Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ E in af þeim verslunum sem hefur lagt mikla áherslu á fermingarkrakkana er Gallerí Sautján en verslunin hefur boðið upp á fermingarfatalínur í yfir tuttugu ár. „Línan hjá okkur hefur aldrei verið stærri,“ segir Gunnlaugur Bjarki Snædal, rekstrarstjóri hjá Gallerí Sautján, um fermingarstrákalínuna í ár. „Við erum með jakkaföt en líka staka jakka og stakar buxur,“ segir hann og bendir á að til dæmis geti strákarnir verið í svörtum gallabuxum við jakka en þær eru til í nokkrum mismunandi snið- um. „Flestir eru spenntastir fyrir jakkafötunum. Kryddið hjá strák- unum er aðallega að setja á sig litaða slaufu, vasaklút, axlabönd eða hatt. Við erum líka með nokkrar gerðir af vestum,“ segir hann og bætir við að líka séu til sölu þriggja hluta föt, buxur, vesti og jakki í anda bannáranna og þáttanna Boardwalk Empire. Fermingarstrákar eru af ýmsum stærðum og gerðum og leggur Sautján sig fram við að sinna þeim öllum. „Það er oft erfitt fyrir þessa stráka að finna föt á sig. Sumir eru ennþá krakkar á meðan aðrir eru fullvaxta og stærðarbilið mikið,“ segir hann og segir strákana flotta í jakkafötum búðarinnar. „Þetta eru ekki míní- kallaföt. Mér finnst það mjög mikilvægt.“ Fylkismaður með appelsínugult bindi Gunnlaugi Bjarka finnst líka mikilvægt að leyfa strákunum að velja úr breiðri línu í stað þess að troða einhverri einni tísku upp á þá. Honum finnst gaman að fá þennan hóp í verslunina og finnst þetta skemmtilegt tímabil. Umfram allt þarf að sinna ferming- arbarninu en foreldrarnir þurfa líka að vera ánægðir. „Strákarnir fá eitthvað við sitt hæfi en foreldrarnir þurfa líka að sjá notagildið. Eins og með stakar buxur, þær er hægt að nota seinna í skólann. Við höfum fengið góð viðbrögð við línunni í ár,“ segir hann en aukahlutirnir koma í mörgum litum. „Til dæmis gæti Fylkismaður fengið sér appelsínugult bindi eða slaufu,“ segir hann. Hvað stelpurnar varðar eru kjólar áberandi í fermingarlínunni hjá Sautján í ár og þá einkum í svörtu, hvítu, drapplituðu og bleiku. Efnin eru úr blúndu eða léttu „chiffoni“. Kjólarnir eru í anda sjöunda áratugarins og eru fylltir hælaskór eftirsóttir. Sækjast eftir kjólum Gyllti kötturinn hefur líka verið vinsæll hjá fermingarstelp- unum. „Þær hafa mikið komið hingað, töluvert meira en fyrri ár,“ segir Hafdís Þorleifsdóttir eigandi verslunarinnar, sem selur bæði ný og notuð föt. „Þær eru eingöngu að leita að kjólum. Þær vilja ekki svart. Þær velja ferskjulitað, drapplitað og rautt,“ segir hún um nýju fötin í búðinni. „Margar kaupa líka „vintage“-kjóla og breyta þeim,“ segir hún. Hafdís segir líka að stelpurnar vilji alls ekki of stutta kjóla. „Síddin sem þær vilja er yfirleitt rétt fyrir ofan hné. Stelpurnar eru orðnar dömulegri.“ Líkt og í Sautján eru blúndurnar allsráðandi sem og chiffon- efni. „Einu sinni vildu mömmurnar að stelpurnar færu í dragtir en núna er ekki einu sinni spurt um þær,“ segir Hafdís og segir að lokum að það ríki ákveðin stemning í versluninni í kringum þenn- an árstíma. „Þetta er skemmtilegur tími en sérstakur og það þarf að gera bæði foreldrum og stelpunum til hæfis. Okkur finnst mik- ilvægast að stelpurnar séu hamingjusamar því þetta er nú ferm- ingardagurinn þeirra.“ ingarun@mbl.is Dásamlegar dömur og skreyttir strákar Fermingarstelpurnar eru hrifnar af blúndum og léttum efnum á meðan fermingarstrákarnir skreyta sig með slaufum, axlaböndum og höttum. Notadrjúg Þessi föt úr Sautján hafa margvíslegt notagildi eftir fermingardaginn. Gyllti kötturinn Þessi versl- un við Austurstræti selur bæði ný og notuð föt. Morgunblaðið/Sigurgeir S Gallerí Sautján Blúndurnar eru vinsælar hjá stelpunum og slaufurnar hjá strákunum.Glæsilegur kvenfatnaður á góðu verði Stærðir 36-56 Bláu húsunum Faxafeni, s. 588 9925 www.emilia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.