Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 56
Allir krakkar virðast eiga einhvers konar tónhlöðu um þessar mundir. Það dugar ekki lengur að gefa skinn- unum stóra hljómtækjasamstæðu með snældutæki og geislaspilara. Onei, iPod-magnari er það sem blessuð börnin vilja fá. Magnararnir eru til í ýmsum stærðum og gerðum og kosta þar af leiðandi mis mikið. Einn af þeim allra flottustu hlýtur að vera þessi flotti magnari frá Bang & Olufsen. Græjan, sem heitir BeoSound 8, kom á markaðinn seinni hluta síð- asta árs og hefur hlotið lofsamlegar umsagnir gagnrýnenda. Eins og þeirra B&O er von og vísa er hönnunin einstök og verulega eigulegt raftæki hér á ferð. Dönsku tæknigúrúarnir hafa m.a. þróað sér- stakan hugbúnað til að bæta hljóm- gæðin í spiluninni og þykir hafa tek- ist vel til. BeoSound 8 má hengja upp á vegg með þar til gerðum festingum eða láta sitja á yfirborði og virkar hönn- inin þá eins og tækið fljóti nokkrum millimetrum yfir fletinum. Ólíkt flestum öðrum iPhone- mögnurum má meira að segja tengja iPad-spjaldtölvu við þartilgerða inn- stungu. Svo eru tengi fyrir USB og hefðbundna hljóðkapla. Eflaust er prýði að þessari fögru dönsku hönnun í hvaða herbergi sem er, en tækið kostar líka sitt. Leiðbein- andi verð erlendis er í kringum 1.500 dali. ai@mbl.is Áhugaverðar fermingargjafir Fyrstu kynni af danskri hönnun Það er auðvelt að gera fallega línu á augnlokin með pensli og eyeliner frá Lancôme. Með svartri línu fá augun enn meiri svip. Góður maskari fullkomnar förðunina og rammar inn augun. Lash Queen Sexy Black frá Hel- enu Rubinstein. Náttúruleg förðun á fermingar- daginn Náttúruleg förðun hentar mjög vel á fermingardaginn því þá er fegurð stúlkunnar látin njóta sín en það er sífellt algengara að stúlkur vilji vera farðaðar á þess- um stóra degi. Með ljós- bleikum lit verða varirnar náttúrulegar og fallegar án þess þó að vera of áber- andi. Litur nr. 363 frá Lan- côme. ReutersLjós og fallegur varalitur sem hentar mjög vel þeim sem kjósa náttúrulega förð- un. Darling frá Gosh. Í náttúrulegri förðun er tilvalið að nota ljósbleikan eða brúnan augn- skugga. Augnskuggapenni með tveimur litum frá Max Factor. Til að fá fal- legan og nátt- úrulegan lit í andlitið og draga fram kinnbeinin er tilvalið að nota bronspúður frá Shiseido. F ermingardagurinn er stór dagur í lífi flestra barna og því mikil vinna lögð í að hann verði sem bestur, hvort heldur sem er veislan, ferm- ingarheitin eða útlitið. Það er öllum mikilvægt að líta vel út þennan dag og því er gengið búða á milli til að finna rétta klæðn- aðinn á fermingarbarnið og jafnvel foreldr- ana líka. Þá er það líka orðið algengara að stúlkur vilji vera farðaðar á fermingardaginn og misjafnt hvort þær kjósa að farða sig sjálfar eða fara í förðun. Um þessar mundir er nátt- úruleg förðun mjög vinsæl og hún hentar fermingarstúlkum einkar vel. Í náttúrulegri förðun er fegurð stúlkunnar látin njóta sín með nokkrum vel völdum hjálparmeðulum. Ljósir og fallegir litir eru notaðir á augu og varir en umfram allt er húðin nær lýtalaus. Ferming- arstúlkur kjósa flestar að vera með náttúrulega förðun þar sem fegurð þeirra fær að njóta sín en hér má sjá söngkonuna Miley Cyrus með nátt- úrulega förð- un. Hvort sem neglurnar eru langar eða stuttar er fal- legt að snyrta þær með naglalakki. Föl- bleikt nagla- lakk frá Goss. 56 | MORGUNBLAÐIÐ V O T T A Ð L Í F R Æ N T B R Ú N K U K R E M H O L L T F Y R I R H Ú Ð I N A E N G I N A U K A E F N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.