Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 42
42 | MORGUNBLAÐIÐ S terkasta minningin er hvað mér fannst ég stinga í stúf þegar hópurinn gekk fram kirkjugólfið. Ég var frekar lágur í loft- inu á þessum árum og rosalega lítill við hliðina á hinum fermingarbörn- unum,“ segir ÓIafur Þór Jóelsson, þáttastjórnandi Game Tíví. Ólafur man líka vel eftir aðalferm- ingargjöfinni. „Þetta var tvöfalt kas- ettutæki og hægt að taka upp á því á tvöföldum hraða. Þetta var mjög há- þróuð og framúrstefnuleg græja og mér fannst ég hafa himin höndum tekið að hafa fengið svona svakalega gjöf,“ segir Ólafur sem fermdist um miðjan 9. áratuginn. „Svo er mér líka minnisstæð stemningin í kringum allan daginn, að hitta allt þetta fólk, fá sinn svefn- poka og átján orðabækur. Þegar ég lít til baka var þetta ósköp ánægju- legur dagur.“ ÓIafur segist vera af trúuðu fólki kominn þó kirkjusóknin sé misgóð. Hann tók ferminguna mjög alvarlega og vandaði sig við valið á biblíutilvitnun til að lesa við sjálfa athöfnina. „Ég hreinlega lagðist yfir þetta verkefni. Ég man reyndar ekki í dag hver tilvitnunin var, en ég man að hún skipti mig mjög miklu máli þá,“ útskýrir hann og hlær. Klæddur í anda tímabilsins Það verður að segjast eins og er að Ólafur fermdist á sérlega óheppi- legum tíma í tískusögunni. „Ég tók ekki jakkafötin á þetta, heldur var ég í gullfallegum gráum buxum og silkiskyrtu sem glansaði svo mikið að fólkið í kringum mig þurfti helst að setja upp sólgler- augu. Svo var ég með gult lakkr- ísbindi og í gulri jakkapeysu yfir. Maður yrði örugglega tekinn af lífi ef maður myndi láta sjá sig svona úti á götu í dag, en þetta þótti gríð- arlega flott á þessum árum og eng- inn gerði athugsemdir við múnder- inguna.“ Ólafur segir mikið veislufólk í ættinni enda var fermingarveislan með stærsta móti. „Það hefur aug- ljóslega verið mikið góðæri þarna í kringum 1985 því við buðum um 100 manns í veisluna og héldum hana í Oddfellowhúsinu niðri við Reykja- víkurtjörn. Bornar voru fram allar gerðir af kökum og mat sem hugsast getur enda fjölskyldan hálfgert landslið í bakstri.“ Fermingardreng- urinn Ólafur uppskar aldeilis mikið af gjöfum, en auk þess að fá snældu- tækið fékk hann nægan ferming- arpening til að kaupa sína fyrstu PC-tölvu. „Ég var þegar kominn á fullt í tölvuleikjunum í Commodore 64-leikjatölvunni, en hafði ekki átt borðtölvu áður. Hún var með floppy drifi og grænum skjá og var þar komin tækni sem seint yrði toppuð,“ segir Ólafur en hann hafði vonast til að tölvukaupin yrðu upphafið að glæstum forritunarferli. „En svo kom í ljós að ég hef rökfræðigáfur á við hagamús þannig að ekkert varð úr þeim draumum.“ ai@mbl.is Ólafur „Ég var þegar kominn á fullt í tölvuleikjunum í Commodore 64-leikjatölvunni.“ Fermingarföt- in þóttu gríð- arlega flott Ólafur Þór Jóelsson fékk forláta tvöfalt kasettutæki í fermingargjöf. Enginn gerði athugasemdir við gult lakkrísbindið og jakkapeysuna í stíl. ’ Ég var í gullfallegum gráum buxum og silki- skyrtu sem glansaði svo mikið að fólkið í kringum mig þurfti helst að setja upp sólgleraugu. Svo var ég með gult lakkrísbindi og í gulri jakka- peysu yfir. Maður yrði örugglega tekinn af lífi ef maður myndi láta sjá sig svona úti á götu í dag. ÍS L E N S K A S IA .I S 53 75 9 03 /1 1 Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF PANTAÐU FERMINGARGJÖFINA Á WWW.ICELANDAIR.IS GJAFABRÉF ICELANDAIR GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FUGFAR TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA Í EVRÓPU OG NORÐUR-AMERÍKU ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að viðskiptavinir Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.