrisson 6 (11 frák.), Björgvin Ríkharðsson 5, Hjalti Vilhjálmsson 3, Trausti Eiríksson 2. Þór Þorlákshöfn-Stjarnan 86-97 (45-47) Stig Þórs: Darrin Govens 24, Michael Ringgold 22 (16 frák.), Darri Hilmarsson 15, Marko Latinovic 12, Guðmundur Jónsson 9, Baldur Þór Ragnarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 25, Keith Cothran 20, Justin Shouse 20 (9 stoðs.), Guðjón Lárusson 14 (10 frák.), Fannar Freyr Helgason 10, Dagur Kár Jónsson 6, Sigurjón Örn Lárusson 2. Tindastóll-ÍR 70-81 (37-32) Stig Tindastóls: Trey Hampton 18, Helgi Rafn Viggósson 16, Maurice Miller 10 (13 frák.), Svavar Atli Birgisson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 1. Stig ÍR: James Bartolotta 27 (7 frák./5 stoðs.), Nemanja Sovic 27, Hjalti Friðriksson 16, Williard Johnson 8, Kristinn Jónasson 2, Níels Dungal 1. Pressuleikur í Höllinni Ísland - Úrvalslið HSÍ 33-24 (13-15) Mörk Íslands (skot): Aron Pálmarsson 9 (11), Snorri Steinn Guðjónsson 6/2 (9/3), Þórir Ólafsson 5/1 (7/2), Alexander Petersson 3 (5), Arnór Atlason 2 (2), Kári Kristjánsson 2 (3), Vignir Svavarsson 2 (5), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Bjarki Már Elísson 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson (1), Rúnar Kárason (2), Varin skot: Hreiðar Levy Guðmundsson 24/2 (48/3, 50%), Mörk Úrvalsliðsins (skot): Ólafur Guðmundsson 5 (12), Orri Freyr Gíslason 4 (5), Róbert Aron Hostert 4 (6), Oddur Gretarsson 4/1 (8/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 2 (9), Gylfi Gylfason 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Freyr Brynjarsson 1 (2), Atli Ævar Ingólfsson 1 (2), Anton Rúnarsson 1 (4), Tjörvi Þorgeirsson (1), Einar Rafn Eiðsson (2), Bjarni Fritzsson (2/1), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 10/1 (33/3, 30%), Björn Ingi Friðþjófsson 2/1 (12/2, 17%), ÚRSLITIN Í GÆR MARVIN VALDIMARSSON Var aðalmaðurinn í lokaspretti Stjörnunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.