Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Flott föt
fyrir flottar
konur
Stærðir 40-60
Vertu vinur á Facebook
Þ
að er eiginlega allt í gangi, ég mundi segja að hvert fermingarbarn fengi
eindfaldlega að njóta sín. Greiðslan eru persónulegri, hver og einn fær
að halda sínum stíl. Það eru ekki allir steyptir í sama mótið líkt og áður
var þegar næstum hver einasta fermingarstúlka skartaði slöngulokk-
um,“ segir Ragnheiður Björk Sveinsdóttir hjá hársnyrtistofunni Eplinu,
en hún er annar eigandi stofunnar ásamt Birnu Hermannsdóttur.
„Heysátugreiðslan sést ekki lengur heldur er hárinu leyft að njóta sín.“
Ragga nefnir að flétturnar haldi áfram að vera vinsælar enda eru þær dálítið
stelpulegar og henta því vel fyrir fermingarstúlkur.
„Flestar fermingarstúlkur í dag eru með sítt hár. Margar eru búnar að vera að
safna lengi og sumar hafa á orði að þær ætli að klippa sig eftir fermingu, ekki
fyrr,“ segir Ragga.
Fylgihlutir á undanhaldi
„Strákarnir kjósa svo margir að vera svolítið Bítlalegir og þá getur síddin rokk-
að nokkuð til og frá en toppurinn er alltaf frekar þungur og þá er hægt að móta
hann með vaxi eins og hver vill,“ segir Ragga.
Hún segir fermingarhárgreiðsluna jafnan vera samvinnuverkefni ferming-
arbarnsins og hárgreiðslumeistarans.
„Þetta þarf að gera svo allir verði sáttir. Reyndar gerist það stundum að
mömmurnar hafa sterkari skoðanir á því hvað á að gera svo okkur finnst best að
ræða bara við fermingarbörnin sjálf,“ segir Ragga kímin.
„Annars vita krakkarnir alveg hvað þau vilja, þau fylgjast með því sem er að
gerast úti í heimi og koma oft með góðar hugmyndir.“
Ragga segir fylgihluti vera á undanhaldi, fermingarstúlkur vilji kannski vera
með lítil blóm.
Þær Andrea, Þóra og Elfa, starfsmenn Eplisins, sáu um hárgreiðsluna og um
förðun sá Elfa Hrund. Ljósmyndirnar tók Tinna Stefánsdóttir. Fylgihlutirnir eru
frá Skarthúsinu.
birta@mbl.is
Flottir Strákarnir kjósa svo margir að vera svolítið Bítlalegir og þá getur síddin rokkað nokkuð til og frá.
Fermingarstúlka Flétturnar má útfæra á marga vegu líkt og hér er gert með góðum árangri.
Fín Sumar fermingarstúlkur vilja hafa hárið uppsett enda
eru margar með sítt hár sem býður upp á mikla möguleika.
Flétta Vinsældir fléttunnar hafa aukist undanfarin
ár og ekki virðast vinsældirnar vera að dala.
Náttúrulegt Hárinu er leyft að njóta sín og skreytt með
einni fléttu og tveimur litlum blómum.
Hver fær að
halda sínum stíl
Mikilvægt að leyfa fermingarbarninu að vera með í ráðum
þegar fermingargreiðslan er valin.