Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ | 57
S
vilkona mín rakst á fötin
inni í skáp hjá sér fyrir
nokkru og spurði Bjarka
hvort hann hefði hug á að
máta þau. Hann mátaði og
fílaði sig svona svakalega vel í föt-
unum að það varð varla aftur snúið.
Hann er reyndar búinn að fara hring
í búðunum og máta þessi hefðbundnu
fermingarföt, en hann ákvað í kjölfar-
ið að klæðast fötum afa síns,“ segir
Margrét Ósk Guðjónsdóttir, en sonur
hennar, Bjarki Rúnar Sigurðsson
ætlar að fermast í forláta smóking
sem afi hans lét sauma á sig fyrir
rúmum sjötíu árum.
„Afi hans var fæddur árið 1921 og
hét Hjörleifur Gunnarsson. Hann
úskrifaðist úr Verslunarskólanum ár-
ið 1940, þá 19 ára gamall, og lét þá
sérsauma á sig þessi rosalega fallegu
smókingföt,“ segir Margrét og bætir
við að nýja skyrtu hafi Bjarki þó
þurft að kaupa fyrir fermingardag-
inn, upprunalega skyrtan með smók-
ingnum sé ekki til.
Fleiri hafa nýtt fötin
Hjörleifur lést fyrir nokkrum árum
og Margréti er ekki kunnugt hvar
fötin voru saumuð á sínum tíma.
„Það er í raun algjör tilviljun að
þessi föt séu enn til, segir Margrét.
Blaðamanni leikur forvitni á að vita
hvort fleiri fjölskyldumeðlimir hafi
nýtt sér fötin góðu í gegnum tíðina og
það er svo segir Margrét.
„Frændi sonar míns fermdist í
þeim árið 1997 en við vitum ekki til
þess að fleiri hafi nýtt sér þau.“
Eru sem sérsniðin
Bjarki fermist þann 9. apríl næst-
komandi í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
og undirbúningurinn er þegar hafinn.
„Hann heldur veislu með frænda
sínum og það verður rautt þema enda
er íþróttafélag Hauka þeim frændum
afar hugleikið,“ segir Margrét.
Umræddur frændi er einnig
barnabarn Hjörleifs en ekki kom þó
til baráttu milli fermingardrengjanna
um fötin þar sem þau eru sem klæð-
skerasniðin á Bjarka.
„Flestir jafnaldrarnir búnir að
finna sér fermingarföt en þau koma
öll úr verslunum,“ segir ferming-
arbarnið Bjarki.
„Mér fannst þessi lausn bara miklu
flottari og þægilegri. Þau eru líka
eins og sérsniðin á mig.“
birta@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fínn í smóking Bjarki Rúnar Sigurðsson og Margrét móðir hans.
Í sjötugum
smóking
frá afa
Á meðan jafnaldrarnir þræða tískuverslanir í leit að
fermingarfötum getur Bjarki Rúnar Sigurðsson
hugað að öðru. Hann ætlar nefnilega að fermast í
smóking sem afi hans klæddist árið 1940.
’
Hann heldur
veislu með
frænda sínum
og það verður
rautt þema enda
er íþróttafélag
Hauka þeim
frændum afar
hugleikið.
Fermingargjafir þurfa
ekki að kosta nein
ósköp til að slá í gegn
og endast alla ævi.
Vandaður svissneskur
vasahnífur er áhald
sem allir ættu að eiga
og ef fermingarbarnið á
ekki einn slíkan fyrir er
alveg ómissandi að
gefa þetta þarfaþing.
Þá má stóla á að
hnífurinn verður tekinn
með í útilegur og æv-
intýri, stungið ofan í
ferðatöskuna fyrir
ferðalög til útlanda eða
pakkað með öllum hin-
um nauðþurftunum á leið í nám erlendis. Hnífurinn góði er kannski ekki alltaf
uppi, en hann er alltaf hafður á vísum stað enda aldrei að vita hvenær þarf sem
snöggvast að opna dós, festa ró, draga tappa úr flösku eða plokka flís úr tá.
ai@mbl.is
Áhugaverðar fermingargjafir
Þarfaþing sem nýtist lengi