Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 52
búð, þó vefverslun sé rekin samhliða. „Ég sá nefnilega að góð og persónu- leg þjónusta við viðskiptavininn ætti eftir að skipta miklu máli. Margir sem koma hingað í búðina hafa mik- inn áhuga en þekkja hvorki vör- urnar né áhöldin og þurfa leið- sögn og hvatningu.“ Sykurmassinn einstakt efni Kökur skreyttar með sykurmassa bragðast rétt eins og aðrar kökur, og er sykurmassinn í raun bara sætt skrautlag. „Það má setja sykurmassa á allar gerðir af kökum,“ segir Kristín. „Sykurmass- inn er notaður í svip- uðum tilgangi og marsipan til skreyt- inga, nema hvað syk- urmassinn hefur mun betri eiginleika og er þægilegra efni að vinna með. Til dæmis má fletja massann svo þunnt út að nánast er hægt að sjá í gegnum hann.“ Massann sjálfan má búa til með hefðbundnum eld- húsáhöldum og er flórsykur, sykurpúðar og vatn uppistaðan. Þ egar Kristín Eik Gúst- afsdóttir komst fyrst í kynni við þá list að skreyta kökur með sykurmassa (e. fondant), þá féll hún kylli- flöt. „Ég sit reyndar beggja vegna borðsins, því mér þykir bæði gaman að gera kökurnar og borða þær,“ segir hún og hlær. „En þegar maður skreytir köku með sykurmassa er ímyndunaraflinu nánast engin tak- mörk sett. Sykurmassinn er frábært efni sem hægt er að gera úr heilu skúlptúrana.“ Vin fyrir kökuunnendur Kristín opnaði í nóvember síðast- liðnum verslunina Allt í köku á Suð- urlandsbraut 4. Verslunin er sann- kölluð vin kökugerðarmannsins og sérstaklega ætlað að mæta kröfum kökuskreytingafólks og konfekt- föndrara. Hugmyndin kviknaði fyrir röskum tveimur árum þegar Kristín var í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. „Þetta hófst á því að ég uppgötvaði konfektgerðina, en rak mig á hvað ég átti erfitt með að verða mér úti um aðföng, og torvelt að finna bæði mótin og hráefnið sem mig vantaði. Þannig varð til hugmynd að net- verslun með konfektvörur,“ segir hún. „Síðan fór ég að gera tilraunir með kökuskreytingar úr syk- urmassa og kolféll fyrir því, en aftur var vandinn sá sami að það þurfti að hafa mikinn fyrirvara á öllu því panta þurfti áhöld og efni erlendis frá og kannski bíða í tvær til þrjár vikur áður en hægt var að hefjast handa við baksturinn.“ Verslunin var svo loks opnuð á síð- asta ári, og varð úr að opna „alvöru“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kökudýrð Í búðinni má finna allt til alls til að gera fallega köku hvort sem er fyrir fermingarboðið eða bara hversdags. Kristín Eik (t.h.) með systur sinni og samstarfsfélaga Katrínu Ösp Gústafsdóttur. Búðin þar sem allt snýst um fallegar kökur Opnaði sérverslun með vörur til kökuskreytinga fyrir áramót. Skreyting með sykurmassa er listform sem æ fleiri kynnast og uppbókað er á skreytinga- námskeið mánuð fram í tímann. Hægt að gera sann- kölluð listaverk fyrir fermingarveisluna. 52 | MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.