Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 80

Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 80
6 fjölskyldan fróðleikur gott að vita ... Sex tegundir af ferskum íslenskum barnamat í krukkum finnast í mjólkur-kælum nokkurra stórmark- aða á Íslandi. Þrjár úr grænmeti og þrjár úr ávöxtum. Þeim kemur til með að fjölga á næstunni, að sögn Hauks Magnússonar í fyrirtækinu Barnavagninn sem stendur á bak við þessa nýjung. Haukur segir móttökurnar hafa verið góðar. „Við stofnuðum Facebook-síðu eins og allir aðrir, þar er mikil umferð og langflest ummælin hafa verið mjög jákvæð. Krakkarnir sem komast á bragðið kunna vel að meta þennan mat.“ Framleiðslan er suður í Garði í litlu húsi sem reist var undir starf- semina. „Þar fer ekkert inn nema ávextir og grænmeti, annaðhvort til framleiðslu barnamatar eða til pökkunar fyrir fyrirtæki,“ segir Haukur sem rekur bæði Barna- vagninn og Ávaxtabílinn. Hann segir hugmyndina að barnamatn- um hafa verið að smá þróast. „Við erum alltaf í samstarfi við ávaxta- og grænmetisbirgja og fannst þessi framleiðsla passa vel fyrir okkur,“ segir hann. Kartöflurnar, rófurnar og gul- ræturnar í barnamatnum eru ræktaðar í íslenskri mold að lang- mestu leyti að sögn Hauks en ávextirnir eru skiljanlega inn- fluttir. „Við erum með banana og döðlur saman, sveskjur og epli. En við ætlum að bæta við úrvalið af ávaxtamaukinu enda eru engin takmörk á því hvenær krakkarnir hætta að borða það. Þau geta alveg tekið það með sér í skólann.“ Skyldi Haukur ekki þurfa að setja eitthvað út í matinn til að hann geymist? „ Þ að er sett smá epla- sýra út í tvær tegundir af þessum sex sem við búum til. Eplasýran er náttúruleg afurð og er notuð til að ná niður sýrustigi. Annars dugar maturinn í þrjár vikur í kæli.“ Maturinn frá Barnavagninum fæst í Bónus, Krónunni og Hag- kaupi. Haukur segir helsta vanda- málið það að hann geti ekki verið í hillunum hjá innflutta barna- matnum sem er með svo miklum aukaefnum að hann getur verið utan kælis. „Verslanirnar hafa tekið okkur vel frá byrjun en þær átta sig á því að staðsetningin er þröskuldur. Hún hefur háð okkur meira en okkur grunaði nokkurn tíma. Kíktu í mjólk- urkælinn verður því okkar kjör- orð á næst- unni.“ Íslenskt góðmeti upp í litla munna Ferskur íslenskur barnamatur kom nýlega á markað hér á landi. Hann er framleiddur í fyrirtækinu Barnavagninum suður í Garði og hráefnið er meðal annars íslenskt grænmeti. Kjörorðið Beint úr Garðinum á því afar vel við. Sex gerðir Tegundirnar eru enn sem komið er sex, þrjár eru úr grænmeti og þrjár úr ávöxtum. Óliver Tumi Auðunsson, 6 ára, býður til útgáfugleði í Eymundsson í Austurstræti í dag klukkan 14. Tilefnið er útkoma bókarinnar Óliver Tumi, segðu mér sögu, en þar segir hinn ungi rithöfundur sögur og ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Óliver Tumi er yngsti rithöfundur Íslands- sögunnar og hann átti sjálfur frumkvæði að útgáfunni. Kátt verður á hjalla í útgáfugleði Ólivers Tuma. Jólasveinn- inn kemur í heimsókn og Geir Ólafs tekur lagið, en hann sendi á dögunum frá sér barnaplötuna Amma er best. Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og afi Ólivers verður veislustjóri. Boðið verður upp á veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir. Hluti af söluandvirði bókar Ólivers Tuma rennur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, að frumkvæði hins unga höfundar. Útgáfugleði Ólivers Tuma Nammi namm Krakk- arnir sem komast á bragðið kunna vel að meta þennan mat, segir Haukur Magnús- son hjá Barnavagninum. NORDICPHOTOS/GETTTY GULRÆTUR eru sneisafullar af næringarefnum og góðar í litla maga. Þær hafa að geyma bestu uppsprettu af beta-karótíni sem völ er á, en það er meðal annars mikilvægt fyrir sjónina. o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.