Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 36
10. desember 2011 LAUGARDAGUR36
Þegar fiskurinn er tekinn upp úr vatninu gerir hann sér fyrst grein fyrir tilveru sinni
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, frumkvöðull á sviði jafnréttiskennslu
H
vað kemur fyrst
upp í huga ykkar
þegar þið hugs-
ið um hvað þið
lærðuð í þessum
áfanga?
Ísak: „Það hvernig konur eru
sýndar í bíómyndum og hvað þær
leika raunverulega lítið hlutverk
í þeim. Yfirleitt fjalla myndir um
einhverja tvo karla, svo er kannski
ein kona í aukahlutverki, sem
segir og gerir lítið. Í How I Met
Your Mother þykir það mjög fynd-
ið þegar einhver maður kemur
fram við konuna sína eins og skít.
Það er alltaf verið að djóka með
vændi, kynferðislega misnotkun
og ofbeldi gagnvart konum, bæði
í bíómyndum og af fólki í sam-
félaginu. Eins og þetta sé eitthvað
sniðugt, þegar þetta er í rauninni
bara hræðilegt.“
Birta: „Það sem stendur upp
úr hjá mér er að nú veit ég svo
miklu meira og get tjáð mig um
jafnréttis mál. Þegar maður hefur
skoðanir á hlutunum er auðveld-
ara að gagnrýna þá. Ég fór að taka
eftir því hvernig ég lít á sjálfa mig
og aðrar stelpur. Við stelpur þurf-
um að vera sterkari og ánægðari
með okkur. Við fórum í mjög heitar
samræður um klám og klámvæð-
inguna í tímunum. Núna, þegar ég
sé konu í klámi, hugsa ég „greyið
konan, í hverju lenti hún sem lítil
stelpa sem gerir það að verkum að
hún vill taka þátt í þessu“, en ekki
„vá hvað hún er flott“.
Ingibjörg: „Ég upplifi mig miklu
sterkari en áður. Maður uppgötvaði
að maður á sinn stað í sam félaginu
og er alveg jafn mikils virði og
allir aðrir. Maður þarf ekki að vera
í öðru sæti allt sitt líf.“
Grétar: „Mér fannst merki-
legast að skoða tölfræðina. Við
skoðuðum tölur frá Hagstofunni,
þar sem við sáum svart á hvítu
hversu mikill munur er í raun og
veru á launum kynjanna. Og eins
og Ísak fannst mér þetta með bíó-
myndirnar merkilegt. Við gerðum
svona Bechdel-próf á bíómyndum,
en það er próf sem þú getur sjálf-
ur gert á bíómynd. Við sáum að ef
það eru tvær konur í bíómynd að
tala saman þá eru þær nær alltaf
að tala um karlmenn.“
Endalausar tilvísanir í klám
Grétar: „Konur eru líka hlut-
gerðar í auglýsingum. Tilfinning-
arnar eru teknar úr þeim. Kven-
líkaminn er kannski látinn líta út
eins og flaska, því þær eru bara
hlutur. Konur halda líka oft fyrir
munninn á sér, sem er merki um
að verið sé að þagga niður í þeim.
Eins og þær eigi ekki að tjá sig. Og
síðan er það klámið. Í því er ótrú-
lega oft skírskotun í börn, þar sem
konurnar eru til dæmis ekki með
nein hár að neðan eins og litlar
stelpur.“
Birta: „Það er tilvísun í klám í
nánast hverri einustu auglýsingu
með konu í, alveg óháð því hvað
hún er að auglýsa.“
Ingibjörg: „Og þær eru líka
gerðar að börnum þar. Í einni aug-
lýsingu sem við skoðuðum var
kona klædd í hálfgerð barnaföt
og með tíkó í hárinu. Í spegli fyrir
aftan hana sást að það var fullorð-
inn karlmaður að taka myndina af
henni. Þetta er bein vísun í barna-
klám. Þetta þykir bara eðlileg aug-
lýsing fyrir stóra tískukeðju. Fólk
hugsar bara „já, flott auglýsing, ég
ætla að kaupa mér svona buxur“.
Ísak: „Ég fór einmitt að taka
eftir þessu eftir að ég fór í þenn-
an áfanga. Eins og í einni Subway-
auglýsingu, þá er bátur eins og
typpi á myndinni á leiðinni upp
í opinn munn á konu. Auglýsing-
arnar fyrir Hlunka eru svipaðar,
nærmynd af konumunni og tung-
an úti.“
Grétar: „Þetta er svo stórt mál-
efni. Maður er búinn að lifa í þessu
samfélagi svo lengi án þess að taka
eftir þessu. En eftir að maður opn-
aði augun þá fór maður að sjá að
samfélagið er í bara í ruglinu.
Manni fannst þetta allt svo eðli-
legt áður en maður fór í þennan
áfanga.“
Sumir strákar fíla að nauðga
Haldið þið að þetta hafi mikil
áhrif á hvernig strákar líta á
stelpur? Hvaða hugmyndir haldið
þið að þetta skapi í hugum stráka
um stelpur?
