Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 50
50 | MORGUNBLAÐIÐ É g tók við þjónustu sem prestur Óháða safnaðarins árið 1995 og ákvað þá strax að breyta formi fermingar- undirbúnings. Sú hugmynd mín, að flytja fræðsluna inn á heim- ilin fékk strax góðar undirtektir. Raunar hefur aldrei komið til þess að foreldrar eða börnin hafi skorast úr leik,“ segir séra Pétur Þorsteinsson. Prestaskóli í Vatnaskógi Fermingarbörnin í Óháða söfn- uðinum þetta vorið eru sautján tals- ins. Eitt er búsett erlendis og fær undirbúning fyrir stóru stundina hjá presti í búsetulandi sínu og tekur því ekki þátt í hinni hefðbundnu ferm- ingarfræðslu vetrarins. „Það ég best veit hefur enginn prestur þann hátt á að fræðslan, prestaskólinn eins og ég kalla þetta stundum, sé inni á heimilunum. Ann- ars staðar er þetta stund í kirkjunni eða skólanum einu sinni í viku. Í flestum kirkjum og söfnuðum er sá háttur hafður á að fermingarbörnin fari með prestinum í sumarbúðir í Vatnaskógi einu sinni á vetrinum. Þar eigum við lengri stund saman. Förum yfir námsefnið og ræðum um inntak trúarinnar og það hefur gefist mjög vel. Sé farið aðeins út fyrir bæj- armörkin og í annað umhverfi skap- ast oft létt og óþvinguð stemning,“ segir Pétur. Góður tímapunktur Fermingar í kirkju Óháða safn- aðarins þetta vorið fara fram 27. mars og 17. apríl sem er pálma- sunnudagur. Pétur hefur haft þann hátt á að heimsækja öll fermingar- börn sín á deginum stóra og færa þeim að gjöf bænabók, ferming- arskjal og sögu safnaðarins óháða, sem stofnaður var árið 1950. „Mér finnst gaman að fylgja krökkunum eftir; líta inn hjá þeim og fólkinu þeirra á þessum fallega degi – og fá svartbaunaseyði og kransæða- kítti,“ segir Pétur sem hóar hópnum aftur saman að þremur, fimm, átta og tíu árum liðnum. Koma þá þeir sem heimangengt eiga og bera sam- an bækur sínar, meðal annars um hvernig efni fermingarfræðslunnar hafi nýst sér sem veganesti á lífsins leið. „Ég held að fjórtán ára aldurinn sé á margan hátt góður tímapunktur fyrir krakkana til að fermast. Á því aldursskeiði eru þau á fullu að taka út sinn þroska og eru um margt gagnrýnin á tilveruna – enda koma krakkarnir oft með afar skemmti- legar glósur í fermingarfræðslunni sem aftur gefur umfjöllunarefni dagsins alveg nýja vídd.“ sbs@mbl.is Enginn hefur skorast úr leik Fræðslan á heimili barnanna. Sautján börn fermast þetta vorið hjá Óháða söfnuðinum, þar sem starfið er um margt með óvenjulegum hætti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Prestaskóli Fermingarbörnin í Óháða söfnuðinum hittast hálfsmánaðarlegar yfir veturinn heima hjá einhverju úr þeirra hópi. Hér er hópur þessa vors og presturinn fyrir miðri mynd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Prestur Sr. Pétur Þorsteinsson fermir sautján börn í vor. „Fermingarfræðslan hófst 25. september og við höfum hist annan hvern laugardag síðan. Í nóvember fórum við í tveggja daga fræðsluferð í Vatnaskóg jafnframt því sem við höfum mætt reglulega í messur í vet- ur,“ segir Sylvía Torfadóttir Hall. Hún er ein af ungmennunum sem hafa mætt í ferming- arfræðslu við Óháða söfnuðinn í vetur. „Krakkarnir sem eru með mér í fermingarfræðslunni koma af öllu höfuðborgarsvæðinu; úr Breiðholti, Grafarvogi, Kópavogi og víðar að. Mér líkar þetta mjög vel, með þessu móti kynn- ist maður nýjum krökkum, öðr- um en bara skólafélögum eða þeim sem eru í hverfinu mínu. Mér finnst líka skemmtilegt að við hittumst í heimahúsum en ekki kirkjunni. Með því verða umræðurnar á margan hátt óþvingaðri og eru oft afar skemmtilegar,“ segir Sylvía. Á fjölmörgu er tæpt í ferm- ingarfræðslunni – ekki síst í samræðum barna og prests. „Þetta er áhugavert. Maður lærir um hvað trúin snýst um. Það er alltaf hægt að treysta Guði, sem elskar okkur skilyrð- islaust, og elska. Það líður ekki öllum vel í dag en hjá Guði er alltaf hægt að eiga öruggt skjól, hvað sem gengur á,“ segir Sylvía. Trúin er áhugaverð Morgunblaðið/Árni Sæberg Ást Guð elskar okkur skilyrðislaust, segir fermingarstúlkan Sylvía Hall. LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík S:5516646 Fermingargjafir í miklu úrvali...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.