Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ M eginmarkmiðið með þessu framtaki er að gefa ungmennum, sem af einhverjum ástæðum kjósa að fermast ekki á trúarlegan hátt, tækifæri til að fagna engu að síður þeim áfanga í lífinu sem þau hafa náð,“ segir Hope Knútsson. Hope er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista, en fé- lagsskapurinn hefur haldið borg- arlegar fermingar frá árinu 1989. Hope bendir á að það er raunin að mörgum 13 ára börnum þykja þau ekki vera reiðubúin til að strengja trúarheit til lífstíðar, og önnur hafa gert upp hug sinn um að þau vilji ekki iðka trúarbrögð. Hins vegar sé algengt í flestum samfélögum að fagna þeim tíma- mótum í lífi hvers manns þegar gengið er inn í samfélag fullorð- inna og á Íslandi er fermingin sú athöfn sem hefð er fyrir. Með borgarlegri fermingu má fagna þessum tímamótum án trúarlegrar tengingar. „Tilgangur fermingar- fræðslunnar, sem svo lýkur með hátíðlegri athöfn, er þá að efla heil- brigð og farsæl viðhorf ungling- anna til lífsins,“ segir Hope. Síminn hefur ekki stoppað Hope fluttist til Íslands 1974 og var einn af stofnendum Siðmenntar árið 1990, en félagið varð einmitt til upp úr fyrstu borgaralegu ferm- ingunni. „Borgaraleg ferming hafði þá verið í boði um langt skeið á hinum Norðurlöndunum, t.d. fyrst árið 1914 í Danmörku og frá 1951 í Noregi. Þegar mín börn fóru að nálgast fermingaraldurinn skrifaði ég dagblöðin að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort væru ekki fleiri sem vildu vera með. Þessi fyrsta borgaralega ferming varð síðan að ævistarfinu, því síminn byrjaði strax að hringja og hefur ekki stoppað síðan.“ Smám saman hafa vinsældir borgaralegra ferminga vaxið. „Árið 2009 voru fermingarbörnin 120 og 166 á síðast ári, en núna eru 195 börn sem sækja fermingarnám- skeiðin hjá okkur. Hvert ár hefur verið slegið nýtt met og erum við nú með samtals 8 námskeið í gangi, þar af í fyrsta skipti í Ár- borg og í annað árið í röð á Ak- ureyri. Haldnar verða fjórar ferm- ingarathafnir: tvær í Reykjavík, ein á Akureyri og sú fjórða á Fljótsdalshéraði.“ Veganesti út í lífið Fermingarfræðsla Siðmenntar fer fram undir umsjón Jóhanns Björnssonar sem er heimspekingur að mennt og grunnskólakennari að aðalstarfi. Jóhann hefur stýrt fræðslunni í um 15 ár. „Hann notar samræðuform heimspekinnar til að fræða börnin og mikil áhersla lögð á umræðu, hlustun og rökfærslu. Meðal þess sem tekið er til umfjöll- unar eru gagnrýnin hugsun, sið- fræði, fjölmenningarfærni, mann- leg samskipti, staða unglingsins í nútímasamfélaginu, mannréttindi og jafnrétti að ótöldum vímuefna- forvörnum,“ segir Hope en að jafn- aði hittist hver hópur í 12 skipti. Sjálfri athöfninni lýsir Hope sem mjög hátíðlegri. „Fermingarbörnin ganga inn í salinn, stærsta sal Há- skólabíós, við trompetleik og yf- irleitt koma nokkur þeirra fram í 10 til 12 atriðum sem geta t.d. ver- ið í formi ljóðalesturs, ávarps, söngs, dans eða hljóðfæraleiks. Svo fáum við til athafnarinnar einn eða tvo utanaðkomandi ræðumenn, sem yfirleitt eru þekktir ein- staklingar úr þjóðfélaginu, og deila þeir með fermingarhópnum holl- ráðum sínum um lífið sem þau eiga framundan.“ Í lok athafnarinnar fær ferming- arbarnið svo skírteini. „Þar stend- ur m.a. undir nafni barnsins að við vonum að það muni færa sér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem það hefur fengið í aðdraganda ferming- arinnar og að við óskum þess að viðkomandi verði víðsýn og heil- steypt manneskja.“ ai@mbl.is Önnur leið til að fagna þessum áfanga í lífinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Möguleiki Hope segir borgaralega fermingu vera leið til að fagna þeim tímamótum í lífi barnsins þegar það gengurinn í samfélag fullorðinna. Borgaraleg ferming hefur verið í boði hér á landi frá 1989 og orðið mikil fjölgun í fermingarhópnum und- anfarin ár. Lögð er áhersla á rökhugsun, samskipti og siðfræði í fermingar- fræðslunni. Hope kveðst enn eiga eftir að hitta það fermingarbarn sem sá eftir að hafa valið sér borgaralega fermingu. Mörg þeirra sem voru með þeim fyrstu til að ferma sig borgaralega hafa síðar fermt eigin börn með sama hætti og í hópnum má finna fjölda einstaklinga sem hafa orðið áberandi í samfélaginu. „Að máli við mig hafa komið einstaklingar sem lýst hafa þakklæti sínu fyrir að hafa ekki þurft að ljúga til um trúarsannfæringu sína fyrir framan heilan söfnuð. Þeim þótti verð- mætt að hafa þetta val og hafa um leið tækifærið til að velta fyrir sér hvað höfð- ar best til þeirra.“ Örsjaldan hefur Hope orðið vör við að val barns um að gangast undir borg- arlega fermingu hafi valdið togstreitu innan fjölskyldunnar. „Það eru þá helst af- ar eða ömmur sem átt hafa til að vera ósátt í fyrstu, en undantekningalaust skipta þau alfarið um skoðun eftir að hafa fylgst með sjálfri fermingunni og eru bæði uppnumin og þakklát fyrir hvað athöfnin er þýðingarmikil og hátíðleg.“ Þakklát að eiga þennan möguleika Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 KR. EINTAKIÐ Flestir luma á fermingarmyndum af sér þó svo að þeir hafi ekki endilega hátt um það. Ef ferming er á næsta leiti í fjöl- skyldunni gæti það verið skemmtilegt tækifæri til að dusta rykið af gömlu fermingarmyndunum og deila með öðrum. Fermingarbarnið gæti líka haft gaman af því að sjá gamlar ferming- armyndir af foreldrunum, ömmum og öfum, frændum og frænkum. Eins væri hægt að hafa getraun í gangi fyrir veislugesti hvort fjöl- skyldumeðlimir þekkist á fermingar- myndunum. birta@mbl.is Rifjum upp gamla tíma Það getur verið gaman að stilla upp gömlum ferming- armyndum í veislunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.