Grétar: „Að þær séu bara fylgi-
hlutir okkar.“
Ísak: „Og þú ræður yfir fylgi-
hlutnum þínum.“
Ingibjörg: „Þetta skapar óvirð-
ingu. En meiri virðing fyrir
konum lækkar glæpatíðni gagn-
vart þeim. Það er meira ofbeldi
gegn konum heldur en körlum því
það er borin minni virðing fyrir
þeim.“
Grétar: „Strákar þurfa að vita
hvað þeir eru í raun og veru
að gera stelpunum þegar þeir
hegða sér á vissan hátt. Ég hélt
til dæmis áður að stelpu sem er
nauðgað liði kannski illa í 2-3
mánuði eftir það, svo yrði allt í
lagi. Ég vissi ekki að líf hennar
gæti farið í rúst. Ef fleiri strákar
færu í svona áfanga myndi hugur
þeirra kannski opnast og nauðg-
unum fækka.“
Ísak: „Það eru líka margar
stelpur sem hafa skrýtnar hug-
myndir um þetta. Þegar Gillzen-
egger-málið var sem mest í
umræðunni hérna um daginn
sagði ein stelpa: „Sumir gaurar
fíla bara að nauðga!“ Eins og það
væri einhver réttlæting.“
Eru svertingjabrandarar þá í lagi?
Sumir sjá ekkert athugavert við
það að skella fram einum karl-
rembubrandara við gott tækifæri,
en líta samt á sig sem jafnréttis-
sinna. Hvað finnst ykkur um það?
Ísak: „Er þá líka í lagi að hlæja
að svertingjabröndurum?“
Ingibjörg: „Það stuðlar að for-
dómum að segja kvenfyrirlitn-
ingarbrandara. Þetta mál verður
aldrei tekið alvarlega ef fólk held-
ur áfram að segja svona brandara
eins og ekkert sé.“
Birta: „Það er svolítið merki-
legt að það að vera „kerling“ felur
í sér niðurlægingu fyrir karlmenn.
Svona menning á meðal stráka
gerir stöðu okkar stelpnanna verri
og lætur strákana líka líta illa út.
En svo má ekki gleyma að strákar
eiga líka erfitt í þessu samfélagi.
Margir strákar halda að þessi
áfangi sé bara fyrir stelpur og það
sé bara einblínt á konur. En það er
ekki þannig.“
Jafnréttissinni = femínisti
Mynduð þið skilgreina ykkur í dag
sem femínista?
Birta: „Ég hef ekkert á móti því
að vera kölluð femínisti. Ég er það!
Ingibjörg: „Ég á náinn vinkonu-
hóp og þær skilja eiginlega ekki
hvað orðið femínisti þýðir. Svo
þegar ég útskýri fyrir þeim hvað
það þýðir þá eru þær alveg „jááá“.
Með samfélagsmótuninni virðist
orðið „femínisti“ vera orðið nei-
kvætt.“
Birta: „Nákvæmlega, þú getur
verið jafnréttissinni, en alls ekki
femínisti. Samt er alveg samasem-
merki þarna á milli.“
Ísak: „Ég myndi ekki hafa neitt
á móti því að kalla mig femín-
ista, en ég er samt ekki viss um
að ég leggi mikið af mörkum með
því. Mér finnst líka að það þurfi
að vera eitthvað á bak við orðið.
Erpur, til dæmis, kallar sig femín-
ista, en semur lög eins og „Við elsk-
um þessar mellur“ og „Viltu dick“.
Það er ekkert á bak við þetta hjá
honum.“
Grétar: „Skilgreiningin á femín-
ista er einhver sem veit að jafnrétti
kynjanna hefur ekki verið náð og
er reiðubúinn að leggja eitthvað af
mörkum til þess að laga það. Það er
að vera femínisti.“
Birta: „Það er eins og það fylgi
þessu orði einhver skömm. Stelpur
vilja kannski kalla sig femínista en
gera það ekki, af því þú ert ekki í
vinningsliðinu ef þú kallar þig það.
Þá ertu bara farin í einhvern allt
annan hóp.“
Ingibjörg: „En maður finn-
ur alveg fyrir breytingu hérna
í Borgó. Það eru 30 nemendur á
önn sem klára þennan áfanga.
Hjá þeim breytist viðhorfið og það
smitar út frá sér.“
Samfélagið er bara í ruglinu
Árið 2007 varð Borgarholtsskóli fyrsti framhaldsskólinn til að bjóða áfanga í jafnréttisfræðslu. Hann hefur notið vinsælda og það
kemur fyrir að vísa þurfi nemendum frá vegna mikillar aðsóknar. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir spjallaði við Hönnu Björgu
Vilhjálmsdóttur kennara og fjóra nemendur hennar. Allir segjast þeir sjá heiminn í nýju ljósi eftir að hafa setið áfangann.
