Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ | 39
8300.-
5200.-
6300.-
8600.-
www.uppsteyt.is
10200.-
11700.-
10500.-
9500.-
Fermingarbarnið vill Uppsteyt.
Fermingarkrossar ársins fyrir
bæði stelpuna og strákinn.
Jens er með Uppsteyt
Nú þegar fermingarbarnið er að fara
að fikra sig í átt að fullorðinsárunum,
þarf þá ekki að gæta þess að það hafi
góðan tónlistarsmekk?
Þó svo að margir hlusti á Justin Bie-
ber og krullkrúttin Jonas-bræðrum er
ekki þar með sagt að unga fólkið vilji
ekki hlusta á þá sem undan komu.
Fallegt safnalbúm með verkum
Leds Zeppelin, Bítlanna, Pink Floyd,
Bobs Marley og Jimis Hendrix geta
orðið til að brúa kynslóðabilið og kom-
ið ungum eyrum af þeirri braut sem
Britney Spears og Paris Hilton hafa
náð að beina æsku landsins á.
Enn skemmtilegra getur verið að
kaupa laglegan iPod og fylla af vand-
lega völdum uppáhaldslögum gefand-
ans. Smá Rolling Stones hér og
Johnny Cash þar og næstu kynslóð
er borgið.
ai@mbl.is
Áhugaverðar
fermingargjafir
Bless,
bless,
Bieber
Reuters
Svalur Keith Richards.
Reuters
Vinsæll Justin Bieber.
Þeir sem þegið hafa vita að þó orða-
bækur, sálmabækur og biblíur séu
svosem vel þegnar fermingargjafir, þá
lenda þær oftast uppi í efstu hillu eða
aftasta kassa í geymslunni og ryk-
falla.
Hver þarf líka orðabók í dag? Það er
hægt að fletta flestum heimsins
tungumálum upp á netinu ókeypis. Og
sálmana og helgiritin er hægt að finna
í alls kyns samantektum og útgáfum á
veraldarvefnum.
En svo er auðvitað ein leið til að
gefa þetta alltsaman í einu: spjald-
tölva eins og iPad er sko örugglega
ekki til þess fallin að svekkja ferming-
arbarnið og lestölva eins og Kindle frá
Amazon ekki heldur.
Ef gefandanum er sérstaklega í
mun að fermingarbarnið lesi tilteknar
bækur er hægt að hlaða þeim niður í
spjaldtölvuna fyrirfram, ýmist með
því að kaupa þær í gegnum vefverslun
eða hreinlega sækja ókeypis en fjöld-
inn allur af öndvegisritum bók-
menntasögunnar er fáanlegur án end-
urgjalds hér og þar á netinu.
ai@mbl.is
Áhugaverðar fermingargjafir
Spjaldtölva í stað
Passíusálmanna?
Nútíminn Lesefni
má nú nálgast í
rafrænu formi og
hugnast það
mörgum.