Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 56
Allir krakkar virðast eiga einhvers
konar tónhlöðu um þessar mundir.
Það dugar ekki lengur að gefa skinn-
unum stóra hljómtækjasamstæðu
með snældutæki og geislaspilara.
Onei, iPod-magnari er það sem
blessuð börnin vilja fá.
Magnararnir eru til í ýmsum
stærðum og gerðum og kosta þar
af leiðandi mis mikið. Einn af þeim
allra flottustu hlýtur að vera þessi
flotti magnari frá Bang & Olufsen.
Græjan, sem heitir BeoSound 8,
kom á markaðinn seinni hluta síð-
asta árs og hefur hlotið lofsamlegar
umsagnir gagnrýnenda.
Eins og þeirra B&O er von og vísa
er hönnunin einstök og verulega
eigulegt raftæki hér á ferð. Dönsku
tæknigúrúarnir hafa m.a. þróað sér-
stakan hugbúnað til að bæta hljóm-
gæðin í spiluninni og þykir hafa tek-
ist vel til.
BeoSound 8 má hengja upp á vegg
með þar til gerðum festingum eða
láta sitja á yfirborði og virkar hönn-
inin þá eins og tækið fljóti nokkrum
millimetrum yfir fletinum.
Ólíkt flestum öðrum iPhone-
mögnurum má meira að segja tengja
iPad-spjaldtölvu við þartilgerða inn-
stungu. Svo eru tengi fyrir USB og
hefðbundna hljóðkapla.
Eflaust er prýði að þessari fögru
dönsku hönnun í hvaða herbergi sem
er, en tækið kostar líka sitt. Leiðbein-
andi verð erlendis er í kringum 1.500
dali.
ai@mbl.is
Áhugaverðar fermingargjafir
Fyrstu kynni af danskri hönnun
Það er auðvelt að gera fallega
línu á augnlokin með pensli og eyeliner
frá Lancôme. Með svartri línu fá augun
enn meiri svip.
Góður maskari
fullkomnar
förðunina og
rammar inn
augun. Lash
Queen Sexy
Black frá Hel-
enu Rubinstein.
Náttúruleg
förðun á
fermingar-
daginn
Náttúruleg förðun hentar mjög
vel á fermingardaginn því þá er
fegurð stúlkunnar látin njóta sín
en það er sífellt algengara að
stúlkur vilji vera farðaðar á þess-
um stóra degi.
Með ljós-
bleikum lit
verða varirnar
náttúrulegar
og fallegar án
þess þó að
vera of áber-
andi. Litur nr.
363 frá Lan-
côme.
ReutersLjós og fallegur varalitur
sem hentar mjög vel þeim
sem kjósa náttúrulega förð-
un. Darling frá Gosh.
Í náttúrulegri förðun er tilvalið að
nota ljósbleikan eða brúnan augn-
skugga. Augnskuggapenni með
tveimur litum frá Max Factor.
Til að fá fal-
legan og nátt-
úrulegan lit í
andlitið og
draga fram
kinnbeinin er
tilvalið að nota
bronspúður frá
Shiseido.
F
ermingardagurinn er stór dagur í
lífi flestra barna og því mikil vinna
lögð í að hann verði sem bestur,
hvort heldur sem er veislan, ferm-
ingarheitin eða útlitið. Það er öllum
mikilvægt að líta vel út þennan dag og því er
gengið búða á milli til að finna rétta klæðn-
aðinn á fermingarbarnið og jafnvel foreldr-
ana líka.
Þá er það líka orðið algengara að stúlkur
vilji vera farðaðar á fermingardaginn og
misjafnt hvort þær kjósa að farða sig sjálfar
eða fara í förðun. Um þessar mundir er nátt-
úruleg förðun mjög vinsæl og hún hentar
fermingarstúlkum einkar vel. Í náttúrulegri
förðun er fegurð stúlkunnar látin njóta sín
með nokkrum vel völdum hjálparmeðulum.
Ljósir og fallegir litir eru notaðir á augu og
varir en umfram allt er húðin nær lýtalaus.
Ferming-
arstúlkur
kjósa flestar
að vera með
náttúrulega
förðun þar
sem fegurð
þeirra fær að
njóta sín en
hér má sjá
söngkonuna
Miley Cyrus
með nátt-
úrulega förð-
un.
Hvort sem
neglurnar eru
langar eða
stuttar er fal-
legt að snyrta
þær með
naglalakki. Föl-
bleikt nagla-
lakk frá Goss.
56 | MORGUNBLAÐIÐ
V O T T A Ð L Í F R Æ N T
B R Ú N K U K R E M
H O L L T F Y R I R H Ú Ð I N A
E N G I N A U K A E F N I