Markmiðin með jafnréttisfræðslunni er fyrst og fremst viðhorfanám og
vitundar vakning. Ég er búin að kenna þenn-
an áfanga svo oft og svo mörgum ólíkum
nemendahópum að ég veit að hann virkar,“
segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari
við Borgarholtsskóla. Hún kennir KYN 103
sem komst í umræðuna í síðustu viku, þegar
einlæg grein birtist eftir nemanda hennar í
Fréttablaðinu. Þar sagðist hann meðal annars
hafa verið karlremba, áður en hann sat áfang-
ann, en sé nú breyttur maður.
Borgarholtsskóli var fyrsti framhalds-
skólinn til að bjóða upp á áfanga í kynjafræði,
sem er merkilegt í ljósi þess að í jafnréttis-
lögum frá árinu 1975 er kveðið á um að jafn-
réttisfræðsla skuli fara fram á öllum skóla-
stigum. Í dag bjóða nokkrir skólar kynjafræði
sem valáfanga.
Hanna kenndi áfangann fyrst árið 2007 og
hefur stundum þurft að vísa nemendum frá
vegna ásóknar. Sjálf er hún með bakgrunn
í félagsfræði og sögu, og meistaragráðu í
kennslufræði. „Ég kenni þetta ekki fræði-
lega, heldur út frá praktík og lífshamingju
nemenda minna. Ég reyni að höfða til tilfinn-
inga þeirra. Það má líkja minni kennslufræði
við það að taka fiskinn upp úr vatninu, því
aðeins með því gerir hann sér grein fyrir til-
veru sinni.“
Eitt af því sem Hanna tekur fyrir í kennsl-
unni er þöggun kvenna. „Við erum aldar upp
í því að þurfa að vera svo sætar, grannar og
sérstakar. Okkur er kennt að ef við erum
þetta ekki, þá höfum við ekki rödd. Þegar við
eldumst þurfum við sterk bein til að standa
upp og segja skoðun okkar vegna þess að við
höfum ekki lengur útlitið – ef við höfum þá
einhvern tímann haft það. Stelpur þurfa að
vita að það er kerfisbundið verið að þagga
niður í þeim.“
Í starfi sínu sem kennari hefur Hanna
séð ýmislegt misjafnt. „Stundum er eins
og ég reki útibú frá Stígamótum hérna. Á
hverju einasta ári koma til mín stelpur sem
hafa lent í alveg ótrúlegum hlutum. Þær
hafa lent í nauðgunum, jafnvel
hópnauðgunum og eiga sumar
kærasta sem beita þær ofbeldi.
Þær eru úrræðalausar – upplifa sig
fastar og valdalausar.“
Hanna segir mikilvægt og oft
gleymast í umræðunni að karlmenn
njóta sín ekki heldur í núverandi
ástandi. „Þetta snýst ekki um að strákar
sitji í reykmettuðum herbergjum og ákveði
þar að dissa konur. Þetta er valdaelíta karla
sem er að verki. Hvað þarftu til að gera
hugmynd ráðandi? Þú þarft vald. Og hver
hefur valdið? Það eru þeir. Það er mikil-
vægt að átta sig á þessari tengingu, til að
sjá samhengið. En karlmennskan, hún er
ókeypis. Það eru fleiri sjálfsvígstilraunir
meðal karla, þeir fara síður í meðferð og
stunda frekar áhættuhegðun. Karlmennskan
gerir líka ýmsar kröfur til stráka. Þeir eiga
að vanvirða konur og hlæja að kvenfyrirlitn-
ingarbröndurum, annars eru þeir ekki með í
hópnum.“
■ SKAÐI FYRIR ALLA, KONUR OG KALLA
Næst þegar þú, lesandi góður, ætlar
að setjast niður og horfa á Hollywood-
bíómynd skaltu prófa að spyrja þig
eftirfarandi spurninga á meðan þú
horfir:
1. Eru tvær eða fleiri kvenpersónur í
kvikmyndinni, sem bera
nafn?
2. Er atriði í myndinni þar sem þessar
tvær kvenpersónur
tala saman?
3. Tala þær um eitthvað annað en karlmenn?
Forvitnilegt er að sjá að stór
hluti af vinsælustu Hollywood-
bíómyndunum stenst ekki
Bechdel-prófið. Það er að segja
að í meirihluta þeirra eru engar
kvenpersónur. Hægt er að kynna
sér prófið í þaula á vefsíðunni
http://bechdeltest.com/
Bechdel-prófið
BREYTT HEIMSMYND Nemendur við Borgarholtsskóla, sem hafa setið áfanga í jafnréttisfræðslu, segja að samfélagið skapi stráka sem haldi að stelpur gegni helst því hlut-
verki að vera fylgihlutir þeirra. Á myndinni situr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari á milli þeirra Ísaks Hrafns Stefánssonar og Birtu Baldursdóttur. Þá kemur Ingibjörg Ragna
Frostadóttir og loks Grétar Birgisson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI