Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 61
16 stórir sveppir 100 g smjör 1 skalottlaukur 1 rif hvítlaukur Í eldhúsinu: Salt og pipar Tökum sveppastilkana og söxum þá niður. Léttsteikjum saxaðan skalottlauk og hvítlauk á pönnu og bætum söxuðu sveppastilkunum út í. Ekki skemmir fyrir ef til er smá- púrtvín til að skvetta yfir. Kryddum með salti og pipar og fyllum sveppahattana með maukinu. Fylltir sveppir MORGUNBLAÐIÐ | 61 Smáatriði í skreytingum skipta máli – lítil doppa af sultu eða krydd- mauki, eitt blað af ferskri kryddjurt eða salati – en það er ekki þar með sagt að þú þurfir að kaupa fimm mismunandi tegundir af ferskum kryddjurtum bara til að skreyta nokkrar snittur. Ég kaupi oft poka af blönduðum salatblöðum, helst sem litríkustum og fjölbreyttustum, og nota til að skreyta snitturnar. Eins er með sultur, mauk og annað slíkt; um að gera að nota það sem til er ef það passar. Yfirleitt finnst mér best að hafa snitturnar ekki of stórar, þær ættu bara að vera einn til tveir munnbitar hver, og ég reyni að hafa þær um 1 cm á þykkt. Ef þú ert með blautt álegg getur verið gott að þurrka þær örlítið í ofni áður en þær eru smurðar, þó alls ekki svo að þær verði harðar og stökkar. Þær geta yfirleitt beðið í nokkra klukkutíma en ef þær eru smurðar að morgni og notaðar að kvöldi er langbest ef hægt er að setja bara aðalhráefnið á þær og geyma kryddjurtir og aðrar slíkar skreytingar þangað til skömmu áður en þær eru bornar fram – ef mögulegt er. Litríkar snittur 8 mexíkóskar pönnukökur (tortillas) 200 g reyktur lax 4 eggjarauður 100 g lint smjör Byrjum á að harðsjóða eggin. Blöndum svo eggjarauðum og smjöri vel saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Smyrjum pönnukökurnar með reyktum laxi og eggjarauðu- smjöri. Vefjum síðan pönnsurnar upp og skerum þær í fal- lega bita. Það er gaman að prófa sig áfram með þennan rétt og nota það sem til er í eldhúsinu með steiktum hrísgrjónum, t.d. fræ, sveppi, gulrætur, ólífur, sojasósu … Það er kjörið að nota afgang af venjulegum pönnukökum í staðinn fyrir þær mexíkósku. Laxahrogn og dill geta full- komnað þennan rétt. Pönnukökurúllur með laxi  Rjómaostur, basilíka (eða aðrar kryddjurtir eftir smekk) og grófmalaður svartur pipar.  Gráðaostur og þunnar sneiðar af gráfíkju sem soðin hefur verið í nokkrar mínútur í appelsínu- eða eplasafa.  Kjúklingalifrarkæfa (eða önnur lifrarkæfa), súrsuð gúrka, sólberja- eða rifsberjahlaup.  Steinseljupestó, sneiðar af kirsiberjatómat, hálf lítil mozzarellakúla, timjan.  Smjör, reyktur silungur, þunnar lárperusneiðar, dill.  Svolítill rjómaostur, hráskinkusneið brotin saman, paprikumauk, lítið basilíkublað.  Smjör, upprúlluð sneið af hamborgarhrygg, sinnepsmajónes, kletta- salat.  Smjör, harðsoðið egg, rækjur, dill.  Basilíkupestó, grilluð paprika úr krukku, óreganó.  Rautt pestó, sneið af kjúklingabringu, saxað klettasalat og basilíka.  Smjör, sneið af steiktri andabringu, mauk soðið úr hoisin-sósu, rab- arbarasultu og ögn af appelsínusafa, vínber.  Remúlaði, roastbeef, ítölsk steinselja, parmesanflögur.  Rjómaostur hrærður með sýrðum rjóma, laxahrogn, ítölsk steinselja.  Sultaður rauðlaukur, fetaostur og rautt vínber.  Smjör, klettasalat, maríneruð síld og vorlaukur.  Smjör, smátt saxaðir tómatar, söxuð basilíka og mulinn fetaostur. Hér eru engar uppskriftir, bara hugmyndir. Áleggið á snittunum á myndinni er: Ljósmyndari/Árni Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.