Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ A uglýsingar eru spegill hverrar stundar; sýna hvað er vinsælast og skor- ar hæst. Þetta sést vel þegar Morgunblaði síð- ustu áratuga er flett og auglýsingar um fermingargjafir skoðaðar. Sú lauslega athugun leiðir í ljós að margt hefur haldið gildi sínu þótt árin líði og svipmót tímans sé að öðru leyti sí- breytilegt. Fermingargjafir voru fyrst aug- lýstar í Morgunblaðinu vorið 1914. Þórður Jónsson í Úrasmiðjunni aug- lýsti reiðhjól og úr, gjafir sem eru í góðu gildi í dag. Festar, svuntupör og brjóstnálar eru kannski ekki jafn vin- sælar eða gullskúfshólkur sem hæfir með íslenskum þjóðbúningi kvenna. Fyrir skartbúnar stúlkur gæti hólk- urinn þó reynst þarfaþing. Lindarpenni ígildi gulls Árið 1921 voru lindarpennar aug- lýstir sem fermingargjöf. Í áratugi þótti raunar gulls ígildi að fá góðan penna að gjöf á þeim degi sem mark- aði þau kaflaskil að fólk kæmist í tölu fullorðinna. Montblanc-pennarnir þótti afbragð öðru betra. „Þetta er penninn sem gerðardómssamning- arnir við Norðurlönd voru undirskrif- aðir með á Þingvöllum. – Biðjið ekki um lindarpenna, biðjið um Mont- blanc,“ auglýsti Árni B. Björnsson ár- ið 1930. Bókin Kristur og mennirnir eftir séra Friðrik Hallgrímsson var kynnt sem góð bók til fermingarbarna; um 1930 og um líkt leyti voru ljóðmæli Gríms Thomsen kynnt undir sömu formerkjum. Raunar hafa bækur með kvæðum íslenskra góðskálda alltaf verið vinsælar sem gjafir; speki skálda og viturra manna hafa þótt ungu fólki gott veganesti. Sama má segja um Íslendingasögurnar. Bóka- verslun Sigurðar Kristjánssonar í Bankastræti 3 í Reykjavík auglýsti þær árið 1947 í alþýðuútgáfu með skinnbandi og „gjöf sem munaði um“ eins og komist var að orði. Bannfærðar ástir Sama ár var vinsæl saga Jóns Trausta um drottninguna Önnu á Stóruborg undir Eyjafjöllum og bannfærðar ástir hennar og smala- piltsins Hjalta. „Besta gjöf fermingarstúlkunnar,“ að sagt var. Reisubók Jóns Indíafara kom út tveimur árum síðar og var kynnt sem bók strákanna enda læsu þeir hana „með ánægju og hafa var- anlega gleði af“ eins og það var orðað. Orðasöfn, listaverkabækur og upp- flettirit hafa einnig verið mikið notuð til gjafa í áranna rás. Þar endurspegl- ast – að ætla má – bæði uppeldissjón- armið og nytjahyggja, að gjöfin komi að gagni og sé gleðjandi. Ferðir upp til fjalla hafa alltaf þótt mannbætandi enda gefst ungu fólk þar kostur á að glíma við hóflega ögr- andi verkefni. Verslunin Geysir aug- lýsti drengjatjöld árið 1938 sem sögð voru „ábyggilega nytsamasta og hug- fólgnasta fermingargjöf drengja“. Væntanlega væru tjöld auglýst með öðrum hætti í dag en gert var fyrir áratugum en viðlegubúnaður stendur þó alltaf fyrir sínu sem ferm- ingargjöf – ekki síst í dag þegar áhugi á útivist er mjög almennur og fjalla- príl hvers manns gam- an. Kommóður og skrifborð Árin milli 1950 til 1960 einkenndust af miklum höftum í inn- flutningi. Spara þurfti gjaldeyri þjóðarinnar með sama hætti og orm- ar liggja á gulli. Fyrir vik- ið urðu Íslendingar að vera sjálfum sér nægir um flesta hluti. Við þessar að- stæður dafnaði íslenskur iðnaður, svo sem fram- leiðsla á húsgögnum sem voru vinsælar ferming- argjafir. Nefna má komm- móður, svefnbekki, skrif- borð og stóla meðal annars frá Trésmiðjunni Víði sem var stórfyrirtæki á sínum tíma. Raunar var fleira for- vitnilegt í boði á þessum ár- um; til að mynda saumaborð, æðardúnssængur og skóla- ritvélar sem voru fram- úrstefnuleg gjöf árið 1961. Verslunin Fönix auglýsti hár- þurrkur af gerðinni Flamingo 1966 og um líkt leyti eru sviss- nesk Damas-úr kynnt sem mikið djásn og tilvalin fermingargjöf – eins og úr hafa raunar alltaf verið. Milli 1970 og 1980 verða raftæki meira áberandi í auglýsingum um fermingargjafir. Þar má nefna myndavélar og vorið 1978 auglýsti verslunin Pfaff þarfaþing eins og krullujárn og rakvélar. Snyrta hárið og skeggið „Þótt fermingardrengir séu flestir skegglitlir þá er Braun rafmagns- rakvél skemmtileg fermingargjöf, því með bartskeranum má snyrta hárið – og skeggið,“ auglýsti Pfaff. Um 1980 verða hljómflutningatæki sú fermingargjöf sem vinsælust er. Minnast líklega margir sem nú eru í kringum fertugt þess að hafa fengið slíka gjöf. Fylgdi þá stundum með húsgagnasamstæða þar sem koma mátti tækjunum fyrir í hillum sam- byggðum rúmi og skrifborði. Tölv- urnar ryðja sér svo til rúms um 1990; bæði í almennri notkun og sem gjöf til æskufólks á tímamótum. Sælir þeir sem trúa Í nálægð aldamóta verða auglýs- ingar um fartölvur áberandi. Á þeim tíma eru fjármálafyrirtækin svo orðin gildandi með auglýsingum um ýmsar sparnaðarleiðir og hvernig gott sé að ávaxta sitt pund. Var lofað gulli og grænum skógum með svipum hætti og sagt er að sælir séu þeir sem trúa – en slíkt er inntak ferming- arfræðslunnar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/RAX Hátíðisdagur Fermingin er alltaf eins en hefðirnar sem henni fylgja breytast. Ferming í Lindasókn í Kópavogi. Útilega Fyrir sjötíu árum voru tjöld óskagjöf drengja. Plötuspilari Lengi þótti gott að fá hljómflutn- ingstæki í fermingar- gjöf. Skegg Pfaff með rakvélar fyrir skegg- litla stráka. Flóra fermingargjafa síðustu alda er mikil. Ljóða- og listaverkabækur, reiðhjól og æðardúnssængur. Tölvur og aurar í nálægð aldamóta. Góðskáld og gullskúfshólkar Flott Hárþurrkur frá Fönix skoruðu hátt. GOTT Í FERMINGUNA Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070 Mikið úrval af fallegum fermingartertum. Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.